< Apocalypsis 17 >

1 Et venit unus de septem Angelis, qui habebant septem phialas, et locutus est mecum, dicens: Veni ostendam tibi damnationem meretricis magnae, quae sedet super aquas multas,
Þá kom til mín einn af englunum sjö, sem leitt hafði plágurnar yfir jörðina, og sagði: „Komdu með mér, ég ætla að sýna þér afdrif skækjunnar miklu sem situr uppi yfir vötnum heimsins – þjóðunum.
2 cum qua fornicati sunt reges terrae, et inebriati sunt qui inhabitant terram de vino prostitutionis eius.
Konungar jarðarinnar hafa drýgt hór með henni og þjóðir heimsins hafa orðið drukknar af ólifnaðarvíni hennar.“
3 Et abstulit me in spiritu in desertum. Et vidi mulierem sedentem super bestiam coccineam, plenam nominibus blasphemiae, habentem capita septem, et cornua decem.
Engillinn fór nú með mig í anda út í eyðimörkina. Þar sá ég konu sitja á skarlatsrauðu dýri. Dýrið hafði sjö höfuð og tíu horn og voru hornin alskrifuð formælingum um Guð.
4 Et mulier erat circumdata purpura, et coccino, et inaurata auro, et lapide pretioso, et margaritis, habens poculum aureum in manu sua, plenum abominatione, et immunditia fornicationis eius:
Föt konunnar voru purpuri og skarlat og hún bar skartgripi úr gulli, gimsteinum og perlum. Í hendinni hafði hún gullbikar, fullan af viðbjóði.
5 Et in fronte eius nomen scriptum: Mysterium: Babylon magna, mater fornicationum, et abominationum terrae.
Þessi einkennilega setning var skrifuð á enni hennar: „Babýlon, hin mikla, móðir hórkvenna og skurðgoðadýrkenda um allan heim.“
6 Et vidi mulierem ebriam de sanguine sanctorum, et de sanguine martyrum Iesu. Et miratus sum cum vidissem illam admiratione magna.
Ég sá að hún var ölvuð. Hún var drukkin af blóði þeirra sem dáið höfðu vegna nafns Jesú – þeirra sem hún hafði drepið. Ég starði á hana með hryllingi.
7 Et dixit mihi Angelus: Quare miraris? Ego dicam tibi sacramentum mulieris, et bestiae, quae portat eam, quae habet capita septem, et cornua decem.
„Af hverju ertu undrandi?“spurði engillinn, „ég skal segja þér hver hún er og hvaða dýr þetta er sem hún situr á.
8 Bestia, quam vidisti, fuit, et non est, et ascensura est de abysso, et in interitum ibit: et mirabuntur inhabitantes terram (quorum non sunt scripta nomina in Libro vitae a constitutione mundi) videntes bestiam, quae erat, et non est. (Abyssos g12)
Það var lifandi, en er það ekki lengur, og bráðlega mun það koma upp úr undirdjúpunum og fara til eilífrar glötunar. Þeir íbúar heimsins, sem ekki hafa fengið nöfnin sín skráð í bók lífsins frá því heimurinn varð til, munu undrast að dýrið skuli lifna við eftir dauðann. (Abyssos g12)
9 Et hic est sensus, qui habet sapientiam. Septem capita: septem montes sunt, super quos mulier sedet, et reges septem sunt.
Nú reynir á skilninginn: Höfuðin sjö tákna ákveðna borg, sem byggð er á sjö hæðum, og þar er aðsetur konunnar.
10 Quinque ceciderunt, unus est, et alius nondum venit: et cum venerit, oportet illum breve tempus manere.
Höfuðin tákna líka sjö konunga. Fimm eru þegar fallnir, sá sjötti er nú við völd, en sá sjöundi er enn ekki kominn fram. Hann mun aðeins ríkja stuttan tíma.
11 Et bestia, quae erat, et non est: et ipsa octava est: et de septem est, et in interitum vadit.
Skarlatsrauða dýrið, sem dó, er áttundi konungurinn, en hann var áður við völd – einn af þessum sjö. Þegar hann hefur ríkt í seinna skiptið, mun hann fá sinn dóm eins og hinir.
12 Et decem cornua, quae vidisti, decem reges sunt: qui regnum nondum acceperunt, sed potestatem tamquam reges una hora accipient post bestiam.
Hornin tíu eru tíu konungar sem hafa ekki enn komist til valda. Þeir munu aðeins ríkja skamma hríð og þá með dýrinu.
13 Hi unum consilium habent, et virtutem, et potestatem suam bestiae tradent.
Þeir munu lýsa því sameiginlega yfir að dýrið sé leiðtogi þeirra.
14 Hi cum Agno pugnabunt, et Agnus vincet illos: quoniam Dominus dominorum est, et Rex regum, et qui cum illo sunt, vocati, et electi, et fideles.
Síðan munu þeir sameinast og heyja stríð gegn lambinu, en lambið mun sigra þá, því að það er konungur konunganna og þeir sem því fylgja, eru hinir kölluðu, útvöldu og trúföstu.
15 Et dixit mihi: Aquae, quas vidisti ubi meretrix sedet, populi sunt, et Gentes, et linguae.
Höfin, vötnin og fljótin, sem skækjan situr á, tákna þjóðir og fólk af öllum tungum jarðarinnar.
16 Et decem cornua, quae vidisti in bestia: hi odient fornicariam, et desolatam facient illam, et nudam, et carnes eius manducabunt, et ipsam igne concremabunt.
Skarlatsrauða dýrið og hornin tíu sem á því eru – en þau tákna tíu konunga, sem ríkja munu ásamt dýrinu – sameinast í hatri til konunnar. Þeir munu ráðast á hana, hrekja hana í einsemd, svipta hana klæðum og brenna á báli.
17 Deus enim dedit in corda eorum ut faciant quod placitum est illi: ut dent regnum suum bestiae donec consummentur verba Dei.
Guð mun vekja með þeim ákveðnar hugsanir, til þess að koma áformum sínum í framkvæmd. Þeir munu verða sammála um að afhenda skarlatsrauða dýrinu öll sín völd og það mun leiða til þess að orð Guðs rætist.
18 Et mulier, quam vidisti, est civitas magna, quae habet regnum super reges terrae.
Konan, sem þú sást í sýninni, táknar borgina miklu sem ríkir yfir konungum jarðarinnar.“

< Apocalypsis 17 >