< Lucam 22 >
1 adpropinquabat autem dies festus azymorum qui dicitur pascha
Nú voru páskarnir í nánd. Þeir eru mesta hátíð Gyðinga og þá eru einungis borðuð ósýrð brauð.
2 et quaerebant principes sacerdotum et scribae quomodo eum interficerent timebant vero plebem
Æðstu prestarnir og fræðimennirnir voru að velta því fyrir sér hvernig þeir gætu ráðið Jesú af dögum. En þeir óttuðust að fólkið svaraði með því að gera uppreisn.
3 intravit autem Satanas in Iudam qui cognominatur Scarioth unum de duodecim
Þegar þetta var fór Satan í Júdas Ískaríot, einn af þeim tólf.
4 et abiit et locutus est cum principibus sacerdotum et magistratibus quemadmodum illum traderet eis
Júdas kom að máli við æðstu prestana og varðstjóra musterisins til að ræða um hvernig hann ætti að koma Jesú í hendur þeirra.
5 et gavisi sunt et pacti sunt pecuniam illi dare
Þeir urðu glaðir þegar þeir heyrðu að hann væri fús að hjálpa þeim og hétu honum launum.
6 et spopondit et quaerebat oportunitatem ut traderet illum sine turbis
Upp frá þessu beið Júdas eftir hentugu tækifæri til að handtaka Jesú í kyrrþey þegar fólkið væri hvergi nærri.
7 venit autem dies azymorum in qua necesse erat occidi pascha
Dagurinn fyrir páska rann upp – dagur ósýrðu brauðanna – en þá átti að slátra páskalambinu og borða það með ósýrða brauðinu.
8 et misit Petrum et Iohannem dicens euntes parate nobis pascha ut manducemus
Jesús sendi Pétur og Jóhannes af stað til að finna húsnæði þar sem þeir gætu undirbúið páskamáltíðina.
9 at illi dixerunt ubi vis paremus
„Hvert viltu að við förum?“spurðu þeir.
10 et dixit ad eos ecce introeuntibus vobis in civitatem occurret vobis homo amphoram aquae portans sequimini eum in domum in qua intrat
„Þegar þið komið inn í Jerúsalem, “svaraði Jesús, „mun mæta ykkur maður sem ber vatnskrús. Fylgið honum eftir þangað sem hann fer
11 et dicetis patri familias domus dicit tibi magister ubi est diversorium ubi pascha cum discipulis meis manducem
og segið húsráðanda þar: „Við erum með skilaboð frá meistara okkar, um að þú sýnir okkur herbergið þar sem hann geti snætt páskamáltíðina með lærisveinum sínum.“
12 et ipse vobis ostendet cenaculum magnum stratum et ibi parate
Þá mun hann fara með ykkur upp í stórt herbergi sem okkur er ætlað. Það er staðurinn. Farið nú og undirbúið máltíðina.“
13 euntes autem invenerunt sicut dixit illis et paraverunt pascha
Þeir fóru til borgarinnar og fundu allt eins og Jesús hafði sagt og undirbjuggu páskamáltíðina.
14 et cum facta esset hora discubuit et duodecim apostoli cum eo
Á tilsettum tíma kom Jesús og settist til borðs og postularnir með honum.
15 et ait illis desiderio desideravi hoc pascha manducare vobiscum antequam patiar
Hann sagði: „Ég hef innilega þráð að neyta þessarar páskamáltíðar með ykkur áður en ég líð,
16 dico enim vobis quia ex hoc non manducabo illud donec impleatur in regno Dei
því að það segi ég ykkur að ég mun ekki neyta hennar aftur, fyrr en hún fullkomnast í guðsríki.“
17 et accepto calice gratias egit et dixit accipite et dividite inter vos
Þá tók Jesús bikar, flutti þakkarbæn og sagði: „Takið þetta og skiptið því á milli ykkar.
