< Lucam 23 >

1 et surgens omnis multitudo eorum duxerunt illum ad Pilatum
Síðan lagði allt ráðið af stað með Jesú til Pílatusar landstjóra.
2 coeperunt autem accusare illum dicentes hunc invenimus subvertentem gentem nostram et prohibentem tributa dari Caesari et dicentem se Christum regem esse
Er þangað kom, byrjuðu þeir strax að ákæra hann: „Þessi maður var að leiða þjóðina afvega. Hann segir að enginn eigi að borga skatta til rómversku yfirvaldanna og sjálfur segist hann vera Kristur konungurinn.“
3 Pilatus autem interrogavit eum dicens tu es rex Iudaeorum at ille respondens ait tu dicis
„Ert þú Kristur – konungur þeirra?“spurði Pílatus. „Já, “svaraði Jesús, „það er eins og þú segir.“
4 ait autem Pilatus ad principes sacerdotum et turbas nihil invenio causae in hoc homine
Þá sneri Pílatus sér að æðstu prestunum og mannfjöldanum og sagði: „Ég finn alls enga sök hjá honum.“
5 at illi invalescebant dicentes commovet populum docens per universam Iudaeam et incipiens a Galilaea usque huc
Þá æstust þeir um allan helming og sögðu: „Hann æsir til andófs gegn yfirvöldunum hvar sem hann fer, um allt skattlandið, allt frá Galíleu þar sem hann byrjaði og hingað til Jerúsalem.“
6 Pilatus autem audiens Galilaeam interrogavit si homo Galilaeus esset
„Er hann frá Galíleu?“spurði Pílatus.
7 et ut cognovit quod de Herodis potestate esset remisit eum ad Herodem qui et ipse Hierosolymis erat illis diebus
Þegar þeir játuðu því, sagði hann þeim að fara með Jesú til Heródesar konungs, því að Galílea væri lögsagnarumdæmi hans. Og þannig vildi til að Heródes var staddur í Jerúsalem um þetta leyti.
8 Herodes autem viso Iesu gavisus est valde erat enim cupiens ex multo tempore videre eum eo quod audiret multa de illo et sperabat signum aliquod videre ab eo fieri
Heródesi þótti gaman að fá tækifæri til að sjá Jesú, því að hann hafði heyrt margt um hann og vonaðist til að sjá hann gera kraftaverk.
9 interrogabat autem illum multis sermonibus at ipse nihil illi respondebat
Hann spurði Jesú fjölmargra spurninga, en fékk ekkert svar.
10 stabant etiam principes sacerdotum et scribae constanter accusantes eum
Á meðan stóðu æðstu prestarnir og hinir trúarleiðtogarnir þar hjá og ákærðu hann harðlega.
11 sprevit autem illum Herodes cum exercitu suo et inlusit indutum veste alba et remisit ad Pilatum
Síðan tóku Heródes og hermenn hans að hæða Jesú og spotta. Þeir klæddu hann í konunglega skikkju og sendu hann síðan aftur til Pílatusar.
12 et facti sunt amici Herodes et Pilatus in ipsa die nam antea inimici erant ad invicem
Þennan dag urðu Heródes og Pílatus vinir – en áður höfðu þeir verið svarnir óvinir.
13 Pilatus autem convocatis principibus sacerdotum et magistratibus et plebe
Nú kallaði Pílatus saman æðstu prestana og leiðtoga Gyðinganna, ásamt fólkinu
14 dixit ad illos obtulistis mihi hunc hominem quasi avertentem populum et ecce ego coram vobis interrogans nullam causam inveni in homine isto ex his in quibus eum accusatis
og kunngjörði úrskurð sinn: „Þið komuð hingað með þennan mann og ákærðuð hann fyrir að stjórna uppreisn gegn rómversku yfirvöldunum. Ég hef rannsakað mál hans gaumgæfilega og komist að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus.
15 sed neque Herodes nam remisi vos ad illum et ecce nihil dignum morte actum est ei
Heródes er mér sammála og hann sendi hann aftur til okkar. Þessi maður hefur ekkert gert sem dauða er vert.
16 emendatum ergo illum dimittam
Ég ætla því að láta húðstrýkja hann og sleppa honum síðan, enda er venja að náða einn fanga á páskunum.“
17 necesse autem habebat dimittere eis per diem festum unum
18 exclamavit autem simul universa turba dicens tolle hunc et dimitte nobis Barabban
Þá kvað við hávært óp frá mannþyrpingunni – allir hrópuðu sem einn maður: „Burt með hann! Krossfestu hann! En slepptu Barrabasi.“
19 qui erat propter seditionem quandam factam in civitate et homicidium missus in carcerem
(Barrabas sat í fangelsi fyrir að vekja uppþot í Jerúsalem gegn yfirvöldunum og fyrir manndráp.)
