< Actuum Apostolorum 21 >

1 cum autem factum esset ut navigaremus abstracti ab eis recto cursu venimus Cho et sequenti die Rhodum et inde Patara
Eftir að við höfðum kvatt öldungana frá Efesus sigldum við beina leið til Kós. Daginn eftir komum við til Ródos og fórum svo þaðan til Patara.
2 et cum invenissemus navem transfretantem in Foenicen ascendentes navigavimus
Þar fórum við í annað skip, sem sigla átti til Fönikíu í Sýrlandi.
3 cum paruissemus autem Cypro et relinquentes eam ad sinistram navigabamus in Syriam et venimus Tyrum ibi enim navis erat expositura onus
Við sigldum framhjá Kýpur – hún var á bakborða, og komum til hafnar í Týrus í Sýrlandi, en þar var farminum skipað upp.
4 inventis autem discipulis mansimus ibi diebus septem qui Paulo dicebant per Spiritum ne ascenderet Hierosolymam
Við fórum í land, höfðum upp á hinum kristnu þar og dvöldumst hjá þeim í eina viku. Lærisveinarnir þar fluttu Páli boðskap, innblásinn af heilögum anda, og vöruðu hann við að fara til Jerúsalem.
5 et explicitis diebus profecti ibamus deducentibus nos omnibus cum uxoribus et filiis usque foras civitatem et positis genibus in litore oravimus
Að viku liðinni fylgdi allur söfnuðurinn, þar með taldar konur og börn, okkur til skips. Við báðum saman á ströndinni og kvöddumst síðan.
6 et cum valefecissemus invicem ascendimus in navem illi autem redierunt in sua
Að því búnu stigum við um borð, en fólkið sneri heimleiðis.
7 nos vero navigatione explicita a Tyro descendimus Ptolomaida et salutatis fratribus mansimus die una apud illos
Næsti viðkomustaður, eftir að við fórum frá Týrus, var Ptólemais. Þar stoppuðum við aðeins einn dag og notuðum tímann til að heimsækja söfnuðinn.
8 alia autem die profecti venimus Caesaream et intrantes in domum Philippi evangelistae qui erat de septem mansimus apud eum
Síðan lá leið okkar til Sesareu. Þar gistum við hjá Filippusi trúboða, en hann var einn þeirra sjö, sem dreift höfðu matvælum meðal safnaðarins í Jerúsalem.
9 huic autem erant filiae quattuor virgines prophetantes
Hann átti fjórar dætur, allar ógiftar, og höfðu þær hæfileika til að spá.
10 et cum moraremur per dies aliquot supervenit quidam a Iudaea propheta nomine Agabus
Dag einn, meðan við vorum þar, kom maður frá Júdeu í heimsókn. Hann hét Agabus og hafði einnig spádómsgáfu. Hann tók belti Páls, batt með því hendur sínar og fætur og sagði: „Heilagur andi segir: Þannig munu Gyðingarnir í Jerúsalem binda eiganda þessa beltis og síðan afhenda hann Rómverjum.“
11 is cum venisset ad nos tulit zonam Pauli et alligans sibi pedes et manus dixit haec dicit Spiritus Sanctus virum cuius est zona haec sic alligabunt in Hierusalem Iudaei et tradent in manus gentium
12 quod cum audissemus rogabamus nos et qui loci illius erant ne ascenderet Hierosolymam
Þegar við heyrðum þetta, grátbáðum við Pál – bæði trúaða fólkið á staðnum og við ferðafélagar hans – að fara ekki til Jerúsalem.
13 tunc respondit Paulus et dixit quid facitis flentes et adfligentes cor meum ego enim non solum alligari sed et mori in Hierusalem paratus sum propter nomen Domini Iesu
En hann svaraði: „Hvað á þessi grátur að þýða? Þið særið hjarta mitt! Ég er ekki aðeins fús að láta fangelsa mig í Jerúsalem, heldur líka að deyja vegna Drottins Jesú.“
14 et cum ei suadere non possemus quievimus dicentes Domini voluntas fiat
Þegar okkur varð ljóst að við fengjum hann ekki til að skipta um skoðun, hættum við öllum slíkum tilraunum og sögðum: „Verði Drottins vilji.“
15 post dies autem istos praeparati ascendebamus Hierusalem
Stuttu síðar tókum við saman föggur okkar og héldum af stað til Jerúsalem,
16 venerunt autem et ex discipulis a Caesarea nobiscum adducentes apud quem hospitaremur Mnasonem quendam Cyprium antiquum discipulum
og nokkrir lærisveinar frá Sesareu urðu okkur samferða. Þegar við komum á leiðarenda gistum við hjá Mnason. Hann var frá Kýpur, einn hinna fyrstu sem tekið höfðu trú.
