< Petri I 1 >
1 Petrus apostolus Iesu Christi electis advenis dispersionis Ponti Galatiae Cappadociae Asiae et Bithyniae
Frá Pétri, sendiboða Jesú Krists. Til ykkar, kristnu Gyðingar, sem hröktust frá Jerúsalem og settust að í Pontus, Galatíu, Kappadókíu, Asíu og Bitýníu.
2 secundum praescientiam Dei Patris in sanctificatione Spiritus in oboedientiam et aspersionem sanguinis Iesu Christi gratia vobis et pax multiplicetur
Kæru vinir, Guð valdi ykkur samkvæmt áætlun sinni til að verða börn sín og helgaði ykkur með heilögum anda til að fylgja Jesú Kristi og fá fyrirgefningu syndanna vegna krossdauða hans. Guð blessi ykkur ævinlega og gefi ykkur frið sinn í ríkum mæli.
3 benedictus Deus et Pater Domini nostri Iesu Christi qui secundum magnam misericordiam suam regeneravit nos in spem vivam per resurrectionem Iesu Christi ex mortuis
Við skulum þakka Guði, föður Drottins Jesú Krists, sem af mikilli miskunn sinni endurfæddi okkur inn í fjölskyldu sína og gaf okkur lifandi von um nýtt, eilíft líf vegna upprisu Jesú Krists frá dauðum.
4 in hereditatem incorruptibilem et incontaminatam et inmarcescibilem conservatam in caelis in vobis
Guð hefur ætlað okkur börnum sínum dýrlega gjöf, sem er eilíft líf. Þessi gjöf er hrein og flekklaus og hún er geymd ykkur á himnum, þar sem hún mun hvorki skemmast né rýrna.
5 qui in virtute Dei custodimini per fidem in salutem paratam revelari in tempore novissimo
Þetta ætlar Guð ykkur, sem treystið honum. Hann, í mætti sínum, mun gæta þess að ykkur verði að trú ykkar og að þið öðlist hjálpræðið. Á efsta degi mun hann kunngera það öllum.
6 in quo exultatis modicum nunc si oportet contristati in variis temptationibus
Gleðjist og fagnið, því að okkar bíður dásamleg gleði, enda þótt við um stund þurfum að mæta erfiðleikum hér á jörðu.
7 ut probatum vestrae fidei multo pretiosius sit auro quod perit per ignem probato inveniatur in laudem et gloriam et honorem in revelatione Iesu Christi
Erfiðleikar þessir eru aðeins til að reyna trú ykkar – til að prófa hvort hún sé sterk og hrein eins og gull, sem hreinsað hefur verið og reynt í eldi. Trú ykkar er samt miklu dýrmætari en skíragull í augum Guðs. Ef trú ykkar stenst slíka eldraun, mun hún verða ykkur til mikils heiðurs og dýrðar þegar Jesús kemur aftur.
8 quem cum non videritis diligitis in quem nunc quoque non videntes credentes autem exultatis laetitia inenarrabili et glorificata
Þið hafið aldrei séð hann en elskið hann þó. Og þótt þið hafið aldrei séð hann, trúið þið á hann. Þið munuð fyllast óumræðilegri og himneskri gleði,
9 reportantes finem fidei vestrae salutem animarum
þegar þið náið takmarkinu með trú ykkar: Frelsun sálna ykkar.
10 de qua salute exquisierunt atque scrutati sunt prophetae qui de futura in vobis gratia prophetaverunt
Spámennirnir skildu ekki þetta hjálpræði til fulls og þótt þeir hafi skrifað um það, fengu þeir aldrei svör við sumum spurningum sínum.
11 scrutantes in quod vel quale tempus significaret in eis Spiritus Christi praenuntians eas quae in Christo sunt passiones et posteriores glorias
Þeir undruðust það sem heilagur andi, sem í þeim bjó, sagði, því að hann bauð þeim að skrifa niður og lýsa atburðum, sem síðar áttu eftir að gerast í lífi Krists: Þjáningum hans og dýrðinni er hann hlyti að lokum. Þeir hugleiddu hvenær þetta yrði og í lífi hvers.