18 dico enim vobis quod non bibam de generatione vitis donec regnum Dei veniat
Ég mun ekki drekka vín á ný fyrr en guðsríki er komið.“
19 et accepto pane gratias egit et fregit et dedit eis dicens hoc est corpus meum quod pro vobis datur hoc facite in meam commemorationem
Og hann tók brauð, þakkaði Guði og braut það í sundur, fékk þeim og sagði: „Þetta er líkami minn, sem fyrir ykkur er gefinn, gerið þetta í mína minningu.“
20 similiter et calicem postquam cenavit dicens hic est calix novum testamentum in sanguine meo quod pro vobis funditur
Á sama hátt tók hann bikarinn eftir kvöldmáltíðina og mælti: „Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði sem fyrir ykkur er úthellt.
21 verumtamen ecce manus tradentis me mecum est in mensa
Sá er svíkur mig, situr hér til borðs með mér.
22 et quidem Filius hominis secundum quod definitum est vadit verumtamen vae illi homini per quem traditur
Að vísu verð ég að deyja, það er liður í áætlun Guðs, en vei þeim manni sem veldur því að ég verð framseldur.“
23 et ipsi coeperunt quaerere inter se quis esset ex eis qui hoc facturus esset
Þá fóru lærisveinarnir að þrátta sín á milli um það hver þeirra gæti fengið sig til slíks,
24 facta est autem et contentio inter eos quis eorum videretur esse maior
og líka um það hver þeirra gæti talist mestur.
25 dixit autem eis reges gentium dominantur eorum et qui potestatem habent super eos benefici vocantur
Þá sagði Jesús: „Konungar þjóðanna drottna yfir þeim og þeir sem láta menn kenna á valdi sínu eru nefndir velgjörðamenn.
26 vos autem non sic sed qui maior est in vobis fiat sicut iunior et qui praecessor est sicut ministrator
En meðal ykkar er sá mestur sem þjónar hinum.
27 nam quis maior est qui recumbit an qui ministrat nonne qui recumbit ego autem in medio vestrum sum sicut qui ministrat
Í heiminum er það foringinn sem situr við borðið og þjónar hans ganga um beina. En hjá okkur er þetta öðruvísi. Ég þjóna ykkur.
28 vos autem estis qui permansistis mecum in temptationibus meis
Þið hafið ekki brugðist mér þennan erfiða tíma.
29 et ego dispono vobis sicut disposuit mihi Pater meus regnum
En eins og faðir minn hefur gefið mér ríki sitt, eins gef ég ykkur það svo að þið getið
30 ut edatis et bibatis super mensam meam in regno et sedeatis super thronos iudicantes duodecim tribus Israhel
etið og drukkið við borð mitt í ríki mínu. Þið munuð sitja í hásætum og dæma hinar tólf ættkvíslir Ísraels.
31 ait autem Dominus Simon Simon ecce Satanas expetivit vos ut cribraret sicut triticum
Símon, Símon, Satan krafðist þín til að sigta þig eins og hveiti,
32 ego autem rogavi pro te ut non deficiat fides tua et tu aliquando conversus confirma fratres tuos
en ég hef beðið þess að trú þína þrjóti ekki að fullu og öllu. Styrk þú bræður þína þegar þú hefur iðrast og snúið aftur til mín.“
33 qui dixit ei Domine tecum paratus sum et in carcerem et in mortem ire
Símon svaraði: „Drottinn, ég er reiðubúinn að fara með þér í fangelsi og jafnvel deyja með þér.“
34 et ille dixit dico tibi Petre non cantabit hodie gallus donec ter abneges nosse me
„Pétur, “svaraði Jesús, „ég skal segja þér nokkuð. Haninn mun ekki gala í dag fyrr en þú hefur þrisvar neitað því að þú þekkir mig.“
35 et dixit eis quando misi vos sine sacculo et pera et calciamentis numquid aliquid defuit vobis at illi dixerunt nihil
Og Jesús hélt áfram og sagði: „Þegar ég sendi ykkur í predikunarferðir, peningalausa, nestislausa og án þess að þið hefðuð skó til skiptanna, skorti ykkur þá nokkuð?“„Nei, ekkert, “svöruðu þeir.
36 dixit ergo eis sed nunc qui habet sacculum tollat similiter et peram et qui non habet vendat tunicam suam et emat gladium
„En núna“sagði hann, „skuluð þið taka með ykkur nestispoka, ef þið eigið, og peninga. Ef þið eigið ekkert sverð, þá seljið jafnvel fötin ykkar til að geta keypt sverð.
