< Hebræos 3 >

1 unde fratres sancti vocationis caelestis participes considerate apostolum et pontificem confessionis nostrae Iesum
Kæru vinir, þið sem Guð hefur kallað og helgað sér, horfið á Jesú, sendiboða Guðs og æðsta prest trúar okkar.
2 qui fidelis est ei qui fecit illum sicut et Moses in omni domo illius
Jesús var trúr Guði, sem hafði skipað hann æðsta prest, á sama hátt og Móse þjónaði af trúmennsku í húsi Guðs.
3 amplioris enim gloriae iste prae Mose dignus habitus est quanto ampliorem honorem habet domus qui fabricavit illam
En Jesús hlaut enn meiri dýrð en Móse, rétt eins og sá sem byggir fallegt hús hlýtur meiri heiður en húsið sjálft.
4 omnis namque domus fabricatur ab aliquo qui autem omnia creavit Deus
Þeir eru margir sem byggt geta hús, en aðeins einn, sem allt hefur skapað, og það er Guð.
5 et Moses quidem fidelis erat in tota domo eius tamquam famulus in testimonium eorum quae dicenda erant
Satt er það að Móse kom miklu góðu til leiðar, þann tíma sem hann starfaði í húsi Guðs, en hann var aðeins þjónn. Starf hans var einkum að gefa hugmynd um og lýsa því, sem síðar yrði.
6 Christus vero tamquam filius in domo sua quae domus sumus nos si fiduciam et gloriam spei usque ad finem firmam retineamus
Kristur, sonur Guðs, ber hins vegar ábyrgð á öllu húsi Guðs. Við kristnir menn erum bústaður Guðs og Guð býr í okkur, ef við varðveitum djörfung okkar, gleði og trúna á Drottin allt til enda.
7 quapropter sicut dicit Spiritus Sanctus hodie si vocem eius audieritis
Fyrst Kristur er svo miklu æðri, þá hvetur heilagur andi okkur til að hlusta á hann í dag og taka eftir því sem hann segir, en ekki loka hjörtum okkar fyrir honum, eins og Ísraelsþjóðin gerði. Þeir brynjuðu sig gegn kærleika hans og mögluðu gegn honum í eyðimörkinni, einmitt þegar hann var að reyna þá.
8 nolite obdurare corda vestra sicut in exacerbatione secundum diem temptationis in deserto
9 ubi temptaverunt me patres vestri probaverunt et viderunt opera mea
En þolinmæði Guðs við þá brást ekki í fjörutíu ár, enda þótt á hana reyndi til hins ýtrasta, og hann hélt áfram að vinna hin miklu kraftaverk sín á meðal þeirra.
10 quadraginta annos propter quod infensus fui generationi huic et dixi semper errant corde ipsi autem non cognoverunt vias meas
„En, “segir Guð, „ég var þeim reiður, því þeir voru alltaf með hugann við eitthvað annað en mig og komu aldrei auga á leiðina sem ég ætlaði þeim að fara.“
11 sicut iuravi in ira mea si introibunt in requiem meam
Þegar reiði Guðs gegn þeim hafði náð hámarki, þá hét hann því að þeir skyldu aldrei ná að hvílast í landinu, sem hann hafði ætlað þeim.
12 videte fratres ne forte sit in aliquo vestrum cor malum incredulitatis discedendi a Deo vivo
Gætið þess því, kæru vinir, að hjörtu ykkar séu ekki líka vond og vantrúuð, og leiði ykkur burt frá lifandi Guði!
13 sed adhortamini vosmet ipsos per singulos dies donec hodie cognominatur ut non obduretur quis ex vobis fallacia peccati
Minnið hvert annað daglega á þessa hluti meðan tími gefst, svo að ekkert ykkar herði sig gegn Guði og blindist af táli syndarinnar.
14 participes enim Christi effecti sumus si tamen initium substantiae usque ad finem firmum retineamus
Ef við reynumst trú allt til enda og treystum Guði eins og í byrjun, þegar við tókum á móti Kristi, munum við eignast hlutdeild í öllu sem Krists er.
15 dum dicitur hodie si vocem eius audieritis nolite obdurare corda vestra quemadmodum in illa exacerbatione
Nú er einmitt rétti tíminn til að minna okkur á þessa aðvörun: „Ef þið heyrið rödd Guðs tala til ykkar í dag, verið þá ekki þrjósk og óhlýðin við hann eins og Ísraelsþjóðin, þegar hún reis gegn honum í eyðimörkinni.“
16 quidam enim audientes exacerbaverunt sed non universi qui profecti sunt ab Aegypto per Mosen
Hvaða menn voru þetta, sem heyrðu Guð tala til sín, en snerust gegn honum? Það voru þeir, sem yfirgáfu Egyptaland undir forystu Móse.
17 quibus autem infensus est quadraginta annos nonne illis qui peccaverunt quorum cadavera prostrata sunt in deserto
Og hverjir reittu Guð til reiði í fjörutíu ár? Þetta sama fólk, sem þannig syndgaði, og því dó það í eyðimörkinni.
18 quibus autem iuravit non introire in requiem ipsius nisi illis qui increduli fuerunt
En hverjir fengu orð frá Guði um að þeir skyldu aldrei komast inn í landið, sem hann hafði heitið þjóð sinni? Það voru allir þeir sem höfðu óhlýðnast honum.
19 et videmus quia non potuerunt introire propter incredulitatem
En hvers vegna komust þeir ekki inn í landið? Vegna þess að þeir trúðu honum ekki.

< Hebræos 3 >