< Hebræos 7 >
1 hic enim Melchisedech rex Salem sacerdos Dei summi qui obviavit Abrahae regresso a caede regum et benedixit ei
Melkísedek þessi var konungur í borginni Salem og jafnframt prestur hins hæsta Guðs. Eitt sinn, er Abraham var á heimleið eftir að hafa unnið mikla orustu við marga konunga, kom Melkísedek til móts við hann og blessaði hann.
2 cui decimas omnium divisit Abraham primum quidem qui interpretatur rex iustitiae deinde autem et rex Salem quod est rex pacis
Tók þá Abraham tíund af öllu herfanginu og gaf Melkísedek. Nafnið Melkísedek þýðir „konungur réttlætisins“. Hann er einnig friðarkonungur, því að Salem, nafnið á borg hans, merkir „friður“.
3 sine patre sine matre sine genealogia neque initium dierum neque finem vitae habens adsimilatus autem Filio Dei manet sacerdos in perpetuum
Melkísedek átti hvorki föður né móður og ættartala hans er ekki til. Ævi hans er bæði án upphafs og endis, en líf hans er sem líf Guðs sonar – hann er prestur að eilífu.
4 intuemini autem quantus sit hic cui et decimam dedit de praecipuis Abraham patriarcha
Virðum nú fyrir okkur tign Melkísedeks: (a) Tign Melkísedeks sést á því að Abraham, hinn virðulegi forfaðir Guðs útvöldu þjóðar, gaf honum tíund af herfanginu, sem hann tók af konungunum sem hann hafði barist við.
5 et quidem de filiis Levi sacerdotium accipientes mandatum habent decimas sumere a populo secundum legem id est a fratribus suis quamquam et ipsi exierunt de lumbis Abrahae
Þetta væri skiljanlegt hefði Melkísedek verið Gyðingaprestur, því að síðar var þess krafist með lögum af þjóð Guðs að hún legði fram gjafir til stuðnings prestunum, því að þeir tilheyrðu þjóðinni.
6 cuius autem generatio non adnumeratur in eis decimas sumpsit Abraham et hunc qui habebat repromissiones benedixit
Nú var Melkísedek ekki Gyðingaættar, en þrátt fyrir það gaf Abraham honum gjafir. (b) Melkísedek blessaði hinn volduga Abraham
7 sine ulla autem contradictione quod minus est a meliore benedicitur
og eins og allir vita, þá er sá meiri, sem vald hefur til að blessa, en sá er hlýtur blessunina.
8 et hic quidem decimas morientes homines accipiunt ibi autem contestatus quia vivit
(c) Prestar Gyðinga tóku við tíund, og það þótt dauðlegir væru, en okkur er sagt að Melkísedek lifi áfram.
9 et ut ita dictum sit per Abraham et Levi qui decimas accipit decimatus est
(d) Það mætti jafnvel segja að sjálfur Leví (forfaðir allra Gyðingapresta – allra sem taka við tíund) hafi greitt Melkísedek tíund með höndum Abrahams.
10 adhuc enim in lumbis patris erat quando obviavit ei Melchisedech
Því að þótt Leví væri þá ekki fæddur – þegar Abraham greiddi Melkísedek tíundina – þá var efnið samt til í Abraham, sem Leví var síðar myndaður af.
11 si ergo consummatio per sacerdotium leviticum erat populus enim sub ipso legem accepit quid adhuc necessarium secundum ordinem Melchisedech alium surgere sacerdotem et non secundum ordinem Aaron dici
(e) Ef Gyðingaprestarnir og lög þeirra hefðu getað frelsað okkur, hvers vegna var þá Guð að senda Krist, sem prest á borð við Melkísedek? Hefði honum ekki nægt að senda einhvern sem hefði haft sömu tign og Aron – það er að segja þá tign, sem allir Gyðingaprestarnir höfðu?
12 translato enim sacerdotio necesse est ut et legis translatio fiat
Þegar Guð stofnar nýjan prestdóm, verður hann að breyta lögum sínum til þess að slíkt sé unnt. Eins og við vitum var Kristur ekki af ætt Leví, prestaættinni, heldur af ætt Júda, en sú ætt hafði ekki verið valin til prestþjónustu; Móse hafði aldrei falið henni slíkt.
