< Lucam 4 >
1 Iesus autem plenus Spiritu Sancto regressus est ab Iordane et agebatur in Spiritu in desertum
Jesús fylltist heilögum anda, sem leiddi hann frá ánni Jórdan og út í auðnir Júdeu.
2 diebus quadraginta et temptabatur a diabolo et nihil manducavit in diebus illis et consummatis illis esuriit
Þar var hann í fjörutíu daga matarlaus og hungrið svarf að.
3 dixit autem illi diabolus si Filius Dei es dic lapidi huic ut panis fiat
Þá freistaði Satan hans og sagði: „Ef þú ert sonur Guðs, þá segðu þessum steini að verða að brauði.“
4 et respondit ad illum Iesus scriptum est quia non in pane solo vivet homo sed in omni verbo Dei
Jesús svaraði: „Biblían segir: „Maðurinn lifir ekki bara á brauði.““
5 et duxit illum diabolus et ostendit illi omnia regna orbis terrae in momento temporis
Þá tók Satan hann með sér og sýndi honum á augabragði öll ríki heimsins
6 et ait ei tibi dabo potestatem hanc universam et gloriam illorum quia mihi tradita sunt et cui volo do illa
og sagði: „Öll þessi ríki og dýrð þeirra er mín eign og ég get ráðstafað þeim að vild. Þetta skal allt verða þitt, ef þú fellur fram og tilbiður mig.“
7 tu ergo si adoraveris coram me erunt tua omnia
8 et respondens Iesus dixit illi scriptum est Dominum Deum tuum adorabis et illi soli servies
En Jesús svaraði: „Í Biblíunni stendur: „Drottin Guð þinn átt þú að tilbiðja og þjóna honum einum.““
9 et duxit illum in Hierusalem et statuit eum supra pinnam templi et dixit illi si Filius Dei es mitte te hinc deorsum
Þá fór Satan með hann upp til Jerúsalem og alla leið upp á þakbrún musterisins og sagði: „Ef þú ert sonur Guðs, stökktu þá fram af! Segir Biblían ekki að Guð muni senda engla sína til að gæta þín og vernda þig, svo þú merjist ekki á stéttinni fyrir neðan?“
10 scriptum est enim quod angelis suis mandabit de te ut conservent te
11 et quia in manibus tollent te ne forte offendas ad lapidem pedem tuum
12 et respondens Iesus ait illi dictum est non temptabis Dominum Deum tuum
Jesús svaraði: „Þetta stendur einnig í Biblíunni: „Ekki skaltu freista Drottins Guðs þíns.““
13 et consummata omni temptatione diabolus recessit ab illo usque ad tempus
Þegar djöfullinn hafði lokið freistingum sínum, fór hann burt og yfirgaf Jesú að sinni.
14 et regressus est Iesus in virtute Spiritus in Galilaeam et fama exiit per universam regionem de illo
Eftir þetta sneri Jesús aftur til Galíleu, fylltur heilögum anda, og orðrómurinn um hann barst út um öll héruðin þar í grennd.
15 et ipse docebat in synagogis eorum et magnificabatur ab omnibus
Hann predikaði í samkomuhúsunum og allir lofuðu hann.
16 et venit Nazareth ubi erat nutritus et intravit secundum consuetudinem suam die sabbati in synagogam et surrexit legere
Hann kom á æskustöðvar sínar í Nasaret og fór á helgideginum í samkomuhúsið, eins og hann var vanur, og stóð upp til að lesa úr Biblíunni.
17 et traditus est illi liber prophetae Esaiae et ut revolvit librum invenit locum ubi scriptum erat
Honum var fengin bók Jesaja spámanns. Hann opnaði hana og las:
18 Spiritus Domini super me propter quod unxit me evangelizare pauperibus misit me
„Andi Drottins er yfir mér. Hann hefur valið mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap. Hann hefur sent mig til að boða fjötruðum frelsi, gefa blindum sýn, leysa hina undirokuðu frá áþján og boða að Guð sé fús að hjálpa öllum sem til hans koma.“
19 praedicare captivis remissionem et caecis visum dimittere confractos in remissionem praedicare annum Domini acceptum et diem retributionis
20 et cum plicuisset librum reddidit ministro et sedit et omnium in synagoga oculi erant intendentes in eum
Hann lokaði bókinni og rétti þjóninum. Síðan settist hann niður. Allir störðu á hann fullir eftirvæntingar.
21 coepit autem dicere ad illos quia hodie impleta est haec scriptura in auribus vestris
Hann tók til máls og sagði: „Þessi ritningargrein, sem þið hafið nú heyrt, hefur ræst í dag.“
22 et omnes testimonium illi dabant et mirabantur in verbis gratiae quae procedebant de ore ipsius et dicebant nonne hic filius est Ioseph
Fólkið lét ánægju sína í ljós og undraðist þau ljúfu orð sem komu af vörum hans. „Hver er skýringin á þessu, “spurðu menn, „er þetta ekki sonur Jósefs?“
23 et ait illis utique dicetis mihi hanc similitudinem medice cura te ipsum quanta audivimus facta in Capharnaum fac et hic in patria tua
Þá sagði Jesús: „Þið minnið mig sjálfsagt á máltækið: „Læknir, læknaðu sjálfan þig“– og eigið þá við: „Af hverju gerirðu ekki svipuð kraftaverk hér í heimabæ þínum og þú hefur gert í Kapernaum?“
24 ait autem amen dico vobis quia nemo propheta acceptus est in patria sua
Ég segi ykkur satt: Enginn spámaður er viðurkenndur í heimabæ sínum!
