< Lucam 6 >
1 factum est autem in sabbato secundoprimo cum transiret per sata vellebant discipuli eius spicas et manducabant confricantes manibus
Svo bar við á helgidegi að Jesús fór um akur ásamt lærisveinunum og þeir tíndu sér kornöx, neru þau með höndunum og átu.
2 quidam autem Pharisaeorum dicebant illis quid facitis quod non licet in sabbatis
„Þetta er bannað“sögðu farísearnir. „Lærisveinar þínir eru að uppskera korn og lögum samkvæmt er það bannað á helgidögum.“
3 et respondens Iesus ad eos dixit nec hoc legistis quod fecit David cum esurisset ipse et qui cum eo erant
Jesús svaraði: „Hafið þið aldrei lesið hvað Davíð konungur gerði þegar hann og menn hans hungraði?
4 quomodo intravit in domum Dei et panes propositionis sumpsit et manducavit et dedit his qui cum ipso erant quos non licet manducare nisi tantum sacerdotibus
Hann fór inn í Guðs hús, tók skoðunarbrauðin og át, ásamt mönnum sínum, en það var óheimilt.“
5 et dicebat illis quia dominus est Filius hominis etiam sabbati
Og Jesús bætti við: „Ég er herra helgidagsins.“
6 factum est autem et in alio sabbato ut intraret in synagogam et doceret et erat ibi homo et manus eius dextra erat arida
Á öðrum helgidegi var hann að kenna í samkomuhúsinu. Þar var þá staddur fatlaður maður – hægri höndin var máttlaus.
7 observabant autem scribae et Pharisaei si in sabbato curaret ut invenirent accusare illum
Farísearnir og fræðimennirnir höfðu gætur á því hvort Jesús læknaði manninn á helgidegi – til þess að þeir gætu fundið eitthvað til að kæra hann fyrir.
8 ipse vero sciebat cogitationes eorum et ait homini qui habebat manum aridam surge et sta in medium et surgens stetit
En Jesús vissi hvað þeir hugsuðu. Hann sagði við fatlaða manninn: „Stattu upp og komdu hingað.“Maðurinn stóð upp og kom til hans.
9 ait autem ad illos Iesus interrogo vos si licet sabbato bene facere an male animam salvam facere an perdere
Þá sagði Jesús við faríseana og lögvitringana: „Nú spyr ég ykkur: Hvort er leyfilegt að gera gott eða illt á helgidegi? Bjarga lífi eða deyða?“
10 et circumspectis omnibus dixit homini extende manum tuam et extendit et restituta est manus eius
Hann horfði á þá einn af öðrum og sagði síðan við manninn: „Réttu fram höndina.“Maðurinn hlýddi og um leið varð hönd hans heilbrigð!
11 ipsi autem repleti sunt insipientia et conloquebantur ad invicem quidnam facerent Iesu
Óvinir Jesú urðu ævareiðir og töluðu saman um hvað þeir gætu gert honum.
12 factum est autem in illis diebus exiit in montem orare et erat pernoctans in oratione Dei
Um þetta leyti fór Jesús til fjalla til að biðjast fyrir og var alla nóttina á bæn.
13 et cum dies factus esset vocavit discipulos suos et elegit duodecim ex ipsis quos et apostolos nominavit
Í dögun kallaði hann saman fylgjendur sína og valdi tólf þeirra til að vera postula sína eða sendiboða.
14 Simonem quem cognominavit Petrum et Andream fratrem eius Iacobum et Iohannem Philippum et Bartholomeum
Þeir hétu: Símon (Jesús kallaði hann einnig Pétur), Andrés (bróðir Símonar), Jakob, Jóhannes, Filippus, Bartólómeus, Matteus, Tómas, Jakob Alfeusson, Símon (félagi í flokki Selóta, byltingarsinnuðum stjórnmálaflokki), Júdas Jakobsson og Júdas Ískaríot (sem síðar sveik Jesú).
15 Mattheum et Thomam Iacobum Alphei et Simonem qui vocatur Zelotes
16 Iudam Iacobi et Iudam Scarioth qui fuit proditor
17 et descendens cum illis stetit in loco campestri et turba discipulorum eius et multitudo copiosa plebis ab omni Iudaea et Hierusalem et maritimae Tyri et Sidonis
Þegar þeir komu aftur niður á sléttlendi, var þar fyrir mikill hópur lærisveina hans og fjöldi fólks úr allri Júdeu, Jerúsalem, og jafnvel norðan frá strandhéruðum Týrusar og Sídonar, til að hlusta á hann og fá lækningu. Þarna rak hann út marga illa anda.