12 quibus revelatum est quia non sibi ipsis vobis autem ministrabant ea quae nunc nuntiata sunt vobis per eos qui evangelizaverunt vos Spiritu Sancto misso de caelo in quae desiderant angeli prospicere
Að lokum fengu þeir að vita að þessir atburðir myndu ekki gerast meðan þeir lifðu, heldur löngu seinna – einmitt á ykkar dögum. Nú loks höfum við fengið að heyra þessi gleðitíðindi flutt á skýran og einfaldan hátt í krafti heilags anda, þess sama anda sem talað hafði til spámannanna. Allt er þetta svo undarlegt og dýrlegt að jafnvel englarnir á himnum þrá að kynnast því betur.
13 propter quod succincti lumbos mentis vestrae sobrii perfecte sperate in eam quae offertur vobis gratiam in revelatione Iesu Christi
Verið því allsgáð og horfið örugg fram til endurkomu Jesú Krists. Þá munuð þið fá að njóta blessunar Guðs í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr.
14 quasi filii oboedientiae non configurati prioribus ignorantiae vestrae desideriis
Hlýðið Guði, því að þið eruð börn hans. Gætið þess að lenda ekki aftur í sama farinu – ykkar gamla líferni – þegar þið lögðuð stund á hið illa vegna þess að þið þekktuð ekkert betra.
15 sed secundum eum qui vocavit vos sanctum et ipsi sancti in omni conversatione sitis
Verið nú heilög í öllu sem þið gerið, rétt eins og Drottinn, sem kallaði ykkur í barnahópinn sinn.
16 quoniam scriptum est sancti eritis quia ego sanctus sum
Það var hann sem sagði: „Verið heilög, því að ég er heilagur.“
17 et si Patrem invocatis eum qui sine acceptione personarum iudicat secundum uniuscuiusque opus in timore incolatus vestri tempore conversamini
Munið einnig að faðirinn himneski, sem þið biðjið til, fer ekki í manngreinarálit þegar hann kveður upp dóm sinn. Hann mun dæma allt sem þið gerið af fullkominni réttvísi. Lifið því frammi fyrir honum í auðmýkt og ótta, allt þar til þið farið til himna.
18 scientes quod non corruptibilibus argento vel auro redempti estis de vana vestra conversatione paternae traditionis
Guð hefur greitt lausnargjaldið, til þess að leiða ykkur af þeirri vonlausu leið sem feður ykkar reyndu að fara til himins. Lausnargjald þetta var ekki greitt í silfri eða gulli, það vitið þið vel.
19 sed pretioso sanguine quasi agni incontaminati et inmaculati Christi
Guð greiddi fyrir ykkur með dýrmætu lífi guðslambsins, sem var óflekkað – án syndar.
20 praecogniti quidem ante constitutionem mundi manifestati autem novissimis temporibus propter vos
Það var einmitt til þess verks, sem Guð valdi Krist löngu áður en veröldin varð til, en það var fyrst nú fyrir stuttu, á þessum síðustu tímum, sem heimurinn fékk að sjá hann og það var ykkar vegna.
21 qui per ipsum fideles estis in Deo qui suscitavit eum a mortuis et dedit ei gloriam ut fides vestra et spes esset in Deo
Af þessari ástæðu getið þið einmitt treyst Guði, sem reisti Krist frá dauðum og hóf hann í dýrð. Nú getið þið sett von ykkar og trú á hann einan.
22 animas vestras castificantes in oboedientia caritatis in fraternitatis amore simplici ex corde invicem diligite adtentius
Og við það að trúa að Kristur gæti frelsað ykkur, hafa sálir ykkar hreinsast af eigingirni og hatri og því getið þið elskað hvert annað innilega af hjarta.
23 renati non ex semine corruptibili sed incorruptibili per verbum Dei vivi et permanentis (aiōn )
Nú lifið þið nýju lífi! Þetta nýja líf var ekki gjöf frá foreldrum ykkar, því að það líf sem þau gáfu ykkur, mun fjara út. Nýja lífið mun vara að eilífu, því að það er frá Kristi, honum sem er orð lífsins, boðskapur Guðs til mannanna. (aiōn )
24 quia omnis caro ut faenum et omnis gloria eius tamquam flos faeni exaruit faenum et flos decidit
Hið jarðneska líf okkar mun visna eins og grasið, sem gulnar og deyr. Jarðnesk fegurð er eins og blóm, sem visnar og fellur,
25 verbum autem Domini manet in aeternum hoc est autem verbum quod evangelizatum est in vos (aiōn )
en orð Drottins mun vara að eilífu. Boðskapur Guðs er fagnaðarerindið, sem þið hafið fengið að heyra. (aiōn )