< Actuum Apostolorum 10 >
1 vir autem quidam erat in Caesarea nomine Cornelius centurio cohortis quae dicitur Italica
Í Sesareu bjó rómverskur maður, Kornelíus, og var hann foringi yfir ítalskri hersveit.
2 religiosus et timens Deum cum omni domo sua faciens elemosynas multas plebi et deprecans Deum semper
Hann var guðrækinn og ráðvandur og sömu sögu var að segja um allt hans heimafólk. Hann var örlátur við fátæka og þurfandi, og mikill bænamaður.
3 vidit in visu manifeste quasi hora nona diei angelum Dei introeuntem ad se et dicentem sibi Corneli
Um þrjúleytið, dag einn, sá hann sýn. Hann var glaðvakandi þegar þetta gerðist. Hann sá engil Drottins koma til sín og segja: „Kornelíus!“
4 at ille intuens eum timore correptus dixit quid est domine dixit autem illi orationes tuae et elemosynae tuae ascenderunt in memoriam in conspectu Dei
Kornelíus varð hræddur, starði á engilinn og spurði: „Hvað viltu, herra?“Engillinn svaraði: „Guð hefur ekki gleymt bænum þínum og kærleiksverkum.
5 et nunc mitte viros in Ioppen et accersi Simonem quendam qui cognominatur Petrus
Sendu nú menn til Joppe til að hafa uppi á manni, sem heitir Símon Pétur og dvelst hjá Símoni sútara, en hann á heima niðri við sjóinn. Biddu hann að koma og heimsækja þig.“
6 hic hospitatur apud Simonem quendam coriarium cuius est domus iuxta mare
7 et cum discessisset angelus qui loquebatur illi vocavit duos domesticos suos et militem metuentem Dominum ex his qui illi parebant
Þegar engillinn var farinn, kallaði Kornelíus á tvo þjóna og guðrækinn hermann – náinn vin sinn.
8 quibus cum narrasset omnia misit illos in Ioppen
Hann sagði þeim hvað gerst hafði og sendi þá áleiðis til Joppe.
9 postera autem die iter illis facientibus et adpropinquantibus civitati ascendit Petrus in superiora ut oraret circa horam sextam
Um hádegisbilið daginn eftir nálguðust mennirnir Joppe og um líkt leyti fór Pétur upp á þak hússins til að biðjast fyrir. Á þakinu fann Pétur til hungurs. Meðan hann beið þar eftir matnum sá hann sýn.
10 et cum esuriret voluit gustare parantibus autem eis cecidit super eum mentis excessus
11 et videt caelum apertum et descendens vas quoddam velut linteum magnum quattuor initiis submitti de caelo in terram
Hann sá himininn opnast og stóran ferhyrndan dúk, sem hékk uppi á hornunum, síga til jarðar.
12 in quo erant omnia quadrupedia et serpentia terrae et volatilia caeli
Á dúknum voru alls konar ferfætt dýr, snákar og fuglar (sem Gyðingum er óheimilt að nota til matar).
13 et facta est vox ad eum surge Petre et occide et manduca
Þá heyrði hann rödd sem sagði: „Slátraðu því sem þú vilt og borðaðu.“
14 ait autem Petrus absit Domine quia numquam manducavi omne commune et inmundum
„Nei, Drottinn! Það geri ég ekki, “sagði Pétur, „ég hef aldrei á ævi minni borðað slíkar skepnur, enda er það bannað samkvæmt lögum okkar Gyðinga.“
15 et vox iterum secundo ad eum quae Deus purificavit ne tu commune dixeris
Þá kom röddin aftur og sagði: „Dirfist þú að rengja Guð? Ef hann segir eitthvað leyfilegt, þá er það leyfilegt!“
16 hoc autem factum est per ter et statim receptum est vas in caelum
Þetta endurtók sig þrisvar sinnum, en síðan var dúkurinn dreginn aftur upp til himins.
17 et dum intra se haesitaret Petrus quidnam esset visio quam vidisset ecce viri qui missi erant a Cornelio inquirentes domum Simonis adstiterunt ad ianuam
Pétur var alveg ringlaður. Hvað gat þessi sýn eiginlega þýtt, hugsaði hann, og hvað var honum ætlað að gera? Rétt í því hafði mönnum Kornelíusar tekist að finna húsið. Þeir stóðu fyrir utan hliðið
18 et cum vocassent interrogabant si Simon qui cognominatur Petrus illic haberet hospitium
og spurðu hvort Símon Pétur væri þar.
