< Actuum Apostolorum 7 >

1 dixit autem princeps sacerdotum si haec ita se habent
Þá spurði æðsti presturinn hann: „Eru þessar ásakanir sannar?“
2 qui ait viri fratres et patres audite Deus gloriae apparuit patri nostro Abraham cum esset in Mesopotamiam priusquam moraretur in Charram
Stefán útskýrði þá mál sitt ýtarlega með þessum orðum: „Áður en Abraham, forfaðir okkar, fluttist frá Mesópótamíu og til Haran, birtist Guð dýrðarinnar honum.
3 et dixit ad illum exi de terra tua et de cognatione tua et veni in terram quam tibi monstravero
Hann sagði honum að yfirgefa föðurland sitt, kveðja ættingja sína og leggja af stað til lands sem Guð myndi vísa honum á.
4 tunc exiit de terra Chaldeorum et habitavit in Charram et inde postquam mortuus est pater eius transtulit illum in terram istam in qua nunc vos habitatis
Hann yfirgaf því land Kaldea, settist að í Haran í Sýrlandi og bjó þar uns faðir hans dó. Eftir það leiddi Guð hann hingað til Ísraelslands,
5 et non dedit illi hereditatem in ea nec passum pedis et repromisit dare illi eam in possessionem et semini eius post ipsum cum non haberet filium
en gaf honum samt ekkert landsvæði, ekki svo mikið sem smáskika. Guð lofaði þó Abraham – sem þá átti ekkert barn – að hann og afkomendur hans myndu síðar eignast allt þetta land.
6 locutus est autem Deus quia erit semen eius accola in terra aliena et servituti eos subicient et male tractabunt eos annis quadringentis
Guð sagði enn fremur, að þessir afkomendur hans myndu flytjast burt úr landinu og setjast að annars staðar, þar sem þeir yrðu þrælar í 400 ár.
7 et gentem cui servierint iudicabo ego dixit Deus et post haec exibunt et deservient mihi in loco isto
„En ég mun refsa þjóðinni sem þrælkar þá, “sagði Guð, „og síðan mun þjóð mín snúa aftur til Ísraelslands, og tilbiðja mig hér.“
8 et dedit illi testamentum circumcisionis et sic genuit Isaac et circumcidit eum die octava et Isaac Iacob et Iacob duodecim patriarchas
Um þetta leyti fyrirskipaði Guð Abraham að taka upp þá reglu, að umskera öll sveinbörn og þannig staðfesta sáttmálann milli sín og Abrahams og afkomenda hans. Ísak, sonur Abrahams, var því umskorinn þegar hann var átta daga gamall. Ísak eignaðist síðan Jakob og Jakob varð faðir hinna tólf ættfeðra Gyðingaþjóðarinnar.
9 et patriarchae aemulantes Ioseph vendiderunt in Aegyptum et erat Deus cum eo
Synir Jakobs öfunduðu Jósef bróður sinn og seldu hann sem þræl til Egyptalands. En Guð var með Jósef,
10 et eripuit eum ex omnibus tribulationibus eius et dedit ei gratiam et sapientiam in conspectu Pharaonis regis Aegypti et constituit eum praepositum super Aegyptum et super omnem domum suam
bjargaði honum úr þrengingum hans og lét hann ná vinsældum Egypta. Guð veitti Jósef einnig óvenju mikinn vísdóm svo að Faraó gerði hann landstjóra yfir öllu Egyptalandi og hirðstjóra konungsættarinnar.
11 venit autem fames in universam Aegyptum et Chanaan et tribulatio magna et non inveniebant cibos patres nostri
Þá varð hungursneyð í Egyptalandi og Kanaan og upphófust mjög erfiðir tímar fyrir forfeður okkar. Þegar allur matur var á þrotum,
12 cum audisset autem Iacob esse frumentum in Aegypto misit patres nostros primum
frétti Jakob að enn væri til korn í Egyptalandi og sendi því syni sína þangað til að kaupa korn.
13 et in secundo cognitus est Ioseph a fratribus suis et manifestatum est Pharaoni genus eius
Þegar þeir komu þangað í annað sinn, sagði Jósef þeim hver hann væri og kynnti bræður sína fyrir Faraó.
14 mittens autem Ioseph accersivit Iacob patrem suum et omnem cognationem in animabus septuaginta quinque
Síðan sendi hann eftir Jakobi, föður sínum, til þess að fá hann, bræður sína og fjölskyldur þeirra – alls sjötíu og fimm manns – til að flytjast til Egyptalands.