18 qui venerunt ut audirent eum et sanarentur a languoribus suis et qui vexabantur ab spiritibus inmundis curabantur
19 et omnis turba quaerebant eum tangere quia virtus de illo exiebat et sanabat omnes
Allir reyndu að snerta hann, því þegar fólk gerði það, þá streymdi lækningakraftur frá honum, svo það læknaðist.
20 et ipse elevatis oculis in discipulos suos dicebat beati pauperes quia vestrum est regnum Dei
Jesús sneri sér að lærisveinunum og sagði: „Sælir eruð þið, fátækir, því ykkar er guðsríki!
21 beati qui nunc esuritis quia saturabimini beati qui nunc fletis quia ridebitis
Sælir eruð þið sem þolið hungur, því þið munuð saddir verða. Sælir eruð þið sem nú grátið, því þið munuð hlæja af gleði!
22 beati eritis cum vos oderint homines et cum separaverint vos et exprobraverint et eiecerint nomen vestrum tamquam malum propter Filium hominis
Þið eruð sælir þegar menn hata ykkur og útskúfa, smána og baktala mín vegna.
23 gaudete in illa die et exultate ecce enim merces vestra multa in caelo secundum haec enim faciebant prophetis patres eorum
Fagnið þá og látið gleðilátum! Gleðjist, því laun ykkar verða mikil á himnum. Þannig var einnig farið með spámenn Guðs forðum.
24 verumtamen vae vobis divitibus quia habetis consolationem vestram
En þið sem ríkir eruð – ykkar bíður mikil ógæfa. Gleði ykkar er öll hér á jörðu.
25 vae vobis qui saturati estis quia esurietis vae vobis qui ridetis nunc quia lugebitis et flebitis
Þótt þið nú séuð saddir og vegni vel, þá bíður ykkar mikill skortur. Nú hlæið þið kæruleysislega, en þá munuð þið sýta og gráta.
26 vae cum bene vobis dixerint omnes homines secundum haec faciebant prophetis patres eorum
Einnig bíður mikið böl þeirra, sem nú eiga hylli fjöldans – falsspámenn hafa alla tíð verið vinsælir.
27 sed vobis dico qui auditis diligite inimicos vestros benefacite his qui vos oderunt
Takið eftir! Elskið óvini ykkar! Verið þeim góðir sem hata ykkur.
28 benedicite maledicentibus vobis orate pro calumniantibus vos
Blessið þá sem bölva ykkur, og biðjið fyrir þeim sem valda ykkur tjóni.
29 ei qui te percutit in maxillam praebe et alteram et ab eo qui aufert tibi vestimentum etiam tunicam noli prohibere
Þeim sem slær þig á aðra kinnina, skaltu bjóða hina! Láttu þann sem heimtar yfirhöfn þína fá skyrtuna að auki.
30 omni autem petenti te tribue et qui aufert quae tua sunt ne repetas
Gefðu þeim sem biður þig, og sé eitthvað haft af þér, reyndu þá ekki að ná því aftur.
31 et prout vultis ut faciant vobis homines et vos facite illis similiter
Komið fram við aðra eins og þið viljið að þeir komi fram við ykkur!
32 et si diligitis eos qui vos diligunt quae vobis est gratia nam et peccatores diligentes se diligunt
Haldið þið að þið eigið hrós skilið fyrir að elska þá sem elska ykkur? Nei, það gera einnig guðleysingjarnir.
33 et si benefeceritis his qui vobis benefaciunt quae vobis est gratia siquidem et peccatores hoc faciunt
Hvað er stórkostlegt við það að vera góður við þá sem eru góðir við þig? Það gerir hvaða syndari sem er!
34 et si mutuum dederitis his a quibus speratis recipere quae gratia est vobis nam et peccatores peccatoribus fenerantur ut recipiant aequalia
Og hvaða góðverk er það að lána þeim einum fé, sem geta endurgreitt? Jafnvel verstu illmenni lána fé – en þau vænta líka fullrar endurgreiðslu!
