< Ephesios 3 >

1 huius rei gratia ego Paulus vinctus Christi Iesu pro vobis gentibus
Ég, Páll, þjónn Krists, er hér í fangelsi ykkar vegna. Ástæðan er sú að ég boðaði ykkur fagnaðarerindið.
2 si tamen audistis dispensationem gratiae Dei quae data est mihi in vobis
Ég geri ráð fyrir að þið vitið að Guð hefur falið mér þetta sérstaka verkefni, að kunngjöra ykkur heiðingjunum kærleika Guðs, eins og ég hef áður skýrt tekið fram í einu bréfa minna. Það var sjálfur Guð sem birti mér leyndarmál sitt, að heiðingjarnir fengju einnig að njóta kærleika hans.
3 quoniam secundum revelationem notum mihi factum est sacramentum sicut supra scripsi in brevi
4 prout potestis legentes intellegere prudentiam meam in mysterio Christi
Þetta segi ég til þess að þið vitið hvaðan ég hef vitneskju mína.
5 quod aliis generationibus non est agnitum filiis hominum sicuti nunc revelatum est sanctis apostolis eius et prophetis in Spiritu
Frá örófi alda var þessi leyndardómur hulinn í Guði, en nú hefur hann opinberað þetta postulum sínum og spámönnum með heilögum anda.
6 esse gentes coheredes et concorporales et conparticipes promissionis in Christo Iesu per evangelium
Þetta er leyndarmálið: Heiðingjarnir munu ásamt Gyðingum, fá fulla hlutdeild í öllum þeim gæðum sem börn Guðs erfa. Kirkjan stendur þeim opin og loforð Guðs tilheyra þeim, þegar þeir trúa gleðiboðskapnum um Krist.
7 cuius factus sum minister secundum donum gratiae Dei quae data est mihi secundum operationem virtutis eius
Guð hefur veitt mér þau miklu forréttindi að mega birta þessa áætlun hans og hann hefur gefið mér kraft sinn, og sérstaka hæfileika, til að leysa þetta verkefni vel af hendi.
8 mihi omnium sanctorum minimo data est gratia haec in gentibus evangelizare ininvestigabiles divitias Christi
Hugsið ykkur! Ekki hafði ég unnið til þess á nokkurn hátt, en samt valdi hann mig, sem er sístur allra kristinna manna, til að verða þeirrar gæfu aðnjótandi, að fá að flytja heiðingjunum fagnaðarerindið um þá miklu auðlegð sem þeir eiga í Kristi.
9 et inluminare omnes quae sit dispensatio sacramenti absconditi a saeculis in Deo qui omnia creavit (aiōn g165)
Mér var falið að útskýra fyrir öllum að Guð væri einnig frelsari heiðingjanna – kunngjöra áætlun hans frá örófi alda, hans, sem allt hefur skapað. (aiōn g165)
10 ut innotescat principibus et potestatibus in caelestibus per ecclesiam multiformis sapientia Dei
Hvers vegna gerði Guð þetta? Hann gerði það til að sýna öllum valdhöfum í himinhæðum sinn fullkomna vísdóm: Að öll fjölskylda hans – jafnt Gyðingar sem heiðingjar – er sameinuð í kirkju hans,
11 secundum praefinitionem saeculorum quam fecit in Christo Iesu Domino nostro (aiōn g165)
einmitt eins og hann hugsaði sér í upphafi að hafa það í Jesú Kristi, Drottni okkar. (aiōn g165)
12 in quo habemus fiduciam et accessum in confidentia per fidem eius
Nú megum við ganga rakleiðis fram fyrir Guð, án þess að hræðast, fullviss þess að hann muni taka vel á móti okkur þegar við komum í fylgd með Kristi og í trú á hann.
13 propter quod peto ne deficiatis in tribulationibus meis pro vobis quae est gloria vestra
Látið því ekki meðferðina sem ég hef hlotið hér, draga úr ykkur kjarkinn. Ég þjáist ykkar vegna, ykkur til heiðurs og uppörvunar.
14 huius rei gratia flecto genua mea ad Patrem Domini nostri Iesu Christi
Þegar ég hugsa um mikilleik Guðs og visku, þá krýp ég á kné og bið til föðurins fyrir þessari stóru fjölskyldu hans – hluti hennar er þegar á himnum en hinir eru enn hér á jörðu.
15 ex quo omnis paternitas in caelis et in terra nominatur
16 ut det vobis secundum divitias gloriae suae virtute corroborari per Spiritum eius in interiore homine
Ég bið að hann gefi ykkur af ríkdómi sínum, sem aldrei þrýtur, svo að þið styrkist fyrir heilagan anda hið innra með ykkur.
17 habitare Christum per fidem in cordibus vestris in caritate radicati et fundati
Ég bið þess einnig að Kristur fái stöðugt meira rúm í hjörtum ykkar og megi búa í ykkur vegna trúarinnar. Ég bið þess að þið festið djúpar rætur í kærleika Guðs – það er góður jarðvegur.
18 ut possitis conprehendere cum omnibus sanctis quae sit latitudo et longitudo et sublimitas et profundum
Það er einnig bæn mín að þið fáið sjálf að reyna og skilja, eins og öll börn Guðs ættu að gera, hversu víður og langur, djúpur og hár, kærleikur hans er. Kærleikur hans er svo mikill að þið munuð aldrei geta þekkt hann eða skynjað til fulls. Þannig mun Guð fylla og auðga líf ykkar með elsku sinni og blessun.
19 scire etiam supereminentem scientiae caritatem Christi ut impleamini in omnem plenitudinem Dei
20 ei autem qui potens est omnia facere superabundanter quam petimus aut intellegimus secundum virtutem quae operatur in nobis
Dýrð sé Guði, sem starfar í okkur með krafti sínum og getur gert langtum meira en við munum nokkru sinni þora að biðja eða láta okkur dreyma um.
21 ipsi gloria in ecclesia et in Christo Iesu in omnes generationes saeculi saeculorum amen (aiōn g165)
Dýrð sú er hann birti heiminum í Kristi Jesú, verði augljós í söfnuði hans um alla framtíð, öld eftir öld. (aiōn g165)

< Ephesios 3 >