< Lucam 3 >
1 anno autem quintodecimo imperii Tiberii Caesaris procurante Pontio Pilato Iudaeam tetrarcha autem Galilaeae Herode Philippo autem fratre eius tetrarcha Itureae et Trachonitidis regionis et Lysania Abilinae tetrarcha
Á fimmtánda stjórnarári Tíberíusar keisara, komu boð frá Guði til Jóhannesar (Sakaríassonar) þar sem hann hafðist við úti í eyðimörkinni. Þegar þetta gerðist var Pílatus landstjóri í Júdeu, Heródes héraðsstjóri í Galíleu og bróðir hans, Filippus, í Átúreu og Trakónítis. Lýsanías var yfir Ablílene og Annas og Kaífas voru æðstuprestar.
2 sub principibus sacerdotum Anna et Caiapha factum est verbum Dei super Iohannem Zacchariae filium in deserto
3 et venit in omnem regionem Iordanis praedicans baptismum paenitentiae in remissionem peccatorum
Þá lagði Jóhannes leið sína til ýmissa staða beggja megin Jórdanar og bauð fólkinu að láta skírast og sýna með því að það hefði snúið sér frá syndinni og til Guðs, til að fá fyrirgefningu.
4 sicut scriptum est in libro sermonum Esaiae prophetae vox clamantis in deserto parate viam Domini rectas facite semitas eius
Þannig lýsti Jesaja spámaður Jóhannesi: „Rödd hrópar í auðninni: „Ryðjið Drottni veg! Fyllið upp dalina!
5 omnis vallis implebitur et omnis mons et collis humiliabitur et erunt prava in directa et aspera in vias planas
Jafnið fjöllin við jörðu! Gerið brautirnar beinar!
6 et videbit omnis caro salutare Dei
Og mannkynið allt mun sjá hjálpræði Guðs!““
7 dicebat ergo ad turbas quae exiebant ut baptizarentur ab ipso genimina viperarum quis ostendit vobis fugere a ventura ira
Hér er lítið sýnishorn af því sem Jóhannes sagði við fólkið þegar það kom til að láta skírast: „Þið höggormsafkvæmi! Þið viljið skírast, svo að þið komist hjá því að taka afleiðingum synda ykkar, en samt viljið þið ekki snúa ykkur til Guðs af heilum hug!
8 facite ergo fructus dignos paenitentiae et ne coeperitis dicere patrem habemus Abraham dico enim vobis quia potest Deus de lapidibus istis suscitare filios Abrahae
Nei, farið fyrst og sýnið með líferni ykkar að þið hafið í raun og veru tekið nýja stefnu. Þið skuluð ekki halda að ykkur sé borgið vegna þess að þið eruð afkomendur Abrahams, nei, það nægir ekki. Guð getur skapað Abrahamssyni af þessu grjóti!
9 iam enim securis ad radicem arborum posita est omnis ergo arbor non faciens fructum exciditur et in ignem mittitur
Öxi dómarans er reidd gegn ykkur og þið verðið höggvin upp frá rótum. Sérhvert tré, sem ekki ber góðan ávöxt, verður fellt og því kastað í eldinn.“
10 et interrogabant eum turbae dicentes quid ergo faciemus
„Hvað viltu að við gerum?“spurði fólkið.
11 respondens autem dicebat illis qui habet duas tunicas det non habenti et qui habet escas similiter faciat
„Sá sem á tvær skyrtur, gefi aðra fátækum og ef þið eigið umframbirgðir af mat, þá gefið þær hungruðum, “svaraði hann.
12 venerunt autem et publicani ut baptizarentur et dixerunt ad illum magister quid faciemus
Jafnvel skattheimtumenn, sem þekktir voru fyrir að stela, komu til að láta skírast. Þeir spurðu: „Með hverju getum við sýnt að við höfum iðrast synda okkar?“
13 at ille dixit ad eos nihil amplius quam quod constitutum est vobis faciatis
„Með því að vera heiðarlegir, “svaraði Jóhannes. „Gætið þess að taka ekki hærri skatta af fólkinu en rómversku yfirvöldin krefjast.“
14 interrogabant autem eum et milites dicentes quid faciemus et nos et ait illis neminem concutiatis neque calumniam faciatis et contenti estote stipendiis vestris
„En við, “sögðu nokkrir hermenn, „hvað með okkur?“Jóhannes svaraði: „Reynið ekki að komast yfir peninga með ógnunum og ofbeldi. Dæmið engan ranglega og látið ykkur nægja laun ykkar.“
15 existimante autem populo et cogitantibus omnibus in cordibus suis de Iohanne ne forte ipse esset Christus
Nú hafði vaknað eftirvænting hjá fólkinu og töldu margir jafnvel að Jóhannes væri Kristur.
16 respondit Iohannes dicens omnibus ego quidem aqua baptizo vos venit autem fortior me cuius non sum dignus solvere corrigiam calciamentorum eius ipse vos baptizabit in Spiritu Sancto et igni
En Jóhannes sagði: „Ég skíri aðeins með vatni, en bráðlega kemur sá sem hefur miklu meira vald en ég. Sannleikurinn er sá að ég er ekki einu sinni verður þess að vera þræll hans. Hann mun skíra ykkur með heilögum anda og eldi.
17 cuius ventilabrum in manu eius et purgabit aream suam et congregabit triticum in horreum suum paleas autem conburet igni inextinguibili
Hismið mun hann skilja frá korninu og brenna það í óslökkvandi eldi, en geyma kornið og setja í hlöður sínar.“
18 multa quidem et alia exhortans evangelizabat populum
Margar slíkar viðvaranir flutti Jóhannes fólkinu um leið og hann boðaði því gleðitíðindin.
