< Petri I 5 >

1 seniores ergo qui in vobis sunt obsecro consenior et testis Christi passionum qui et eius quae in futuro revelanda est gloriae communicator
Prestar og leiðtogar, nú tala ég til ykkar sem samstarfsmaður. Ég sá Krist með eigin augum deyja á krossinum og ég mun einnig fá hlutdeild í dýrð hans og vegsemd þegar hann kemur aftur. Kæru samstarfsmenn, ég minni ykkur á
2 pascite qui est in vobis gregem Dei providentes non coacto sed spontanee secundum Deum neque turpis lucri gratia sed voluntarie
að annast hjörð Guðs. Gætið hennar af fúsleika, en ekki með nauðung; ekki launanna vegna, heldur vegna þess að ykkur er umhugað að þjóna Drottni.
3 neque ut dominantes in cleris sed formae facti gregi et ex animo
Stjórnið ekki söfnuðinum með harðri hendi, heldur gangið á undan með góðu fordæmi
4 et cum apparuerit princeps pastorum percipietis inmarcescibilem gloriae coronam
og þegar Jesús Kristur – yfirhirðirinn – kemur, mun hann launa ykkur og launin verða hlutdeild í hans eilífu dýrð.
5 similiter adulescentes subditi estote senioribus omnes autem invicem humilitatem insinuate quia Deus superbis resistit humilibus autem dat gratiam
Ungu menn, verið leiðtogum ykkar undirgefnir. Þjónið hver öðrum í auðmýkt, því að Guð er andstæðingur dramblátra en blessar og hjálpar auðmjúkum.
6 humiliamini igitur sub potenti manu Dei ut vos exaltet in tempore visitationis
Ef þið auðmýkið ykkur fyrir Guðs voldugu hönd, mun hann á sínum tíma upphefja ykkur.
7 omnem sollicitudinem vestram proicientes in eum quoniam ipsi cura est de vobis
Varpið öllum áhyggjum ykkar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir ykkur.
8 sobrii estote vigilate quia adversarius vester diabolus tamquam leo rugiens circuit quaerens quem devoret
Verið á verði – gætið ykkar á árásum Satans, því að hann er versti óvinur ykkar. Hann æðir um og öskrar, eins og hungrað ljón sem leitar að bráð.
9 cui resistite fortes fide scientes eadem passionum ei quae in mundo est vestrae fraternitati fieri
Verið viðbúin árásum hans. Treystið Drottni. Munið að kristnir menn um allan heim þola sömu þjáningar og þið.
10 Deus autem omnis gratiae qui vocavit nos in aeternam suam gloriam in Christo Iesu modicum passos ipse perficiet confirmabit solidabit (aiōnios g166)
En eftir að þið hafið þjáðst skamma hríð, mun Guð, sem birtir kærleika sinn í Kristi, veita ykkur af sinni eilífu dýrð. Hann mun koma sjálfur til að sækja ykkur og leiða ykkur inn í dýrð sína og gera ykkur sterkari en nokkru sinni fyrr. (aiōnios g166)
11 ipsi imperium in saecula saeculorum amen (aiōn g165)
Hans er mátturinn um alla framtíð, öld eftir öld. Amen. (aiōn g165)
12 per Silvanum vobis fidelem fratrem ut arbitror breviter scripsi obsecrans et contestans hanc esse veram gratiam Dei in qua state
Þetta stutta bréf hef ég skrifað ykkur með hjálp Silvanusar, en hann er traustur bróðir að mínu áliti. Ég vona að bréfið verði ykkur til uppörvunar, því að með því hef ég reynt að benda ykkur á leiðina að blessun Guðs og ég vona einnig að það hjálpi ykkur til að vera staðföst í kærleika hans.
13 salutat vos quae est in Babylone cumelecta et Marcus filius meus
Söfnuðurinn hér í Róm sendir ykkur kveðjur sínar og það gerir einnig sonur minn, hann Markús.
14 salutate invicem in osculo sancto gratia vobis omnibus qui estis in Christo
Heilsið hvert öðru á kærleiksríkan hátt. Friður sé með ykkur öllum, sem Kristi tilheyrið. Pétur

< Petri I 5 >