< Timotheum Ii 1 >
1 Paulus apostolus Christi Iesu per voluntatem Dei secundum promissionem vitae quae est in Christo Iesu
Frá Páli, sem að vilja Guðs er sendiboði Jesú Krists, til að flytja öllum boðskapinn um eilífa lífið, sem fæst fyrir trúna á Jesú Krist.
2 Timotheo carissimo filio gratia misericordia pax a Deo Patre et Christo Iesu Domino nostro
Til Tímóteusar, míns elskaða sonar. Guð, faðir, og Kristur Jesús, Drottinn okkar, veiti þér náð, miskunn og frið.
3 gratias ago Deo cui servio a progenitoribus in conscientia pura quam sine intermissione habeam tui memoriam in orationibus meis nocte ac die
Tímóteus, mikið er ég Guði þakklátur fyrir þig. Ég bið Guð dag og nótt að blessa þig og veita þér allt sem þú þarfnast. Eins og forfeður mínir, þjóna ég Guði og kappkosta að hafa hreina samvisku.
4 desiderans te videre memor lacrimarum tuarum ut gaudio implear
Ég þrái mjög að hitta þig á ný. Mikið yrði það gaman! Ég man að þú táraðist þegar við skildum síðast.
5 recordationem accipiens eius fidei quae est in te non ficta quae et habitavit primum in avia tua Loide et matre tua Eunice certus sum autem quod et in te
Ég veit að þú treystir Drottni af heilum hug, rétt eins og móðir þín, hún Evníke, og Lóis amma þín, og ég held að traust þitt hafi ekki minnkað.
6 propter quam causam admoneo te ut resuscites gratiam Dei quae est in te per inpositionem manuum mearum
Þess vegna hvet ég þig til að efla með þér þá náðargjöf Guðs sem í þér býr – gjöfina sem þú fékkst þegar ég lagði hendur yfir þig og bað fyrir þér.
7 non enim dedit nobis Deus spiritum timoris sed virtutis et dilectionis et sobrietatis
Heilagur andi sem Guð gaf þér, vill ekki að við óttumst mennina, heldur vöxum í kærleika og krafti Guðs og gætum stillingar.
8 noli itaque erubescere testimonium Domini nostri neque me vinctum eius sed conlabora evangelio secundum virtutem Dei
Ef þú endurnýjast í þessum krafti frá degi til dags, muntu aldrei blygðast þín fyrir vitnisburðinn um Drottin, eða fyrir mig, þótt ég sé í fangelsi vegna Krists. Þá muntu líka verða reiðubúinn að þjást með mér vegna Drottins, því að hann mun styrkja þig.
9 qui nos liberavit et vocavit vocatione sancta non secundum opera nostra sed secundum propositum suum et gratiam quae data est nobis in Christo Iesu ante tempora saecularia (aiōnios )
Það var hann sem frelsaði okkur og útvaldi til að vinna sitt heilaga verk, ekki vegna þess að við ættum það skilið, heldur vegna eigin ákvörðunar, löngu áður en heimurinn varð til. Hann ætlaði að auðsýna okkur kærleika sinn og gæsku í Kristi. (aiōnios )
10 manifestata est autem nunc per inluminationem salvatoris nostri Iesu Christi qui destruxit quidem mortem inluminavit autem vitam et incorruptionem per evangelium
Nú hefur hann framkvæmt þessa áætlun sína og sent okkur Jesú Krist, frelsarann, sem braut vald dauðans á bak aftur og opnaði okkur veg til eilífs lífs fyrir trúna á hann.
11 in quo positus sum ego praedicator et apostolus et magister gentium
Síðan kaus hann mig til að flytja heiðingjunum þennan boðskap og uppfræða þá.
12 ob quam causam etiam haec patior sed non confundor scio enim cui credidi et certus sum quia potens est depositum meum servare in illum diem
Þess vegna þarf ég að þjást hér í fangelsinu, en ég skammast mín ekkert fyrir það því ég veit á hvern ég trúi og er þess fullviss að hann megnar að varðveita allt það sem mér er trúað fyrir, allt til þess dags er hann kemur á ný.
13 formam habe sanorum verborum quae a me audisti in fide et dilectione in Christo Iesu
Haltu fast við sannleikann eins og ég kenndi þér hann, einkum það sem varðar trúna og kærleikann, sem Jesús Kristur gefur.
14 bonum depositum custodi per Spiritum Sanctum qui habitat in nobis
Varðveittu vel þá góðu og guðlegu hæfileika sem þér voru gefnir af heilögum anda sem í þér býr.
15 scis hoc quod aversi sunt a me omnes qui in Asia sunt ex quibus est Phygelus et Hermogenes
Eins og þú veist eru bræðurnir sem hingað komu frá Litlu-Asíu, allir farnir frá mér og meira að segja Fýgelus og Hermogenes.
16 det misericordiam Dominus Onesifori domui quia saepe me refrigeravit et catenam meam non erubuit
Drottinn blessi Ónesífórus og alla hans fjölskyldu. Oft vitjaði hann mín og uppörvaði. Heimsóknir hans voru eins og ferskur andblær og aldrei blygðaðist hann sín fyrir fjötra mína.
17 sed cum Romam venisset sollicite me quaesivit et invenit
Sannleikurinn er sá að þegar hann kom til Rómar, leitaði hann mín um allt og fann mig að lokum.
18 det illi Dominus invenire misericordiam a Domino in illa die et quanta Ephesi ministravit melius tu nosti
Guð blessi hann ríkulega þegar Kristur kemur aftur – þú veist manna best hversu hann hjálpaði til í Efesus.