19 Petro autem cogitante de visione dixit Spiritus ei ecce viri tres quaerunt te
Pétur var enn að velta fyrir sér sýninni, þegar heilagur andi sagði við hann: „Hingað eru komnir þrír menn, sem vilja finna þig.
20 surge itaque et descende et vade cum eis nihil dubitans quia ego misi illos
Farðu niður, taktu á móti þeim og farðu síðan með þeim. Hafðu engar áhyggjur, þeir eru á mínum vegum.“
21 descendens autem Petrus ad viros dixit ecce ego sum quem quaeritis quae causa est propter quam venistis
Þá fór Pétur niður og sagði: „Ég er maðurinn, sem þið eruð að leita að. Hvað viljið þið mér?“
22 qui dixerunt Cornelius centurio vir iustus et timens Deum et testimonium habens ab universa gente Iudaeorum responsum accepit ab angelo sancto accersire te in domum suam et audire verba abs te
Þeir sögðu honum þá frá Kornelíusi, rómverska liðsforingjanum, sem væri góður og guðrækinn maður, vel þokkaður af Gyðingum og að engill hefði sagt honum hvað hann ætti að gera.
23 introducens igitur eos recepit hospitio sequenti autem die surgens profectus est cum eis et quidam ex fratribus ab Ioppe comitati sunt eum
Pétur bauð þeim inn og þar gistu þeir um nóttina. Daginn eftir lagði hann af stað með þeim til Joppe, ásamt nokkrum öðrum trúuðum mönnum,
24 altera autem die introivit Caesaream Cornelius vero expectabat illos convocatis cognatis suis et necessariis amicis
og þar næsta dag komu þeir til Sesareu. Kornelíus átti von á Pétri og hafði því kallað saman ættingja sína og vini, svo þeir fengju líka að hitta hann.
25 et factum est cum introisset Petrus obvius ei Cornelius et procidens ad pedes adoravit
Þegar Pétur gekk inn féll Kornelíus til fóta honum og sýndi honum lotningu.
26 Petrus vero levavit eum dicens surge et ego ipse homo sum
„Stattu upp, maður!“sagði Pétur, „ég er ekki Guð!“
27 et loquens cum illo intravit et invenit multos qui convenerant
Síðan ræddust þeir við stutta stund, en fóru því næst inn til hinna.
28 dixitque ad illos vos scitis quomodo abominatum sit viro iudaeo coniungi aut accedere ad alienigenam et mihi ostendit Deus neminem communem aut inmundum dicere hominem
Pétur ávarpaði viðstadda með þessum orðum: „Þið vitið, að það er andstætt lögum okkar Gyðinga að ég komi inn á heimili heiðingja eins og ég hef nú gert. En Guð opinberaði mér í sýn að ég mætti aldrei fyrirlíta nokkurn mann.
29 propter quod sine dubitatione veni accersitus interrogo ergo quam ob causam accersistis me
Ég kom því jafnskjótt og ég var beðinn. Segið mér nú hvað þið viljið mér.“
30 et Cornelius ait a nudius quartana die usque in hanc horam orans eram hora nona in domo mea et ecce vir stetit ante me in veste candida et ait
Kornelíus svaraði og sagði: „Fyrir réttum fjórum dögum var ég á bæn, eins og ég er vanur á þessum tíma dags. Þá stóð skyndilega maður fyrir framan mig og það lýsti af honum!
31 Corneli exaudita est oratio tua et elemosynae tuae commemoratae sunt in conspectu Dei
Hann sagði við mig: „Kornelíus, Guð hefur ekki gleymt bænum þínum né kærleiksverkum.