13 in quo enim haec dicuntur de alia tribu est de qua nullus altario praesto fuit
14 manifestum enim quod ex Iuda ortus sit Dominus noster in qua tribu nihil de sacerdotibus Moses locutus est
15 et amplius adhuc manifestum est si secundum similitudinem Melchisedech exsurgit alius sacerdos
Af þessu getum við glögglega séð að Guð breytti til. Nýi æðsti presturinn, Kristur – prestur á borð við Melkísedek –
16 qui non secundum legem mandati carnalis factus est sed secundum virtutem vitae insolubilis
varð ekki prestur vegna þess að hann uppfyllti þau gömlu skilyrði að vera af ætt Leví, heldur vegna þess að líf og kraftur streymdu út frá honum.
17 contestatur enim quoniam tu es sacerdos in aeternum secundum ordinem Melchisedech (aiōn )
Þetta bendir sálmaskáldið á er hann segir um Krist: „Þú ert prestur að eilífu á borð við Melkísedek.“ (aiōn )
18 reprobatio quidem fit praecedentis mandati propter infirmitatem eius et inutilitatem
Þessi gamla prestþjónusta, sem grundvölluð var á ættartengslum, var lögð niður, því að hún dugði ekki til. Hún var vanmáttug og kom ekki að gagni við að frelsa fólk.
19 nihil enim ad perfectum adduxit lex introductio vero melioris spei per quam proximamus ad Deum
Í raun og veru gátu lögin og þessi prestþjónusta ekki réttlætt neinn mann í augum Guðs. Við eigum hins vegar betri von, því að Kristur gerir okkur þóknanleg í augum Guðs og opnar okkur leiðina til hans.
20 et quantum est non sine iureiurando alii quidem sine iureiurando sacerdotes facti sunt
Guð sór þess eið að Kristur yrði prestur um alla framtíð,
21 hic autem cum iureiurando per eum qui dixit ad illum iuravit Dominus et non paenitebit tu es sacerdos in aeternum (aiōn )
en það hafði hann aldrei ætlað hinum prestunum. Þetta sagði hann við Krist, og aðeins hann: „Drottinn strengir þess heit og mun aldrei skipta um skoðun: Þú ert prestur að eilífu, að hætti Melkísedeks.“ (aiōn )
22 in tantum melioris testamenti sponsor factus est Iesus
Á grundvelli þessa heitis, getur Kristur að eilífu tryggt árangurinn af þessu nýja og betra fyrirkomulagi.
23 et alii quidem plures facti sunt sacerdotes idcirco quod morte prohiberentur permanere
Samkvæmt gamla fyrirkomulaginu þurfti marga presta, og þegar þeir dóu einn af öðrum, tóku hinir yngri við.
24 hic autem eo quod maneat in aeternum sempiternum habet sacerdotium (aiōn )
En Jesús lifir að eilífu og heldur áfram að vera prestur, þar verða engin mannaskipti. (aiōn )
25 unde et salvare in perpetuo potest accedentes per semet ipsum ad Deum semper vivens ad interpellandum pro eis
Þess vegna getur hann fullkomlega frelsað alla, sem hans vegna ganga fram fyrir Guð, því að hann lifir ávallt á himni til að biðja fyrir þeim.
26 talis enim decebat ut nobis esset pontifex sanctus innocens inpollutus segregatus a peccatoribus et excelsior caelis factus
Hann er einmitt presturinn sem við þörfnumst: Hann er heilagur, lýtalaus, óflekkaður og situr ekki á bekk með syndurum, heldur í heiðurssæti á himnum.
27 qui non habet cotidie necessitatem quemadmodum sacerdotes prius pro suis delictis hostias offerre deinde pro populi hoc enim fecit semel se offerendo
Hann þarf ekki daglega að bera fram blóð úr fórnardýrunum eins og hinir prestarnir, sem þurftu að fórna fyrir sínar eigin syndir og syndir alls fólksins, því að hann bar fram eina fórn, í eitt skipti fyrir öll, er hann fórnaði sjálfum sér á krossinum.
28 lex enim homines constituit sacerdotes infirmitatem habentes sermo autem iurisiurandi qui post legem est Filium in aeternum perfectum (aiōn )
Meðan hinn gamli siður var í gildi, voru æðstu prestarnir syndugir menn, veikleika háðir eins og hverjir aðrir, en seinna skipaði Guð son sinn með eiði og sonurinn er fullkominn að eilífu. (aiōn )