19 Herodes autem tetrarcha cum corriperetur ab illo de Herodiade uxore fratris sui et de omnibus malis quae fecit Herodes
(En þegar Jóhannes gagnrýndi Heródes, landstjóra Galíleu, opinberlega fyrir að kvænast Heródías, konu bróður síns, og fyrir marga aðra óhæfu, lét Heródes varpa honum í fangelsi og jók þar með enn við syndir sínar.)
20 adiecit et hoc supra omnia et inclusit Iohannem in carcere
21 factum est autem cum baptizaretur omnis populus et Iesu baptizato et orante apertum est caelum
Dag einn bættist Jesús í þann stóra hóp, sem tók skírn hjá Jóhannesi. Á meðan hann var að biðjast fyrir, opnuðust himnarnir,
22 et descendit Spiritus Sanctus corporali specie sicut columba in ipsum et vox de caelo facta est tu es Filius meus dilectus in te conplacuit mihi
og heilagur andi kom yfir hann í dúfulíki. Þá heyrðist rödd af himni sem sagði: „Þú ert minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á.“
23 et ipse Iesus erat incipiens quasi annorum triginta ut putabatur filius Ioseph qui fuit Heli
Jesús var um þrítugt, þegar hann hóf starf sitt meðal fólksins. Almennt var litið á Jesú sem son Jósefs, Jósef var sonur Elí,
24 qui fuit Matthat qui fuit Levi qui fuit Melchi qui fuit Iannae qui fuit Ioseph
Elí var sonur Mattats, Mattat var sonur Leví, Leví var sonur Melkí, Melkí var sonur Jannaí, Jannaí var sonur Jósefs,
25 qui fuit Matthathiae qui fuit Amos qui fuit Naum qui fuit Esli qui fuit Naggae
Jósef var sonur Mattatíasar, Mattatías var sonur Amosar, Amos var sonur Naúms, Naúm var sonur Eslí, Eslí var sonur Naggaí,
26 qui fuit Maath qui fuit Matthathiae qui fuit Semei qui fuit Iosech qui fuit Ioda
Naggaí var sonur Maats, Maat var sonur Mattatíasar, Mattatías var sonur Semeíns, Semeín var sonur Jóseks, Jósek var sonur Jóda,
27 qui fuit Iohanna qui fuit Resa qui fuit Zorobabel qui fuit Salathihel qui fuit Neri
Jóda var sonur Jóhanans, Jóhanan var sonur Hresa, Hresa var sonur Serúbabels, Serúbabel var sonur Sealtíels, Sealtíel var sonur Nerí,
28 qui fuit Melchi qui fuit Addi qui fuit Cosam qui fuit Helmadam qui fuit Her
Nerí var sonur Melkí, Melkí var sonur Addí, Addí var sonur Kósams, Kósam var sonur Elmadams, Elmadam var sonur Ers,
29 qui fuit Iesu qui fuit Eliezer qui fuit Iorim qui fuit Matthat qui fuit Levi
Ers var sonur Jesú, Jesús var sonur Elíesers, Elíeser var sonur Jóríms, Jórím var sonur Mattats, Mattat var sonur Leví,
30 qui fuit Symeon qui fuit Iuda qui fuit Ioseph qui fuit Iona qui fuit Eliachim
Leví var sonur Símeons, Símeon var sonur Júda, Júda var sonur Jósefs, Jósef var sonur Jónams, Jónam var sonur Eljakíms,
31 qui fuit Melea qui fuit Menna qui fuit Matthata qui fuit Nathan qui fuit David
Eljakím var sonur Melea, Melea var sonur Menna, Menna var sonur Mattata, Mattata var sonur Natans, Natan var sonur Davíðs,
32 qui fuit Iesse qui fuit Obed qui fuit Booz qui fuit Salmon qui fuit Naasson
Davíð var sonur Ásaí, Ásaí var sonur Óbeðs, Óbeð var sonur Bóasar, Bóas var sonur Salmons, Salmon var sonur Nahsons,
33 qui fuit Aminadab qui fuit Aram qui fuit Esrom qui fuit Phares qui fuit Iudae
Nahson var sonur Ammínadabs, Ammínadab var sonur Arní, Arní var sonur Esroms, Esrom varsonur Peres, Peres var sonur Júda,
34 qui fuit Iacob qui fuit Isaac qui fuit Abraham qui fuit Thare qui fuit Nachor
Júda var sonur Jakobs, Jakob var sonur Ásaks, Ásak var sonur Abrahams, Abraham var sonur Tara, Tara var sonur Nakórs,
35 qui fuit Seruch qui fuit Ragau qui fuit Phalec qui fuit Eber qui fuit Sale
Nakór var sonur Serúks, Serúk var sonur Reús, Reú var sonur Peleks, Pelek var sonur Ebers, Eber var sonur Sela,
36 qui fuit Cainan qui fuit Arfaxat qui fuit Sem qui fuit Noe qui fuit Lamech
Sela var sonur Kenans, Kenan var sonur Arpaksads, Arpaksad var sonur Sems, Sem var sonur Nóa,
37 qui fuit Mathusalae qui fuit Enoch qui fuit Iared qui fuit Malelehel qui fuit Cainan
Nói var sonur Lameks, Lamek var sonur Metúsala, Metúsala var sonur Enoks, Enok var sonur Jareds, Jared var sonur Mahalalels, Mahalalel var sonur Kenans,
38 qui fuit Enos qui fuit Seth qui fuit Adam qui fuit Dei
Kenan var sonur Enoss, Enos var sonur Sets, Set var sonur Adams og faðir Adams var Guð.