32 mitte ergo in Ioppen et accersi Simonem qui cognominatur Petrus hic hospitatur in domo Simonis coriarii iuxta mare
Nú skaltu senda menn til Joppe og boða til fundar við þig Símon Pétur, sem er staddur á heimili Símonar sútara niðri við sjóinn.“
33 confestim igitur misi ad te et tu bene fecisti veniendo nunc ergo omnes nos in conspectu tuo adsumus audire omnia quaecumque tibi praecepta sunt a Domino
Ég sendi því strax eftir þér og þú gerðir vel að koma svona fljótt. Nú erum við hér frammi fyrir Drottni og bíðum þess, fullir eftirvæntingar, að heyra það sem hann vill að þú segir okkur.“
34 aperiens autem Petrus os dixit in veritate conperi quoniam non est personarum acceptor Deus
„Mér er orðið ljóst, “svaraði Pétur, „að Guð tekur ekki Gyðinga fram yfir aðra menn.
35 sed in omni gente qui timet eum et operatur iustitiam acceptus est illi
Hann tekur vel á móti hverjum þeim sem tilbiður hann og lætur trú sína birtast í grandvarleik og góðum verkum.
36 verbum misit filiis Israhel adnuntians pacem per Iesum Christum hic est omnium Dominus
Ég er viss um að þið hafið heyrt gleðiboðskapinn sem barst Ísraelsþjóðinni – að við getum sæst við Guð fyrir trú á Jesú Krist, hann sem er Drottinn allra. Þessi boðskapur barst frá Galíleu og um alla Júdeu á dögum Jóhannesar skírara.
37 vos scitis quod factum est verbum per universam Iudaeam incipiens enim a Galilaea post baptismum quod praedicavit Iohannes
38 Iesum a Nazareth quomodo unxit eum Deus Spiritu Sancto et virtute qui pertransivit benefaciendo et sanando omnes oppressos a diabolo quoniam Deus erat cum illo
Eflaust vitið þið líka, að Guð smurði Jesú frá Nasaret með heilögum anda og krafti. Hann fór víða, vann kærleiksverk og græddi alla, sem undirokaðir voru af djöflinum, því að Guð var með honum.
39 et nos testes sumus omnium quae fecit in regione Iudaeorum et Hierusalem quem et occiderunt suspendentes in ligno
Við postularnir erum vottar alls þess sem hann gerði í Ísrael og Jerúsalem, þar sem hann var síðar deyddur á krossi.
40 hunc Deus suscitavit tertia die et dedit eum manifestum fieri
Að þrem dögum liðnum reisti Guð hann upp frá dauðum og lét hann birtast – ekki almenningi – heldur okkur, vottunum, sem hann hafði útvalið áður. Við átum og drukkum með honum eftir upprisu hans.
41 non omni populo sed testibus praeordinatis a Deo nobis qui manducavimus et bibimus cum illo postquam resurrexit a mortuis
42 et praecepit nobis praedicare populo et testificari quia ipse est qui constitutus est a Deo iudex vivorum et mortuorum
Síðan sendi hann okkur til að boða gleðiboðskapinn og bera því vitni, að hann sé settur af Guði til að vera dómari allra, bæði lifandi og dauðra.
43 huic omnes prophetae testimonium perhibent remissionem peccatorum accipere per nomen eius omnes qui credunt in eum
Spámennirnir hafa líka skrifað um hann, allir sem einn, og sagt að hver sem á hann trúi, muni hans vegna, fá fyrirgefningu syndanna.“
44 adhuc loquente Petro verba haec cecidit Spiritus Sanctus super omnes qui audiebant verbum
Meðan Pétur var að tala, kom heilagur andi allt í einu yfir þá sem hlustuðu.
45 et obstipuerunt ex circumcisione fideles qui venerant cum Petro quia et in nationes gratia Spiritus Sancti effusa est
Gyðingarnir, sem komu með Pétri, urðu forviða! Þeir áttu ekki von á að gjöf heilags anda hlotnaðist einnig heiðingjunum.
46 audiebant enim illos loquentes linguis et magnificantes Deum
En hér var ekki um að villast, því þeir heyrðu þá tala tungum og lofa Guð! Þá spurði Pétur: „Hafið þið nokkuð á móti því að við skírum þá, fyrst þeir hafa tekið á móti heilögum anda á sama hátt og við?“
47 tunc respondit Petrus numquid aquam quis prohibere potest ut non baptizentur hii qui Spiritum Sanctum acceperunt sicut et nos
48 et iussit eos in nomine Iesu Christi baptizari tunc rogaverunt eum ut maneret aliquot diebus
Síðan voru þeir allir skírðir í nafni Jesú Krists og að því loknu bað Kornelíus hann að dvelja hjá sér nokkra daga.