25 in veritate dico vobis multae viduae erant in diebus Heliae in Israhel quando clusum est caelum annis tribus et mensibus sex cum facta est fames magna in omni terra
Þið munið til dæmis að spámaðurinn Elía gerði kraftaverk til að hjálpa ekkjunni í Sarepta, en hún var útlendingur og bjó í landi Sídonar. Það hafði ekkert rignt í þrjú og hálft ár og mikið hungur var í öllu landinu. Margar Gyðingaekkjur þörfnuðust hjálpar, en þó var Elía ekki sendur til neinnar þeirra.
26 et ad nullam illarum missus est Helias nisi in Sareptha Sidoniae ad mulierem viduam
27 et multi leprosi erant in Israhel sub Heliseo propheta et nemo eorum mundatus est nisi Neman Syrus
Og munið þið eftir spámanninum Elísa? Hann læknaði Naaman frá Sýrlandi, en ekki þá mörgu Gyðinga sem voru holdsveikir og þörfnuðust hjálpar.“
28 et repleti sunt omnes in synagoga ira haec audientes
Við þessi orð Jesú urðu menn æfir af reiði.
29 et surrexerunt et eiecerunt illum extra civitatem et duxerunt illum usque ad supercilium montis supra quem civitas illorum erat aedificata ut praecipitarent eum
Þeir stukku úr sætum sínum, þyrptust að honum og hröktu hann út á brún fjallsins, sem bærinn stóð á, með það í huga að hrinda honum fram af þverhnípinu.
30 ipse autem transiens per medium illorum ibat
En Jesús gekk út úr þvögunni og yfirgaf þá.
31 et descendit in Capharnaum civitatem Galilaeae ibique docebat illos sabbatis
Eftir þetta fór hann til Kapernaum, bæjar í Galíleu, og þar predikaði hann í samkomuhúsinu á hverjum helgidegi.
32 et stupebant in doctrina eius quia in potestate erat sermo ipsius
Hér fór á sömu leið, fólkið undraðist það sem hann sagði, því máttur fylgdi orðum hans.
33 et in synagoga erat homo habens daemonium inmundum et exclamavit voce magna
Eitt sinn, er Jesús var að kenna í samkomuhúsinu, fór maður, sem hafði illan anda, að hrópa að honum:
34 dicens sine quid nobis et tibi Iesu Nazarene venisti perdere nos scio te qui sis Sanctus Dei
„Farðu burt! Við viljum ekkert með þig hafa, Jesús frá Nasaret. Þú ert kominn til að granda okkur. Ég veit að þú ert hinn heilagi sonur Guðs.“
35 et increpavit illi Iesus dicens obmutesce et exi ab illo et cum proiecisset illum daemonium in medium exiit ab illo nihilque illum nocuit
Þá greip Jesús fram í fyrir illa andanum og sagði skipandi: „Hafðu hljótt um þig og farðu út.“Andinn fleygði þá manninum í gólfið í augsýn allra og yfirgaf hann án þess að valda honum tjóni.
36 et factus est pavor in omnibus et conloquebantur ad invicem dicentes quod est hoc verbum quia in potestate et virtute imperat inmundis spiritibus et exeunt
Fólkið varð forviða og spurði: „Hvaða vald býr í orðum þessa manns, fyrst illu andarnir hlýða honum!“
37 et divulgabatur fama de illo in omnem locum regionis
Fréttin um þetta breiddist eins og eldur í sinu um allt héraðið.
38 surgens autem de synagoga introivit in domum Simonis socrus autem Simonis tenebatur magnis febribus et rogaverunt illum pro ea
Þegar Jesús yfirgaf samkomuhúsið fór hann heim til Símonar. Þá var tengdamóðir Símonar þar rúmliggjandi með háan hita. Allir viðstaddir báðu Jesú að lækna hana.
39 et stans super illam imperavit febri et dimisit illam et continuo surgens ministrabat illis
Jesús gekk að rúmstokknum og hastaði á sótthitann, sem þá hvarf skyndilega, og hún fór á fætur og matreiddi handa þeim.
40 cum sol autem occidisset omnes qui habebant infirmos variis languoribus ducebant illos ad eum at ille singulis manus inponens curabat eos
Við sólarlag þetta kvöld komu þorpsbúar með sjúklinga til Jesú. Það skipti ekki máli hver sjúkdómurinn var, þegar Jesús snerti þá læknuðust þeir.
41 exiebant autem etiam daemonia a multis clamantia et dicentia quia tu es Filius Dei et increpans non sinebat ea loqui quia sciebant ipsum esse Christum
Sumir höfðu illa anda sem fóru út að skipun hans. Andar þessir æptu: „Þú ert sonur Guðs!“Þeir vissu að hann var Kristur, en hann þaggaði niður í þeim og leyfði þeim ekki að tala.
42 facta autem die egressus ibat in desertum locum et turbae requirebant eum et venerunt usque ad ipsum et detinebant illum ne discederet ab eis
Við sólarupprás morguninn eftir, lagði hann leið sína á óbyggðan stað. Mannfjöldinn leitaði hans um allt og fann hann loks. Fólkið bað hann að fara ekki burt frá Kapernaum,
43 quibus ille ait quia et aliis civitatibus oportet me evangelizare regnum Dei quia ideo missus sum
en því svaraði hann: „Ég verð líka að fara á fleiri staði og flytja þar gleðifréttirnar um að Guð sé nálægur með vald sitt og hjálp, því til þess var ég sendur.“
44 et erat praedicans in synagogis Galilaeae
Síðan hélt hann áfram ferð sinni og predikaði í samkomuhúsunum í Júdeu.