< Iohannis I 2 >
1 filioli mei haec scribo vobis ut non peccetis sed et si quis peccaverit advocatum habemus apud Patrem Iesum Christum iustum
Börnin mín, þetta segi ég til þess að þið haldið ykkur frá syndinni. En ef einhver syndgar, þá skuluð þið vita að við höfum talsmann hjá Guði föður, sem biður fyrir okkur. Þessi talsmaður er Jesús Kristur. Hann er óaðfinnanlegur í öllu og Guði velþóknanlegur.
2 et ipse est propitiatio pro peccatis nostris non pro nostris autem tantum sed etiam pro totius mundi
Það er hann sem tók á sig reiði Guðs vegna synda okkar og leiddi okkur til samfélags við Guð. Hann er fyrirgefning synda okkar, og ekki aðeins okkar synda, heldur einnig alls heimsins.
3 et in hoc scimus quoniam cognovimus eum si mandata eius observemus
Hvernig getum við verið viss um að við tilheyrum Guði? Með því að rannsaka okkur sjálf og komast að því hvort við hlýðum hans vilja í raun og veru.
4 qui dicit se nosse eum et mandata eius non custodit mendax est in hoc veritas non est
Sá sem segir: „Ég er kristinn. Ég á eilíft líf, “en hlýðir þó ekki boðum hans og vilja er lygari.
5 qui autem servat verbum eius vere in hoc caritas Dei perfecta est in hoc scimus quoniam in ipso sumus
Þeir sem gera hins vegar það sem Kristur býður þeim, vaxa í kærleika til Guðs og á því er hægt að sjá hvort þeir eru kristnir eða ekki.
6 qui dicit se in ipso manere debet sicut ille ambulavit et ipse ambulare
Sá sem segist vera kristinn á að breyta eins og Kristur breytti.
7 carissimi non mandatum novum scribo vobis sed mandatum vetus quod habuistis ab initio mandatum vetus est verbum quod audistis
Kæru vinir, það er ekki nýtt boðorð sem ég ætla að gefa ykkur. Þið kunnið það. Það er gamalt boðorð og þið hafið þekkt það frá öndverðu.
8 iterum mandatum novum scribo vobis quod est verum et in ipso et in vobis quoniam tenebrae transeunt et lumen verum iam lucet
Samt er það alltaf nýtt og gildir eins fyrir ykkur og Krist, en það er svona: Elskið hvert annað. Þegar við hlýðum þessu boðorði hverfur myrkrið úr lífi okkar og hið nýja ljós – ljós Krists – skín inn í sál okkar.
9 qui dicit se in luce esse et fratrem suum odit in tenebris est usque adhuc
Ef einhver segist ganga í ljósi Krists, en ber illan hug til meðbróður síns, þá er hann enn í myrkrinu.
10 qui diligit fratrem suum in lumine manet et scandalum in eo non est
En sá sem elskar meðbróður sinn og gengur í ljósi Krists, kemst leiðar sinnar án þess að hrasa í myrkri og synd.
11 qui autem odit fratrem suum in tenebris est et in tenebris ambulat et nescit quo eat quoniam tenebrae obcaecaverunt oculos eius
Hafi einhver óbeit á meðbróður sínum, er hann í andlegu myrkri og veit ekki hvert hann fer. Þá hefur myrkrið blindað hann svo að hann sér ekki veginn.
12 scribo vobis filioli quoniam remittuntur vobis peccata propter nomen eius
Þetta skrifa ég ykkur öllum, börnin mín, vegna þess að syndir ykkar eru nú þegar fyrirgefnar, í nafni Jesú frelsara okkar.
13 scribo vobis patres quoniam cognovistis eum qui ab initio est scribo vobis adulescentes quoniam vicistis malignum
Við ykkur sem eldri eruð segi ég þetta, af því að þið þekkið Krist, hann, sem hefur verið til frá upphafi. Og þið ungu menn, ég beini orðum mínum til ykkar, því að þið hafið unnið sigur á Satan. Ungu drengir og stúlkur, ykkur skrifa ég einnig, því að þið þekkið Guð, föðurinn.
14 scripsi vobis infantes quoniam cognovistis Patrem scripsi vobis patres quia cognovistis eum qui ab initio scripsi vobis adulescentes quia fortes estis et verbum Dei in vobis manet et vicistis malignum
Nú ávarpa ég ykkur, feður, sem þekkið hinn eilífa Guð, og ykkur ungu menn, sem eruð styrkir vegna orðs Guðs, sem er í hjörtum ykkar, – þið hafið sigrað Satan.