37 dico enim vobis quoniam adhuc hoc quod scriptum est oportet impleri in me et quod cum iniustis deputatus est etenim ea quae sunt de me finem habent
Þetta segi ég, því að nú er þessi spádómur að rætast: „Hann mun dæmdur sem afbrotamaður.“Allt sem spámennirnir skrifuðu um mig mun rætast.“
38 at illi dixerunt Domine ecce gladii duo hic at ille dixit eis satis est
„Meistari“svöruðu þeir, „við höfum hérna tvö sverð.“„Það er nóg, “svaraði hann.
39 et egressus ibat secundum consuetudinem in montem Olivarum secuti sunt autem illum et discipuli
Síðan yfirgaf Jesús loftherbergið í fylgd lærisveinanna og fór eftir venju út til Olíufjallsins.
40 et cum pervenisset ad locum dixit illis orate ne intretis in temptationem
Þegar þangað kom sagði hann: „Biðjið Guð að þið fallið ekki í freistni.“
41 et ipse avulsus est ab eis quantum iactus est lapidis et positis genibus orabat
Hann fór spölkorn frá þeim, kraup niður og bað: „Faðir, ef þú vilt, þá taktu þennan bikar frá mér. Verði þó ekki minn vilji, heldur þinn.“
42 dicens Pater si vis transfer calicem istum a me verumtamen non mea voluntas sed tua fiat
43 apparuit autem illi angelus de caelo confortans eum et factus in agonia prolixius orabat
Þá birtist honum engill af himni sem styrkti hann.
44 et factus est sudor eius sicut guttae sanguinis decurrentis in terram
Því að hann var í slíkri dauðans angist að sviti hans varð eins og blóðdropar sem féllu á jörðina og bæn hans varð enn ákafari.
45 et cum surrexisset ab oratione et venisset ad discipulos suos invenit eos dormientes prae tristitia
Að lokum stóð hann upp, gekk til lærisveinanna og fann þá sofandi. Þeir höfðu sofnað af þreytu og hryggð.
46 et ait illis quid dormitis surgite orate ne intretis in temptationem
„Hví sofið þið?“spurði hann, „Rísið upp og biðjið þess að þið fallið ekki fyrir freistingunni.“
47 adhuc eo loquente ecce turba et qui vocabatur Iudas unus de duodecim antecedebat eos et adpropinquavit Iesu ut oscularetur eum
Hann hafði ekki sleppt orðinu, er hóp manna bar þar að. Fremstur gekk Júdas, einn postulanna. Hann gekk til Jesú og kyssti hann vingjarnlega á kinnina.
48 Iesus autem dixit ei Iuda osculo Filium hominis tradis
Jesús sagði við hann: „Júdas, svíkur þú mig með kossi.“
49 videntes autem hii qui circa ipsum erant quod futurum erat dixerunt ei Domine si percutimus in gladio
Þegar lærisveinarnir ellefu skildu hvað um var að vera, hrópuðu þeir: „Meistari, eigum við að berjast? Við tókum sverðin með okkur.“
50 et percussit unus ex illis servum principis sacerdotum et amputavit auriculam eius dextram
Einn þeirra brá sverði og hjó hægra eyrað af þjóni æðsta prestsins.
51 respondens autem Iesus ait sinite usque huc et cum tetigisset auriculam eius sanavit eum
En Jesús sagði: „Sýnið enga frekari mótstöðu.“Síðan snerti hann sárið og læknaði eyrað.
52 dixit autem Iesus ad eos qui venerant ad se principes sacerdotum et magistratus templi et seniores quasi ad latronem existis cum gladiis et fustibus
Jesús sneri sér nú að æðstu prestunum, varðforingjum musterisins og trúarleiðtogum, sem fremstir stóðu, og spurði: „Er ég þá ræningi? Hvers vegna komið þið með sverð og kylfur til að handsama mig?