17 et cum venissemus Hierosolymam libenter exceperunt nos fratres
Söfnuðurinn í Jerúsalem fagnaði okkur vel,
18 sequenti autem die introibat Paulus nobiscum ad Iacobum omnesque collecti sunt seniores
og daginn eftir fór Páll með okkur til fundar við Jakob og aðra leiðtoga safnaðarins.
19 quos cum salutasset narrabat per singula quae fecisset Deus in gentibus per ministerium ipsius
Þegar þeir höfðu heilsast, skýrði Páll frá öllu því sem Guð hafði látið hann gera meðal heiðingjanna.
20 at illi cum audissent magnificabant Deum dixeruntque ei vides frater quot milia sint in Iudaeis qui crediderunt et omnes aemulatores sunt legis
Þegar þeir heyrðu það, lofuðu þeir Guð, en sögðu síðan: „Kæri bróðir, þú veist að þeir skipta þúsundum Gyðingarnir, sem tekið hafa trú, og þeir eru mjög strangir í því að kristnir Gyðingar verði að halda áfram að fara eftir lögum og venjum Gyðinga.
21 audierunt autem de te quia discessionem doceas a Mose eorum qui per gentes sunt Iudaeorum dicens non debere circumcidere eos filios suos neque secundum consuetudinem ingredi
Menn úr þessum hópi, sem búa hér í Jerúsalem, hafa heyrt að þú sért á móti lögum Móse, kærir þig kollóttan um gyðinglegar venjur og bannir að sveinbörn séu umskorin.
22 quid ergo est utique oportet convenire multitudinem audient enim te supervenisse
Þeir munu áreiðanlega frétta að þú sért kominn og hvað eigum við þá að gera?
23 hoc ergo fac quod tibi dicimus sunt nobis viri quattuor votum habentes super se
Okkur hefur reyndar dottið eitt í hug: Á meðal okkar eru fjórir menn, sem ætla að klippa hár sitt og gefa heit.
24 his adsumptis sanctifica te cum illis et inpende in illis ut radant capita et scient omnes quia quae de te audierunt falsa sunt sed ambulas et ipse custodiens legem
Farðu með þeim til musterisins, láttu einnig klippa þig og borgaðu síðan fyrir þá. Ef þú gerir þetta, sjá allir að þú ert sammála því að kristnir Gyðingar fari eftir þessari venju. Þá vita þeir að þú hlýðir lögunum og ert sömu skoðunar og við.
25 de his autem qui crediderunt ex gentibus nos scripsimus iudicantes ut abstineant se ab idolis immolato et sanguine et suffocato et fornicatione
En við ætlumst alls ekki til að heiðingjarnir, sem tekið hafa kristna trú, hlýði þessum venjum, nema þá þeim sem bréfið okkar fjallaði um. Þar stóð að þeir skyldu forðast að neyta kjöts af köfnuðum dýrum, sem ekki hefði blætt út, og einnig saurlifnað.“
26 tunc Paulus adsumptis viris postera die purificatus cum illis intravit in templum adnuntians expletionem dierum purificationis donec offerretur pro unoquoque eorum oblatio
Páll féllst á beiðni þeirra. Daginn eftir fór hann í musterið til að framkvæma helgiathöfnina ásamt mönnunum fjórum og tilkynnti þar að hann héti því að bera fram fórn, ásamt hinum, að sjö dögum liðnum. Dagarnir sjö voru nær liðnir þegar Gyðingar frá Litlu-Asíu sáu Pál í musterinu og æstu fólkið upp gegn honum. Þeir gripu hann
27 dum autem septem dies consummarentur hii qui de Asia erant Iudaei cum vidissent eum in templo concitaverunt omnem populum et iniecerunt ei manus clamantes
28 viri israhelitae adiuvate hic est homo qui adversus populum et legem et locum hunc omnes ubique docens insuper et gentiles induxit in templum et violavit sanctum locum istum
og æptu: „Ísraelsmenn! Komið og hjálpið okkur! Hjálp! Þetta er maðurinn sem talar gegn þjóð okkar og hvetur alla til að óhlýðnast lögum okkar Gyðinga. Hann fordæmir musterið og saurgar það með því að fara þangað með heiðingja!“
29 viderant enim Trophimum Ephesium in civitate cum ipso quem aestimaverunt quoniam in templum induxisset Paulus
Þetta sögðu þeir vegna þess að fyrr um daginn höfðu þeir séð Pál ásamt Trófímusi, en hann var áður heiðingi og bjó í Efesus í Litlu-Asíu. Nú fullyrtu þeir að Páll hefði tekið heiðingja með sér inn í musterið.