15 et descendit Iacob in Aegyptum et defunctus est ipse et patres nostri
Þannig fluttist Jakob til Egyptalands og þar dó hann og allir synir hans.
16 et translati sunt in Sychem et positi sunt in sepulchro quod emit Abraham pretio argenti a filiis Emmor filii Sychem
Síðar voru þau öll flutt til Síkem og jörðuð í grafreitnum sem Abraham hafði keypt af sonum Hemors, föður Síkems.
17 cum adpropinquaret autem tempus repromissionis quam confessus erat Deus Abrahae crevit populus et multiplicatus est in Aegypto
Gyðingaþjóðinni fjölgaði mjög eftir því sem nær dró þeirri stundu, er Guð ætlaði að uppfylla loforðið, sem hann hafði gefið Abraham, en það var að leysa afkomendur hans úr þrældómnum í Egyptalandi. Sá sem var konungur Egypta á þeim tíma skeytti engu um minningu Jósefs.
18 quoadusque surrexit rex alius in Aegypto qui non sciebat Ioseph
19 hic circumveniens genus nostrum adflixit patres ut exponerent infantes suos ne vivificarentur
Hann beitti þjóð okkar brögðum og neyddi foreldra til að bera út börn sín.
20 eodem tempore natus est Moses et fuit gratus Deo qui nutritus est tribus mensibus in domo patris sui
A þessum tíma fæddist Móse. Hann var undurfagurt barn. Foreldrar hans leyndu honum heima í þrjá mánuði
21 exposito autem illo sustulit eum filia Pharaonis et enutrivit eum sibi in filium
og loks, þegar þau gátu ekki leynt honum lengur, urðu þau að bera hann út. Þá fann dóttir Faraós hann og tók hann að sér sem sitt eigið barn.
22 et eruditus est Moses omni sapientia Aegyptiorum et erat potens in verbis et in operibus suis
Hún kenndi honum öll fræði Egypta og hann varð voldugur í orði og verki.
23 cum autem impleretur ei quadraginta annorum tempus ascendit in cor eius ut visitaret fratres suos filios Israhel
Dag einn datt Móse í hug – þá fertugum – að fara og heimsækja ættmenn sína, Ísraelsmenn.
24 et cum vidisset quendam iniuriam patientem vindicavit illum et fecit ultionem ei qui iniuriam sustinebat percusso Aegyptio
Þá sá hann Egypta misþyrma Ísraelsmanni. Hann vildi hefna ódæðisins og drap Egyptann.
25 existimabat autem intellegere fratres quoniam Deus per manum ipsius daret salutem illis at illi non intellexerunt
Móse hélt, að Ísraelsmenn skildu að Guð hefði sent hann þeim til hjálpar, en svo var ekki.
26 sequenti vero die apparuit illis litigantibus et reconciliabat eos in pacem dicens viri fratres estis ut quid nocetis alterutrum
Daginn eftir heimsótti hann þá á ný og sá þá tvo Ísraelsmenn í áflogum. Hann reyndi að stilla til friðar og sagði: „Heyrið mig! Þið eruð bræður og eigið ekki að slást svona. Það er rangt!“
27 qui autem iniuriam faciebat proximo reppulit eum dicens quis te constituit principem et iudicem super nos
Sá sem átti upptökin hrinti þá hinum frá sér og spurði: „Hver gerði þig að leiðtoga og dómara yfir okkur?
28 numquid interficere me tu vis quemadmodum interfecisti heri Aegyptium
Ætlarðu kannski að drepa mig eins og þú drapst Egyptann í gær?“
29 fugit autem Moses in verbo isto et factus est advena in terra Madiam ubi generavit filios duos
Við þessi orð flýði Móse til fjalla og settist að í Midíanslandi. Þar eignaðist hann síðar tvo syni.
30 et expletis annis quadraginta apparuit illi in deserto montis Sina angelus in igne flammae rubi
Fjörutíu ár liðu og dag einn var hann staddur í eyðimörkinni við Sínaífjallið. Birtist honum þá engill í eldsloga, sem stóð upp úr runna nokkrum.
