< Petri I 2 >
1 deponentes igitur omnem malitiam et omnem dolum et simulationes et invidias et omnes detractiones
Burt með allt hatur úr hugum ykkar! Látið ykkur ekki nægja að aðrir haldi að þið séuð kærleiksrík! Látið óheiðarleika og öfundsýki lönd og leið og hættið að baktala náungann.
2 sicut modo geniti infantes rationale sine dolo lac concupiscite ut in eo crescatis in salutem
Ef þið hafið fengið að kynnast góðvild og kærleika Drottins, biðjið þá um meira af slíku – rétt eins og ungbarnið sem sækist eftir meiri mjólk – svo að þið vaxið og styrkist í Drottni.
3 si gustastis quoniam dulcis Dominus
4 ad quem accedentes lapidem vivum ab hominibus quidem reprobatum a Deo autem electum honorificatum
Komið til Krists, hins lifandi kletts, sem Guð byggir á. Þótt menn hafi hafnað honum er hann óumræðilega dýrmætur í augum Guðs og Guð hefur tekið hann fram yfir alla aðra.
5 et ipsi tamquam lapides vivi superaedificamini domus spiritalis sacerdotium sanctum offerre spiritales hostias acceptabiles Deo per Iesum Christum
Nú eruð þið orðin að lifandi hleðslusteinum, sem Guð notar í byggingu sína og meira en það, þið eruð helguð honum til prestsþjónustu. Gangið því fram fyrir Guð – þið eruð velkomin vegna þess sem Jesús hefur gert – og fórnið honum því sem honum fellur vel.
6 propter quod continet in scriptura ecce pono in Sion lapidem summum angularem electum pretiosum et qui crediderit in eo non confundetur
Um þetta segir Biblían: „Sjá ég sendi Krist sem hinn dýrmæta og útvalda hornstein í kirkju mína. Þennan stein hef ég valið af mikilli kostgæfni og þeir, sem honum treysta, munu aldrei verða fyrir vonbrigðum.“
7 vobis igitur honor credentibus non credentibus autem lapis quem reprobaverunt aedificantes hic factus est in caput anguli
Ykkur, sem trúið, er hann mjög dýrmætur, en þeim, sem hafna honum, er hann einskis virði. Þessu lýsir Biblían svo: „Steinninn, sem byggingameistararnir höfnuðu, er orðinn að hornsteini, mikilvægasta steini byggingar minnar, þeim er mestrar virðingar nýtur.“
8 et lapis offensionis et petra scandali qui offendunt verbo nec credunt in quod et positi sunt
Biblían segir enn fremur: „Um þennan stein munu sumir hrasa. Hann er kletturinn, sem þeim verður að falli.“Þeir munu hrasa vegna þess að þeir vilja hvorki hlusta á orð Guðs né hlýða því og þess vegna hlýtur að fylgja sú hegning að þeir falli.
9 vos autem genus electum regale sacerdotium gens sancta populus adquisitionis ut virtutes adnuntietis eius qui de tenebris vos vocavit in admirabile lumen suum
En þið eruð ekki þannig, því að sjálfur Guð hefur valið ykkur. Þið eruð prestar hins æðsta konungs. Þið eruð heilög og hrein. Þið eruð þjóð Guðs, hans eigið fólk. Þið eigið að segja öðrum hvernig Guð kallaði ykkur út úr myrkrinu og inn í undursamlegt ljós sitt.
10 qui aliquando non populus nunc autem populus Dei qui non consecuti misericordiam nunc autem misericordiam consecuti
Áður voruð þið einskis nýt, en nú eruð þið fólk Guðs. Áður voru þið fáfróð um gæsku Guðs, en nú hefur hún breytt lífi ykkar.
11 carissimi obsecro tamquam advenas et peregrinos abstinere vos a carnalibus desideriis quae militant adversus animam
Kæru vinir, þið eruð aðeins gestir á þessari jörð, því að hið raunverulega heimili ykkar er á himnum. Þess vegna bið ég ykkur að forðast allar illar nautnir þessa heims, því að þær spilla hjörtum ykkar.