15 nolite diligere mundum neque ea quae in mundo sunt si quis diligit mundum non est caritas Patris in eo
Elskið ekki þennan vonda heim og það sem í honum er, því að ef þið gerið það, þá elskið þið ekki Guð af heilum hug.
16 quoniam omne quod est in mundo concupiscentia carnis et concupiscentia oculorum est et superbia vitae quae non est ex Patre sed ex mundo est
Heimurinn er fullur af illsku – illum nautnum, spilltu kynlífi, lífsgæðakapphlaupi og hroka sem fylgir auðæfum og upphefð – ekkert af þessu er frá Guði.
17 et mundus transit et concupiscentia eius qui autem facit voluntatem Dei manet in aeternum (aiōn )
Þessi heimur mun líða undir lok og með honum allt það illa sem í honum er, en sá sem gerir Guðs vilja, mun lifa að eilífu. (aiōn )
18 filioli novissima hora est et sicut audistis quia antichristus venit nunc antichristi multi facti sunt unde scimus quoniam novissima hora est
Kæru börn, þessi heimur á stutt eftir. Þið hafið heyrt að andkristurinn – sá sem berst gegn Kristi – muni koma. Margir slíkir eru þegar komnir fram og það styrkir þá vissu okkar að endir þessa heims er skammt undan.
19 ex nobis prodierunt sed non erant ex nobis nam si fuissent ex nobis permansissent utique nobiscum sed ut manifesti sint quoniam non sunt omnes ex nobis
Þessir menn – andkristarnir – voru í söfnuðum okkar, en aðeins að nafninu til, annars hefðu þeir verið kyrrir. Þeir yfirgáfu okkur og það sannaði best að þeir voru af allt öðru sauðahúsi.
20 sed vos unctionem habetis a Sancto et nostis omnia
Því er öðruvísi varið með ykkur. Heilagur andi hefur komið yfir ykkur, þið þekkið sannleikann,
21 non scripsi vobis quasi ignorantibus veritatem sed quasi scientibus eam et quoniam omne mendacium ex veritate non est
og því skrifa ég ykkur ekki eins og þeim sem ekki þekkja sannleikann. Ég veit að þið þekkið muninn á réttu og röngu og þess vegna skrifa ég ykkur á þennan hátt.
22 quis est mendax nisi is qui negat quoniam Iesus non est Christus hic est antichristus qui negat Patrem et Filium
Hver er lygari ef ekki sá sem segir að Jesús sé ekki Kristur? Slíkur maður er andkristur, því að hann trúir hvorki á Guð föður né son hans.
23 omnis qui negat Filium nec Patrem habet qui confitetur Filium et Patrem habet
Sá sem ekki trúir á Krist, Guðs son, getur ekki haft samfélag við Guð föður, en sá sem hefur samfélag við Krist, Guðs son, hefur einnig samfélag við Guð föður.
24 vos quod audistis ab initio in vobis permaneat si in vobis permanserit quod ab initio audistis et vos in Filio et Patre manebitis
Haldið áfram að trúa því sem ykkur var kennt í upphafi, því að ef þið gerið það, munuð þið eiga náið samfélag bæði við Guð föður og son hans.
25 et haec est repromissio quam ipse pollicitus est nobis vitam aeternam (aiōnios )
Guð hefur heitið okkur gjöf og sú gjöf er eilíft líf. (aiōnios )
26 haec scripsi vobis de eis qui seducunt vos
Þessum skrifum mínum um andkrist, er beint gegn þeim sem reyna að blekkja ykkur og leiða í villu.
27 et vos unctionem quam accepistis ab eo manet in vobis et non necesse habetis ut aliquis doceat vos sed sicut unctio eius docet vos de omnibus et verum est et non est mendacium et sicut docuit vos manete in eo
Þið hafið tekið á móti heilögum anda, hann býr í ykkur og því þarf enginn að segja ykkur hvað sé rétt. Heilagur andi fræðir ykkur um allt. Hann er sannleikurinn. Hann lýgur ekki og því verðið þið, eins og hann sagði, að lifa í Kristi og halda ykkur fast við hann.
28 et nunc filioli manete in eo ut cum apparuerit habeamus fiduciam et non confundamur ab eo in adventu eius
Börnin mín, rækið samfélagið við Drottin, svo að þið getið verið viss um að ykkur vegni vel þegar hann kemur og að þið þurfið þá ekki að blygðast ykkar eða fara í felur.
29 si scitis quoniam iustus est scitote quoniam et omnis qui facit iustitiam ex ipso natus est
Við vitum að Guð er góður og gerir aðeins rétt. Þess vegna ályktum við réttilega að allir aðrir, sem það gera, séu hans börn.