35 verumtamen diligite inimicos vestros et benefacite et mutuum date nihil desperantes et erit merces vestra multa et eritis filii Altissimi quia ipse benignus est super ingratos et malos
Nei – elskið óvini ykkar! Gerið þeim gott! Lánið þeim og hafið ekki áhyggjur, þótt þið vitið að þeir muni ekki endurgreiða það. Þá munu laun ykkar verða mikil á himnum og framkoma ykkar sýna að þið eruð synir Guðs, því að hann er góður við vanþakkláta og vonda.
36 estote ergo misericordes sicut et Pater vester misericors est
Verið miskunnsamir eins og faðir ykkar er miskunnsamur.
37 nolite iudicare et non iudicabimini nolite condemnare et non condemnabimini dimittite et dimittemini
Verið ekki dómharðir og sakfellið ekki, þá verðið þið ekki heldur sakfelldir. Verið tillitssamir og þá mun ykkur einnig verða sýnd tillitssemi.
38 date et dabitur vobis mensuram bonam confersam et coagitatam et supereffluentem dabunt in sinum vestrum eadem quippe mensura qua mensi fueritis remetietur vobis
Gefið og ykkur mun gefið verða! Þið munuð fá ríkulega endurgoldið. Laun ykkar verða mæld með sama mæli og þið mælið öðrum, hvort sem hann er lítill eða stór.“
39 dicebat autem illis et similitudinem numquid potest caecus caecum ducere nonne ambo in foveam cadent
Jesús sagði einnig þessar líkingar í ræðum sínum: „Getur blindur leitt blindan? Nei, því þá falla báðir í sömu gryfjuna!
40 non est discipulus super magistrum perfectus autem omnis erit sicut magister eius
Ekki er nemandinn meiri en kennarinn, en sé hann iðinn og námfús, verður hann eins og kennarinn.
41 quid autem vides festucam in oculo fratris tui trabem autem quae in oculo tuo est non consideras
Hvers vegna sérðu flís í auga bróður þíns – einhver smá mistök sem hann kann að hafa gert – en tekur ekki eftir plankanum í þínu eigin auga!
42 et quomodo potes dicere fratri tuo frater sine eiciam festucam de oculo tuo ipse in oculo tuo trabem non videns hypocrita eice primum trabem de oculo tuo et tunc perspicies ut educas festucam de oculo fratris tui
Hvernig geturðu sagt við hann: „Bróðir, leyfðu mér að losa flísina úr auga þér, “meðan þú sérð varla til vegna plankans í þínu eigin auga? Hræsnari! Fjarlægðu fyrst plankann úr þínu auga og þá sérðu nógu vel til að draga út flísina í auga hans.
43 non est enim arbor bona quae facit fructus malos neque arbor mala faciens fructum bonum
Gott tré ber ekki skemmda ávexti og lélegt tré ber ekki góða ávexti.
44 unaquaeque enim arbor de fructu suo cognoscitur neque enim de spinis colligunt ficus neque de rubo vindemiant uvam
Tré þekkist af ávexti sínum. Hvorki tína menn fíkjur af þyrnirunnum né vínber af þistlum.
45 bonus homo de bono thesauro cordis sui profert bonum et malus homo de malo profert malum ex abundantia enim cordis os loquitur
Góður maður kemur góðu til leiðar, því hann hefur gott hjartalag, en vondur maður verður til ills, vegna síns spillta hugarfars. Orð þín lýsa innra manni.
46 quid autem vocatis me Domine Domine et non facitis quae dico
Hvers vegna kallið þið mig „Herra“en viljið svo ekki hlýða mér?
47 omnis qui venit ad me et audit sermones meos et facit eos ostendam vobis cui similis est
Sá sem kemur til mín, heyrir orð mín og breytir eftir þeim, er líkur manni sem byggði hús. Hann gróf djúpt og lagði undirstöðuna á klöpp. Þegar vatnsflóð kom, skall beljandi straumurinn á húsinu, en það haggaðist ekki, því það stóð á traustri undirstöðu.
48 similis est homini aedificanti domum qui fodit in altum et posuit fundamenta supra petram inundatione autem facta inlisum est flumen domui illi et non potuit eam movere fundata enim erat supra petram
49 qui autem audivit et non fecit similis est homini aedificanti domum suam supra terram sine fundamento in quam inlisus est fluvius et continuo concidit et facta est ruina domus illius magna
En sá sem heyrir orð mín, og fer ekki eftir þeim, er líkur manni sem byggði hús án undirstöðu. Þegar beljandi flóðið skall á því, hrundi það.“