53 cum cotidie vobiscum fuerim in templo non extendistis manus in me sed haec est hora vestra et potestas tenebrarum
Af hverju handtókuð þið mig ekki í musterinu? Þar var ég daglega. En þetta er ykkar tími og vald myrkraaflanna.“
54 conprehendentes autem eum duxerunt ad domum principis sacerdotum Petrus vero sequebatur a longe
Þá gripu þeir Jesú og leiddu til bústaðar æðsta prestsins. Pétur fylgdi í humátt á eftir.
55 accenso autem igni in medio atrio et circumsedentibus illis erat Petrus in medio eorum
Hermennirnir kveiktu bál í húsagarðinum og settust umhverfis það til að hlýja sér, en Pétur smeygði sér inn í hópinn svo lítið bar á.
56 quem cum vidisset ancilla quaedam sedentem ad lumen et eum fuisset intuita dixit et hic cum illo erat
Við bjarmann frá eldinum tók ein þjónustustúlkan eftir honum og gaf honum nánar gætur. Loks sagði hún: „Þessi maður var með Jesú.“
57 at ille negavit eum dicens mulier non novi illum
„Nei, kona góð, “svaraði Pétur, „þann mann þekki ég alls ekki.“
58 et post pusillum alius videns eum dixit et tu de illis es Petrus vero ait o homo non sum
Stuttu seinna tók einhver annar eftir honum og sagði: „Þú hlýtur að vera einn af þeim.“„Nei, herra minn, það er ég ekki, “svaraði Pétur.
59 et intervallo facto quasi horae unius alius quidam adfirmabat dicens vere et hic cum illo erat nam et Galilaeus est
Um það bil klukkustundu síðar fullyrti enn einn þetta og sagði: „Ég veit að þessi maður er einn af lærisveinum Jesú, því að þeir eru báðir frá Galíleu.“
60 et ait Petrus homo nescio quod dicis et continuo adhuc illo loquente cantavit gallus
„Góði maður“svaraði Pétur, „ég skil bara alls ekki hvað þú ert að tala um.“En áður en hann hafði sleppt orðinu gól hani.
61 et conversus Dominus respexit Petrum et recordatus est Petrus verbi Domini sicut dixit quia priusquam gallus cantet ter me negabis
Á sömu stundu sneri Jesús sér við og leit til Péturs. Þá minntist Pétur orða Jesú: „Áður en haninn galar í dag, muntu þrisvar afneita mér.“
62 et egressus foras Petrus flevit amare
Þá gekk Pétur út fyrir og grét sárt.
63 et viri qui tenebant illum inludebant ei caedentes
Verðirnir sem gættu Jesú, tóku nú að hæða hann. Þeir bundu fyrir augu hans, slógu hann með hnefunum og spurðu: „Hver sló þig núna, spámaður?“
64 et velaverunt eum et percutiebant faciem eius et interrogabant eum dicentes prophetiza quis est qui te percussit
65 et alia multa blasphemantes dicebant in eum
Síðan smánuðu þeir hann á allan hátt.
66 et ut factus est dies convenerunt seniores plebis et principes sacerdotum et scribae et duxerunt illum in concilium suum dicentes si tu es Christus dic nobis
Í morgunsárið kom hæstiréttur Gyðinga saman. Í honum voru meðal annars æðstu prestarnir og aðrir trúarleiðtogar þjóðarinnar. Jesús var nú leiddur fram fyrir þetta ráð
67 et ait illis si vobis dixero non creditis mihi
og spurður hvort hann héldi því fram að hann væri Kristur. „Þó ég segi ykkur það“svaraði hann, „þá trúið þið mér ekki og munuð ekki heldur leyfa mér að flytja mál mitt.
68 si autem et interrogavero non respondebitis mihi neque dimittetis
69 ex hoc autem erit Filius hominis sedens a dextris virtutis Dei
En innan skamms mun ég, Kristur, setjast í hásæti við hlið almáttugs Guðs.“
70 dixerunt autem omnes tu ergo es Filius Dei qui ait vos dicitis quia ego sum
„Með þessu ertu að fullyrða að þú sért sonur Guðs, “hrópuðu þeir. „Já“svaraði hann, „ég er hann.“
71 at illi dixerunt quid adhuc desideramus testimonium ipsi enim audivimus de ore eius
„Við þurfum ekki fleiri vitni!“æptu þeir. „Við höfum sjálfir heyrt hann segja það.“