30 commotaque est civitas tota et facta est concursio populi et adprehendentes Paulum trahebant eum extra templum et statim clausae sunt ianuae
Mikil æsing greip um sig og borgarbúar þustu að. Allt komst í uppnám. Páll var dreginn út úr musterinu og öllum hliðum læst að baki honum.
31 quaerentibus autem eum occidere nuntiatum est tribuno cohortis quia tota confunditur Hierusalem
Þeir börðu hann og ætluðu að ganga af honum dauðum. En þegar foringi rómversku hersveitarinnar frétti af uppþotinu,
32 qui statim adsumptis militibus et centurionibus decucurrit ad illos qui cum vidissent tribunum et milites cessaverunt percutere Paulum
skipaði hann hermönnum sínum og liðsforingjum að fara á vettvang og hljóp síðan sjálfur niður eftir til mannfjöldans. Þegar múgurinn sá hermennina koma, hættu þeir að berja Pál.
33 tunc accedens tribunus adprehendit eum et iussit alligari catenis duabus et interrogabat quis esset et quid fecisset
Hersveitarforinginn tók Pál fastan og fyrirskipaði að binda hann með tvöföldum fjötrum. Síðan spurði hann mannfjöldann hver hann væri og hvað hann hefði gert.
34 alii autem aliud clamabant in turba et cum non posset certum cognoscere prae tumultu iussit duci eum in castra
Sumir hrópuðu eitt en aðrir annað og æsingin var svo mikil að hann fékk engan botn í málið. Hann lét því flytja Pál upp í virkið.
35 et cum venisset ad gradus contigit ut portaretur a militibus propter vim populi
Þegar þeir komu að tröppunum ætlaði múgurinn alveg að tryllast. Hermennirnir urðu að bera Pál á öxlum sér til að verja hann,
36 sequebatur enim multitudo populi clamans tolle eum
en mannfjöldinn ruddist á hæla þeirra og hrópaði: „Burt með hann! Burt með hann!“
37 et cum coepisset induci in castra Paulus dicit tribuno si licet mihi loqui aliquid ad te qui dixit graece nosti
Í þann mund er þeir voru að fara inn í virkið sagði Páll við hersveitarforingjann: „Má ég segja við þig nokkur orð?“„Kanntu grísku?“spurði foringinn undrandi. „Ég hélt að þú værir Egyptinn sem gerði uppreisn fyrir nokkrum árum og tók 4.000 morðingja með sér út í eyðimörkina?“
38 nonne tu es Aegyptius qui ante hos dies tumultum concitasti et eduxisti in desertum quattuor milia virorum sicariorum
39 et dixit ad eum Paulus ego homo sum quidem iudaeus a Tarso Ciliciae non ignotae civitatis municeps rogo autem te permitte mihi loqui ad populum
„Nei, “svaraði Páll. „Ég er Gyðingur frá Tarsus í Kilikíu og það er ekkert sveitaþorp! Viltu leyfa mér að ávarpa mannfjöldann?“
40 et cum ille permisisset Paulus stans in gradibus annuit manu ad plebem et magno silentio facto adlocutus est hebraea lingua dicens
Hersveitarforinginn leyfði það. Páll stóð nú í tröppunum og gaf fólkinu bendingu um að þagna. Kyrrð færðist yfir og Páll tók til máls:

< Actuum Apostolorum 21 >