20 iterum autem Pilatus locutus est ad illos volens dimittere Iesum
Pílatus reyndi nú að sannfæra þá, því að hann vildi sleppa Jesú
21 at illi succlamabant dicentes crucifige crucifige illum
en þeir hrópuðu á móti: „Krossfestu hann! Krossfestu hann!“
22 ille autem tertio dixit ad illos quid enim mali fecit iste nullam causam mortis invenio in eo corripiam ergo illum et dimittam
Enn einu sinni – í þriðja sinn – spurði Pílatus ákveðinn: „Hvers vegna? Hvaða glæp hefur hann drýgt? Ég sé enga ástæðu til að dæma hann til dauða. Ég ætla því að láta húðstrýkja hann og sleppa honum síðan.“
23 at illi instabant vocibus magnis postulantes ut crucifigeretur et invalescebant voces eorum
Þá heimtuðu þeir aftur að Jesús yrði krossfestur og urðu hróp þeirra svo hávær að þau yfirgnæfðu allt annað.
24 et Pilatus adiudicavit fieri petitionem eorum
Þá dæmdi Pílatus Jesú til dauða, eins og fólkið krafðist,
25 dimisit autem illis eum qui propter homicidium et seditionem missus fuerat in carcerem quem petebant Iesum vero tradidit voluntati eorum
en sleppti Barrabasi samkvæmt ósk þess – manninum sem sat í fangelsi fyrir óeirðir og manndráp. Síðan afhenti hann þeim Jesú, svo að þeir gætu gert við hann það sem þeir vildu.
26 et cum ducerent eum adprehenderunt Simonem quendam Cyrenensem venientem de villa et inposuerunt illi crucem portare post Iesum
Þegar hópurinn var lagður af stað með Jesú til aftökustaðarins, var maður sem var að koma utan úr sveit, Símon frá Kýrene, þvingaður til að bera kross hans.
27 sequebatur autem illum multa turba populi et mulierum quae plangebant et lamentabant eum
Mikill mannfjöldi fylgdi á eftir, þar á meðal margar grátandi konur.
28 conversus autem ad illas Iesus dixit filiae Hierusalem nolite flere super me sed super vos ipsas flete et super filios vestros
Jesús sneri sér við og sagði við þær: „Jerúsalemdætur, þið skuluð ekki gráta mín vegna, heldur vegna ykkar sjálfra og barna ykkar.
29 quoniam ecce venient dies in quibus dicent beatae steriles et ventres qui non genuerunt et ubera quae non lactaverunt
Þeir dagar munu koma er barnlausar konur verða taldar heppnar.
30 tunc incipient dicere montibus cadite super nos et collibus operite nos
Þá munu menn biðja fjöllin um að hrynja yfir sig og hæðirnar að hylja sig,
31 quia si in viridi ligno haec faciunt in arido quid fiet
því að ef þetta er gert við mig, hið lifandi tré, hvernig mun þá fara fyrir ykkur.“
32 ducebantur autem et alii duo nequam cum eo ut interficerentur
Ásamt Jesú voru tveir afbrotamenn leiddir til aftökustaðarins sem hét „Hauskúpa“. Þar voru þeir allir krossfestir, Jesús í miðið, en hinir tveir sinn til hvorrar handar.
33 et postquam venerunt in locum qui vocatur Calvariae ibi crucifixerunt eum et latrones unum a dextris et alterum a sinistris
34 Iesus autem dicebat Pater dimitte illis non enim sciunt quid faciunt dividentes vero vestimenta eius miserunt sortes
Þá sagði Jesús: „Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera.“Hermennirnir köstuðu nú hlutkesti um föt Jesú, eina flík í senn.
35 et stabat populus expectans et deridebant illum principes cum eis dicentes alios salvos fecit se salvum faciat si hic est Christus Dei electus
Fólkið stóð og fylgdist með, en leiðtogar þjóðarinnar gerðu gys að honum og sögðu: „Hann gat hjálpað öðrum, en nú ætti hann að hjálpa sjálfum sér og sanna með því að hann sé í raun og veru Kristur, útvalinn konungur Guðs.“
36 inludebant autem ei et milites accedentes et acetum offerentes illi
Hermennirnir hæddu hann líka með því að rétta honum súrt vín að drekka.
