< Ephesios 6 >
1 filii oboedite parentibus vestris in Domino hoc enim est iustum
Þið börn, hlýðið foreldrum ykkar! Það skuluð þið gera, því að Guð hefur falið þeim að bera ábyrgð á ykkur.
2 honora patrem tuum et matrem quod est mandatum primum in promissione
„Heiðra skaltu föður þinn og móður.“Þetta er fyrsta boðorðið af hinum tíu boðorðum Guðs sem endar á loforði.
3 ut bene sit tibi et sis longevus super terram
Hvert er þá loforðið? Það er þetta: „Þá muntu lifa langa og blessunarríka ævi.“
4 et patres nolite ad iracundiam provocare filios vestros sed educate illos in disciplina et correptione Domini
Foreldrar, hér eru nokkur orð til ykkar. Venjið ykkur ekki á að skamma börn ykkar og jagast í þeim, því þá verða þau afundin og bitur. Alið þau heldur upp í kærleika og með aga, á sama hátt og Drottinn, og þá með ábendingum og góðum ráðum.
5 servi oboedite dominis carnalibus cum timore et tremore in simplicitate cordis vestri sicut Christo
Þrælar, hlýðið húsbændum ykkar. Leitist við að sýna þeim allt hið besta. Þjónið þeim eins og þið væruð að þjóna Kristi.
6 non ad oculum servientes quasi hominibus placentes sed ut servi Christi facientes voluntatem Dei ex animo
Vinnið vel, ekki aðeins meðan yfirmaður ykkar fylgist með, til þess að svíkjast síðan um þegar hann snýr sér að öðru. Vinnið alltaf samviskusamlega og með gleði, eins og þið væruð að vinna fyrir Krist og þá gerið þið vilja Guðs.
7 cum bona voluntate servientes sicut Domino et non hominibus
8 scientes quoniam unusquisque quodcumque fecerit bonum hoc percipiet a Domino sive servus sive liber
Munið að Drottinn mun launa ykkur allt sem þið hafið gert vel, hvort sem þið eruð þrælar eða frjálsir menn.
9 et domini eadem facite illis remittentes minas scientes quia et illorum et vester Dominus est in caelis et personarum acceptio non est apud eum
Þrælaeigendur! Komið vel fram við þræla ykkar, eins og ég sagði þeim að koma fram við ykkur. Hafið ekki í hótunum við þá og munið að þið eruð sjálfir þrælar Krists. Þið hafið sama yfirmann og þeir, og sá fer ekki í manngreinarálit.
10 de cetero fratres confortamini in Domino et in potentia virtutis eius
Að síðustu ætla ég að minna ykkur á að styrkur ykkar verður að koma frá Drottni og hans volduga mætti, sem er hið innra með ykkur.
11 induite vos arma Dei ut possitis stare adversus insidias diaboli
Klæðist alvæpni Guðs, svo að þið getið staðist öll þau svik og blekkingar sem Satan beitir í árásum sínum gegn ykkur.
12 quia non est nobis conluctatio adversus carnem et sanguinem sed adversus principes et potestates adversus mundi rectores tenebrarum harum contra spiritalia nequitiae in caelestibus (aiōn )
Barátta okkar er alls ekki gegn holdiklæddu fólki, heldur gegn ósýnilegum öflum eyðingar og upplausnar, hinum máttugu og illu myrkraöflum sem ríkja í þessum fallna heimi. Barátta okkar er einnig við mikinn fjölda illra anda í andaheiminum. (aiōn )
13 propterea accipite armaturam Dei ut possitis resistere in die malo et omnibus perfectis stare
Notið öll þau vopn sem Guð hefur gefið okkur til að verjast árásum óvinarins, því að þá munuð þið standa sem sigurvegarar að átökunum loknum.
14 state ergo succincti lumbos vestros in veritate et induti loricam iustitiae
Ef þetta á að takast, þá þurfið þið belti sannleikans og réttlætisbrynju Guðs.
15 et calciati pedes in praeparatione evangelii pacis
Verið skóuð fúsleik til að flytja öðrum gleðiboðskapinn um frið við Guð.
16 in omnibus sumentes scutum fidei in quo possitis omnia tela nequissimi ignea extinguere
Beitið trú í hverri orrustu, því að hún er skjöldur sem getur stöðvað þær glóandi örvar sem Satan skýtur að ykkur.
17 et galeam salutis adsumite et gladium Spiritus quod est verbum Dei
Gleymið ekki hjálmi hjálpræðisins og sverði heilags anda, sem er Guðs orð.
18 per omnem orationem et obsecrationem orantes omni tempore in Spiritu et in ipso vigilantes in omni instantia et obsecratione pro omnibus sanctis
Verið ávallt í bæn. Biðjið um allt það sem heilagur andi minnir ykkur á og látið hann leiða ykkur í bæninni. Minnið Guð á þarfir ykkar og biðjið stöðugt fyrir öllum kristnum mönnum, hvar sem þeir eru.
19 et pro me ut detur mihi sermo in apertione oris mei cum fiducia notum facere mysterium evangelii
Biðjið einnig fyrir mér, að Guð gefi mér rétt orð og djörfung, þegar ég tala við aðra um Drottin og skýri fyrir þeim, að hjálpræði hans sé einnig ætlað heiðingjunum.
20 pro quo legatione fungor in catena ita ut in ipso audeam prout oportet me loqui
Nú er ég hér hlekkjaður fyrir að hafa boðað þetta. Biðjið að mér auðnist enn að boða það sama með djörfung, eins og mér ber hér í fangelsinu.
21 ut autem et vos sciatis quae circa me sunt quid agam omnia nota vobis faciet Tychicus carissimus frater et fidelis minister in Domino
Týkíkus, heittelskaður bróðir og trúr aðstoðarmaður minn í verki Drottins, mun flytja ykkur fréttir af mér.
22 quem misi ad vos in hoc ipsum ut cognoscatis quae circa nos sunt et consoletur corda vestra
Ástæða þess að ég sendi hann til ykkar, er einmitt sú að láta ykkur vita hvernig okkur líður og að uppörva ykkur.
23 pax fratribus et caritas cum fide a Deo Patre et Domino Iesu Christo
Kristnu vinir! Friður Guðs sé með ykkur, ásamt kærleika og trú frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi.
24 gratia cum omnibus qui diligunt Dominum nostrum Iesum Christum in incorruptione
Náð og blessun Guðs sé með öllum sem í einlægni elska Drottin Jesú Krist. Páll