12 conversationem vestram inter gentes habentes bonam ut in eo quod detractant de vobis tamquam de malefactoribus ex bonis operibus considerantes glorificent Deum in die visitationis
Gætið þess hvernig þið hegðið ykkur meðal nágranna ykkar, sem ekki eru frelsaðir, svo að þeir lofi Guð fyrir góðverk ykkar á þeirri stund er Guð vitjar þeirra, enda þótt þeir tortryggi ykkur nú og tali illa um ykkur.
13 subiecti estote omni humanae creaturae propter Dominum sive regi quasi praecellenti
Hlýðið Drottins vegna lögunum sem yfirvöldin setja, bæði þeim sem konungurinn setur sem æðsti maður ríkisins
14 sive ducibus tamquam ab eo missis ad vindictam malefactorum laudem vero bonorum
og einnig þeim sem embættismenn konungsins setja, því að þeim ber, sem fulltrúum hans, að refsa öllum sem lögin brjóta, en jafnframt að heiðra þá sem rétt gera.
15 quia sic est voluntas Dei ut benefacientes obmutescere faciatis inprudentium hominum ignorantiam
Guð vill að líferni ykkar og breytni verði til þess að þagga niður í þeim, sem í fáfræði sinni fordæma fagnaðarerindið. Þessir menn vita ekki að hvaða gagni það gæti komið þeim, því að þeir hafa aldrei reynt kraft þess.
16 quasi liberi et non quasi velamen habentes malitiae libertatem sed sicut servi Dei
Þið eruð frjálst fólk, en það táknar ekki að þið eigið að nota frelsi ykkar til að gera það sem rangt er, notið það einungis til þess sem er vilji Guðs.
17 omnes honorate fraternitatem diligite Deum timete regem honorificate
Sýnið öllum virðingu og elskið alla kristna menn. Óttist Guð og hlýðið yfirvöldunum.
18 servi subditi in omni timore dominis non tantum bonis et modestis sed etiam discolis
Þjónar, þið verðið að sýna húsbændum ykkar virðingu og gera það sem þeir segja ykkur – ekki aðeins þeim sem eru tillitssamir og góðir, heldur einnig hinum freku og ruddalegu.
19 haec est enim gratia si propter conscientiam Dei sustinet quis tristitias patiens iniuste
Lofið Drottin, ef ykkur er refsað fyrir að gera það sem rétt er!
20 quae enim gloria est si peccantes et colaphizati suffertis sed si benefacientes et patientes sustinetis haec est gratia apud Deum
„Hvers vegna?“spyrjið þið. Hver haldið þið að hrósi ykkur fyrir að sýna þolinmæði á stundu refsingar, ef þið eigið refsinguna skilið? Hafið þið hins vegar gert rétt, en þó verið barðir og tekið höggunum með þolinmæði, eruð þið Guði að skapi.
21 in hoc enim vocati estis quia et Christus passus est pro vobis vobis relinquens exemplum ut sequamini vestigia eius
Þjáningar sem þessar, eru hluti þess sem Guð ætlaði ykkur að þola. Kristur þjáðist fyrir ykkur og hann er fyrirmynd ykkar; fetið í hans fótspor!
22 qui peccatum non fecit nec inventus est dolus in ore ipsius
Hann syndgaði ekki og aldrei sagði hann ósatt.
23 qui cum malediceretur non maledicebat cum pateretur non comminabatur tradebat autem iudicanti se iniuste
Væri honum hallmælt, svaraði hann aldrei í sömu mynt og ekki hótaði hann kvölurum sínum hefnd heldur lagði mál sitt í hendur Guðs, sem allt dæmir af réttvísi.
24 qui peccata nostra ipse pertulit in corpore suo super lignum ut peccatis mortui iustitiae viveremus cuius livore sanati estis
Hann bar syndir okkar á sínum eigin líkama og dó fyrir þær á krossinum, svo að við gætum frelsast frá þeim og lifað guðrækilega upp frá því. Sárin hans læknuðu sárin okkar.
25 eratis enim sicut oves errantes sed conversi estis nunc ad pastorem et episcopum animarum vestrarum
Þið voruð eins og lömb sem höfðu villst burt frá Guði, en nú hafið þið snúið aftur til þess hirðis, sem leiðir sálir ykkar og verndar ykkur gegn öllum hættum.