< Corinthios I 5 >

1 omnino auditur inter vos fornicatio et talis fornicatio qualis nec inter gentes ita ut uxorem patris aliquis habeat
Það er á allra vörum að viðbjóðslegir hlutir eigi sér stað á meðal ykkar, já verri en meðal nokkurra heiðingja – að í söfnuði ykkar sé maður sem lifir í synd með konu föður síns.
2 et vos inflati estis et non magis luctum habuistis ut tollatur de medio vestrum qui hoc opus fecit
Eruð þið enn jafn montin og „andleg“? Hvers vegna fyllist þið ekki heldur hryggð og blygðun og gerið gangskör að því að víkja þessum manni úr söfnuði ykkar?
3 ego quidem absens corpore praesens autem spiritu iam iudicavi ut praesens eum qui sic operatus est
Þótt ég sé ekki hjá ykkur, þá hef ég hugsað mikið um þetta og í nafni Drottins Krists, hef ég nú þegar ákveðið hvað gera skal, rétt eins og ég væri þarna hjá ykkur. Kallið saman fund safnaðarins – kraftur Drottins Jesú mun vera með ykkur er þið komið saman, og ég mun verða viðstaddur í andanum –
4 in nomine Domini nostri Iesu Christi congregatis vobis et meo spiritu cum virtute Domini Iesu
5 tradere huiusmodi Satanae in interitum carnis ut spiritus salvus sit in die Domini Iesu
og víkið þessum manni úr samfélagi kirkjunnar í hendur Satans, honum til refsingar, í þeirri von að sál hans frelsist við endurkomu Jesú Krists.
6 non bona gloriatio vestra nescitis quia modicum fermentum totam massam corrumpit
Það er þokkalegt eða hitt þó heldur að þið skulið vera að hrósa ykkur af dyggðum ykkar og látið slíkt samt eiga sér stað! Vitið þið ekki að sé einum manni leyft að halda áfram að syndga, munu brátt allir flekkast?
7 expurgate vetus fermentum ut sitis nova consparsio sicut estis azymi etenim pascha nostrum immolatus est Christus
Fjarlægið þetta illkynjaða mein úr ykkar hópi svo að þið getið verið hrein. Kristi, guðslambinu, hefur verið slátrað fyrir okkur.
8 itaque epulemur non in fermento veteri neque in fermento malitiae et nequitiae sed in azymis sinceritatis et veritatis
Höldum því hátíð með honum og styrkjumst í kristilegu líferni. Snúum algjörlega baki við hinu sýkta, gamla líferni með öllu þess hatri og illsku. Höldum hátíð með hreinu, ósýrðu brauði hreinleikans og sannleikans.
9 scripsi vobis in epistula ne commisceamini fornicariis
Í bréfinu, sem ég skrifaði ykkur, sagði ég að þið skylduð halda ykkur frá vondu fólki.
10 non utique fornicariis huius mundi aut avaris aut rapacibus aut idolis servientibus alioquin debueratis de hoc mundo exisse
En þegar ég sagði það, átti ég ekki við trúleysingja, sem lifa í synd eða ágjarna svindlara og hjáguðadýrkendur, því það er útilokað að lifa í þessum heimi án þess að eiga einhver samskipti við slíkt fólk.
11 nunc autem scripsi vobis non commisceri si is qui frater nominatur est fornicator aut avarus aut idolis serviens aut maledicus aut ebriosus aut rapax cum eiusmodi nec cibum sumere
Ég átti við að þið eigið ekki að blanda geði við neinn sem telur sig vera bróður í trúnni, en er saurlífismaður eða svindlari, hjáguðadýrkari eða drykkjumaður eða ágjarn. Þið ættuð ekki einu sinni að neyta matar með þess háttar manni.
12 quid enim mihi de his qui foris sunt iudicare nonne de his qui intus sunt vos iudicatis
Það er ekki okkar að dæma þá sem utan kirkjunnar eru. En vissulega er það okkar að dæma þá sem eru í kirkjunni og sem syndga á þennan hátt.
13 nam eos qui foris sunt Deus iudicabit auferte malum ex vobis ipsis
Guð einn dæmir þá sem eru utan kirkjunnar en þið verðið sjálf að dæma þennan mann og reka hann úr söfnuðinum.

< Corinthios I 5 >