31 Moses autem videns admiratus est visum et accedente illo ut consideraret facta est vox Domini
Þegar Móse sá logann, varð hann undrandi og hljóp að runnanum til að kanna málið betur. Þá kallaði Guð til hans og sagði:
32 ego Deus patrum tuorum Deus Abraham et Deus Isaac et Deus Iacob tremefactus autem Moses non audebat considerare
„Ég er Guð feðra þinna – Abrahams, Ísaks og Jakobs.“Móse varð hræddur og þorði ekki að koma nær.
33 dixit autem illi Dominus solve calciamentum pedum tuorum locus enim in quo stas terra sancta est
Þá sagði Drottinn við hann: „Farðu úr skónum, því að staðurinn, sem þú stendur á, er heilög jörð.
34 videns vidi adflictionem populi mei qui est in Aegypto et gemitum eorum audivi et descendi liberare eos et nunc veni et mittam te in Aegyptum
Ég hef séð neyð þjóðar minnar í Egyptalandi og heyrt hróp hennar. Ég ætla að leysa fólkið úr ánauðinni. Komdu, ég ætla að senda þig til Egyptalands.“
35 hunc Mosen quem negaverunt dicentes quis te constituit principem et iudicem hunc Deus principem et redemptorem misit cum manu angeli qui apparuit illi in rubo
Þannig sendi Guð þennan mann aftur til þjóðar sinnar, sem áður hafði hafnað honum með þessum orðum: „Hver gerði þig að leiðtoga og dómara yfir okkur?“Og Móse var sendur til að verða leiðtogi þeirra og lausnarmaður.
36 hic eduxit illos faciens prodigia et signa in terra Aegypti et in Rubro mari et in deserto annis quadraginta
Með mörgum athyglisverðum kraftaverkum leiddi hann Ísraelsmenn burt frá Egyptalandi, yfir Rauðahafið og síðan fram og aftur um eyðimörkina í fjörutíu ár.
37 hic est Moses qui dixit filiis Israhel prophetam vobis suscitabit Deus de fratribus vestris tamquam me
Það var þessi Móse sem sagði við Ísraelsmenn: „Guð mun reisa upp spámann líkan mér á meðal ykkar.“
38 hic est qui fuit in ecclesia in solitudine cum angelo qui loquebatur ei in monte Sina et cum patribus nostris qui accepit verba vitae dare nobis
Í eyðimörkinni var Móse milligöngumaðurinn – meðalgangari milli Ísraelsþjóðarinnar og engilsins, sem á Sínaífjalli afhenti þeim lög Guðs – hið lifandi orð.
39 cui noluerunt oboedire patres nostri sed reppulerunt et aversi sunt cordibus suis in Aegyptum
En feður okkar höfnuðu Móse og vildu snúa aftur til Egyptalands.
40 dicentes ad Aaron fac nobis deos qui praecedant nos Moses enim hic qui eduxit nos de terra Aegypti nescimus quid factum sit ei
Þeir sögðu við Aron: „Búðu til goð handa okkur, sem getur flutt okkur til baka, því að við vitum ekki hvað orðið hefur af þessum Móse, sem leiddi okkur burt frá Egyptalandi.“
41 et vitulum fecerunt in illis diebus et obtulerunt hostiam simulacro et laetabantur in operibus manuum suarum
Síðan bjuggu þeir til kálfslíkneski og færðu því fórnir eins og það væri Guð, og þeir glöddust yfir verki sínu.
42 convertit autem Deus et tradidit eos servire militiae caeli sicut scriptum est in libro Prophetarum numquid victimas aut hostias obtulistis mihi annis quadraginta in deserto domus Israhel
Þá sneri Guð sér frá þeim og leyfði þeim að fara sína leið og tilbiðja sólina, tunglið og stjörnurnar. Í spádómsbók Amosar spyr Guð: „Ísraelsmenn, færðuð þið mér fórnirnar þessi fjörutíu ár í eyðimörkinni?
43 et suscepistis tabernaculum Moloch et sidus dei vestri Rempham figuras quas fecistis adorare eas et transferam vos trans Babylonem
Nei, hugur ykkar var hjá heiðnu goðunum, hjá Mólok, hjá stjörnuguðnum Refan og öllum hinum skurðgoðunum, sem þið bjugguð til. Því ætla ég að senda ykkur í ánauð austur til Babýlon.“
44 tabernaculum testimonii fuit patribus nostris in deserto sicut disposuit loquens ad Mosen ut faceret illud secundum formam quam viderat
Forfeður okkar fluttu helgidóm sinn, tjaldbúðina, með sér á ferðum sínum um eyðimörkina. Í tjaldbúðinni geymdu þeir steintöflurnar, sem boðorðin tíu voru skráð á. Tjaldbúðin var gerð eftir nákvæmri fyrirmynd, sem engillinn sýndi Móse.