37 dicentes si tu es rex Iudaeorum salvum te fac
Þeir hrópuðu: „Ef þú ert konungur Gyðinga, bjargaðu þá sjálfum þér.“
38 erat autem et superscriptio inscripta super illum litteris graecis et latinis et hebraicis hic est rex Iudaeorum
Fyrir ofan hann var neglt spjald á krossinn. Þar stóð: „Þessi er konungur Gyðinga.“
39 unus autem de his qui pendebant latronibus blasphemabat eum dicens si tu es Christus salvum fac temet ipsum et nos
Annar afbrotamannanna, sem hékk við hlið hans, sendi honum háðsglósu og sagði: „Svo þú ert Kristur, er það ekki? Sannaðu það þá með því að bjarga sjálfum þér – og okkur.“
40 respondens autem alter increpabat illum dicens neque tu times Deum quod in eadem damnatione es
Hinn glæpamaðurinn mótmælti þeim fyrri og sagði: „Óttastu ekki einu sinni Guð á dauðastundinni? Við höfum unnið til þessarar þungu refsingar, en þessi maður hefur ekkert rangt aðhafst.“
41 et nos quidem iuste nam digna factis recipimus hic vero nihil mali gessit
42 et dicebat ad Iesum Domine memento mei cum veneris in regnum tuum
Síðan sneri hann sér að Jesú og sagði: „Jesú, minnstu mín þegar þú kemur í ríki þitt.“
43 et dixit illi Iesus amen dico tibi hodie mecum eris in paradiso
Jesús svaraði: „Ég lofa þér því, að í dag skaltu vera með mér í Paradís.“
44 erat autem fere hora sexta et tenebrae factae sunt in universa terra usque in nonam horam
Nú var komið hádegi, en þá varð dimmt um allt landið fram til klukkan þrjú,
45 et obscuratus est sol et velum templi scissum est medium
því að sólin myrkvaðist. Þá gerðist það að fortjaldið í musterinu rifnaði í tvennt.
46 et clamans voce magna Iesus ait Pater in manus tuas commendo spiritum meum et haec dicens exspiravit
Þá hrópaði Jesús: „Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn, “og að svo mæltu dó hann.
47 videns autem centurio quod factum fuerat glorificavit Deum dicens vere hic homo iustus erat
Þegar rómverski herforinginn, sem stjórnaði aftökunum, sá hvað gerðist, varð hann hræddur og sagði: „Ég er viss um að þessi maður hefur verið saklaus.“
48 et omnis turba eorum qui simul aderant ad spectaculum istud et videbant quae fiebant percutientes pectora sua revertebantur
Þegar fólkið, sem kom til að fylgjast með krossfestingunni, sá að Jesús var dáinn, fór það heim harmi slegið.
49 stabant autem omnes noti eius a longe et mulieres quae secutae erant eum a Galilaea haec videntes
Meðan þetta gerðist, stóðu vinir Jesú og konurnar, sem fylgt höfðu honum frá Galíleu, álengdar og fylgdust með.
50 et ecce vir nomine Ioseph qui erat decurio vir bonus et iustus
Maður nokkur frá Arímaþeu, Jósef að nafni, kunnur ráðherra, fór til Pílatusar og bað um líkama Jesú. Hann var guðrækinn maður, sem vænti komu Krists og hafði verið ósammála hinum um hvað gera skyldi við Jesú.
51 hic non consenserat consilio et actibus eorum ab Arimathia civitate Iudaeae qui expectabat et ipse regnum Dei
52 hic accessit ad Pilatum et petiit corpus Iesu
53 et depositum involvit sindone et posuit eum in monumento exciso in quo nondum quisquam positus fuerat
Hann tók því líkama Jesú niður af krossinum og vafði í léreftsdúk og lagði síðan í nýja gröf sem höggvin hafði verið í klett.
54 et dies erat parasceves et sabbatum inlucescebat
Þetta gerðist síðdegis á föstudegi, aðfangadegi páska, á sama tíma og fólk var að undirbúa hátíðina.
55 subsecutae autem mulieres quae cum ipso venerant de Galilaea viderunt monumentum et quemadmodum positum erat corpus eius
Konurnar sáu er líkaminn var tekinn niður og fylgdust með þegar hann var lagður í gröfina.
56 et revertentes paraverunt aromata et unguenta et sabbato quidem siluerunt secundum mandatum
Síðan fóru þær heim og tilreiddu kryddjurtir og smyrsl til að smyrja hann með. Í þann mund er þær höfðu lokið verki sínu, gekk hátíðin í garð. Þær héldu kyrru fyrir það kvöld og næsta dag, eins og krafist var í lögunum.

< Lucam 23 >