< Timotheum I 5 >
1 seniorem ne increpaveris sed obsecra ut patrem iuvenes ut fratres
Gættu þess að ávíta aldrei roskinn mann harðlega en fræddu hann með hógværð og virðingu, eins og hann væri faðir þinn. Unga menn skaltu áminna sem elskaða bræður,
2 anus ut matres iuvenculas ut sorores in omni castitate
aldraðar konur sem mæður, stúlkur sem systur og gættu þess að hugur þinn sé hreinn gagnvart þeim.
3 viduas honora quae vere viduae sunt
Ef ekkjur hafa engan til að sjá fyrir sér, þá á söfnuðurinn að sýna þeim kærleika og annast þær.
4 si qua autem vidua filios aut nepotes habet discant primum domum suam regere et mutuam vicem reddere parentibus hoc enim acceptum est coram Deo
Ef þær hins vegar eiga börn eða barnabörn, þá ber þeim skylda til að annast þær. Því að kærleikurinn á að eiga upphaf sitt á heimilunum og birtast í aðstoð við foreldrana, það er vilji Guðs.
5 quae autem vere vidua est et desolata speravit in Deum et instat obsecrationibus et orationibus nocte ac die
Söfnuðurinn á að annast fátækar ekkjur, sem engan eiga að, sem treysta Guði og lifa bænalífi.
6 nam quae in deliciis est vivens mortua est
Hins vegar ber söfnuðinum ekki skylda til þess, ef þær nota tíma sinn til að rápa um og segja slúðursögur, sjálfum sér til gamans en jafnframt til tjóns.
7 et hoc praecipe ut inreprehensibiles sint
Þetta skaltu hafa fyrir reglu í söfnuði þínum, og í kirkju Krists yfirleitt, svo að menn viti hvað rétt er og fari eftir því.
8 si quis autem suorum et maxime domesticorum curam non habet fidem negavit et est infideli deterior
Ef einhver neitar að hjálpa ættingjum sínum sem eru hjálpar þurfi, og þá sérstaklega ef um fjölskyldumeðlimi hans er að ræða, þá hefur hann engan rétt á að kalla sig kristinn. Slíkur maður er verri en heiðingi!
9 vidua eligatur non minus sexaginta annorum quae fuerit unius viri uxor
Ekkja sem óskar eftir að vera á framfæri safnaðarins verður að minnsta kosti að hafa náð sextugsaldri og hafa aðeins verið gift einu sinni.
10 in operibus bonis testimonium habens si filios educavit si hospitio recepit si sanctorum pedes lavit si tribulationem patientibus subministravit si omne opus bonum subsecuta est
Hún verður að hafa gott orð á sér meðal fólks vegna góðra verka. Hefur hún alið börnin sín vel upp, verið gestrisin og þjónað trúsystkinum sínum? Hefur hún hjúkrað slösuðum og sjúkum, verið vingjarnleg og hjálpfús?
11 adulescentiores autem viduas devita cum enim luxuriatae fuerint in Christo nubere volunt
Ungar ekkjur ætti ekki að taka í þennan sérstaka hóp, því að þær munu líklega áður en langt um líður, gifta sig á ný
12 habentes damnationem quia primam fidem irritam fecerunt
og rjúfa þannig heitið sem þær gáfu Kristi.
13 simul autem et otiosae discunt circumire domos non solum otiosae sed et verbosae et curiosae loquentes quae non oportet
Þær munu venja sig á iðjuleysi og rápa milli húsa til að segja nýjustu „söguna“og hnýsast í einkamál annarra.
14 volo ergo iuveniores nubere filios procreare matres familias esse nullam occasionem dare adversario maledicti gratia
Ég álít því að betra sé fyrir þessar ungu ekkjur að gifta sig á ný, eignast börn og hugsa um sitt eigið heimili, því að þá mun enginn hafa ástæðu til að klaga þær fyrir neitt.
15 iam enim quaedam conversae sunt retro Satanan
Þetta segi ég, því ég er hræddur um að þær hafi nú þegar villst burt frá söfnuðinum og látið Satan leiða sig afvega.
16 si qua fidelis habet viduas subministret illis et non gravetur ecclesia ut his quae vere viduae sunt sufficiat
Ég minni þig aftur á að ættingjum ber sjálfum að annast þær ekkjur, sem þeim eru skyldar, en ekki að koma því yfir á söfnuðinn. Söfnuðurinn á að geta notað eigið fé til að aðstoða ekkjur, sem eru raunverulegir einstæðingar og eiga hvergi höfði sínu að að halla.
17 qui bene praesunt presbyteri duplici honore digni habeantur maxime qui laborant in verbo et doctrina
Prestar og forstöðumenn sem vinna störf sín vel, skulu hafðir í miklum metum og fá þau laun sem þeir þurfa, sérstaklega þeir sem leggja hart að sér við predikun og uppfræðslu.
18 dicit enim scriptura non infrenabis os bovi trituranti et dignus operarius mercede sua
Um þetta segir Biblían: „Bittu ekki fyrir munninn á uxanum meðan hann þreskir kornið, heldur leyfðu honum að éta meðan hann vinnur.“Og á öðrum stað: „Verður er verkamaður launa sinna.“
19 adversus presbyterum accusationem noli recipere nisi sub duobus et tribus testibus
Taktu ekki mark á því þótt einhver kvarti út af safnaðarleiðtoganum, nema þá að aðrir tveir eða þrír beri einnig vitni gegn honum.
20 peccantes coram omnibus argue ut et ceteri timorem habeant
Og hafi hann syndgað í raun og veru, þá skal hann ávítaður frammi fyrir öllum söfnuðinum, svo að enginn fari að dæmi hans.
21 testor coram Deo et Christo Iesu et electis angelis ut haec custodias sine praeiudicio nihil faciens in aliam partem declinando
Ég brýni alvarlega fyrir þér, og það frammi fyrir augliti Guðs og Drottins Jesú Krists og heilagra engla, að fara eftir þessu, hvort sem viðkomandi leiðtogi er sérstakur vinur þinn eða ekki. Hér verður eitt yfir alla að ganga.
22 manus cito nemini inposueris neque communicaveris peccatis alienis te ipsum castum custodi
Flýttu þér aldrei að velja prest eða safnaðarleiðtoga, því að vera kann að þú þekkir ekki syndir hans og þá gætu menn haldið að þú takir þær ekki svo alvarlega. Gættu þess vandlega að þú flækist ekki í syndir annarra.
23 noli adhuc aquam bibere sed vino modico utere propter stomachum tuum et frequentes tuas infirmitates
Drekktu ekki einungis vatn, heldur líka dálítið af víni, því það mun hafa góð áhrif á meltinguna hjá þér.
24 quorundam hominum peccata manifesta sunt praecedentia ad iudicium quosdam autem et subsequuntur
Mundu að sumir menn lifa syndugu lífi, og það í allra augsýn en sumar syndir sjást ekki og dómsdagurinn einn mun leiða þær í ljós.
25 similiter et facta bona manifesta sunt et quae aliter se habent abscondi non possunt
Á sama hátt eru sum góðverk augljós, en um önnur veit enginn fyrr en löngu síðar.