45 quod et induxerunt suscipientes patres nostri cum Iesu in possessionem gentium quas expulit Deus a facie patrum nostrorum usque in diebus David
Mörgum árum seinna, þegar Jósúa náði landinu af heiðingjunum, fluttu þeir hana með sér og notuðu fram á daga Davíðs konungs.
46 qui invenit gratiam ante Deum et petiit ut inveniret tabernaculum Deo Iacob
Guð blessaði Davíð ríkulega. Hann bað Guð þess að fá að byggja honum, Guði Jakobs, varanlegt musteri,
47 Salomon autem aedificavit illi domum
en það verk kom í hlut Salómons.
48 sed non Excelsus in manufactis habitat sicut propheta dicit
En eitt er víst: Guð býr ekki í musterum sem menn hafa byggt. „Himnarnir eru hásæti mitt og jörðin er fótskör mín, “segir Drottinn með orðum spámannanna, og hann spyr: „Hvers konar hús getið þið byggt handa mér? Mundi ég dvelja þar?
49 caelum mihi sedis est terra autem scabillum pedum meorum quam domum aedificabitis mihi dicit Dominus aut quis locus requietionis meae est
50 nonne manus mea fecit haec omnia
Var það ekki ég sem skapaði bæði himin og jörð?“
51 dura cervice et incircumcisi cordibus et auribus vos semper Spiritui Sancto resistitis sicut patres vestri et vos
En þið, þið eruð engu betri en heiðingjarnir, því að þið eruð harðir og ósveigjanlegir! Ætlið þið líka að standa gegn heilögum anda, eins og forfeður ykkar?
52 quem prophetarum non sunt persecuti patres vestri et occiderunt eos qui praenuntiabant de adventu Iusti cuius vos nunc proditores et homicidae fuistis
Nefnið mér einhvern spámann, sem forfeður ykkar ofsóttu ekki? Þeir drápu meira að segja þá, sem sögðu fyrir komu hins réttláta – Krists – sem þið svikuð síðan og myrtuð!
53 qui accepistis legem in dispositionem angelorum et non custodistis
Já, þið fótumtroðið lög Guðs af ásettu ráði, enda þótt þið hafið fengið þau úr höndum engla.“
54 audientes autem haec dissecabantur cordibus suis et stridebant dentibus in eum
Þegar meðlimir ráðsins heyrðu þessar ásakanir Stefáns, urðu þeir trylltir og gnístu tönnum af reiði.
55 cum autem esset plenus Spiritu Sancto intendens in caelum vidit gloriam Dei et Iesum stantem a dextris Dei
En Stefán horfði til himins, fylltur heilögum anda og sá dýrð Guðs og Jesú standa til hægri handar Guði.
56 et ait ecce video caelos apertos et Filium hominis a dextris stantem Dei
„Sjáið!“sagði hann, „ég sé himnana opna og Jesú, sem er Kristur, standa við hægri hönd Guðs!“
57 exclamantes autem voce magna continuerunt aures suas et impetum fecerunt unianimiter in eum
Þá æptu þeir til hans ókvæðisorð, gripu fyrir eyrun og yfirgnæfðu hann með hrópum sínum.
58 et eicientes eum extra civitatem lapidabant et testes deposuerunt vestimenta sua secus pedes adulescentis qui vocabatur Saulus
Síðan hröktu þeir hann úr borginni og grýttu hann. Þeir, sem vitni urðu að þessum atburði, eða framkvæmdu aftökuna, fóru úr yfirhöfnum sínum og lögðu þær við fætur ungs manns, sem Páll hét.
59 et lapidabant Stephanum invocantem et dicentem Domine Iesu suscipe spiritum meum
Þegar grjótið dundi á Stefáni bað hann: „Jesús, tak þú við anda mínum.“
60 positis autem genibus clamavit voce magna Domine ne statuas illis hoc peccatum et cum hoc dixisset obdormivit
Hann féll á kné og hrópaði: „Drottinn, fyrirgefðu þeim þessa synd!“og með þessi orð á vörum, dó hann.

< Actuum Apostolorum 7 >