< Psalmorum 9 >
1 Psalmus David, in finem pro occultis filii. Confitebor tibi Domine in toto corde meo: narrabo omnia mirabilia tua.
Drottinn, ég vil lofa þig af öllu hjarta og segja öllum frá þínum dásamlegu verkum!
2 Laetabor et exultabo in te: psallam nomini tuo Altissime,
Ég vil fagna, já, kætast þín vegna! Ég vil lofsyngja þér, Drottinn Guð, þú ert öllum guðum æðri.
3 In convertendo inimicum meum retrorsum: infirmabuntur, et peribunt a facie tua.
Óvinir mínir hörfuðu undan, já, hrösuðu og fórust fyrir augliti þínu.
4 Quoniam fecisti iudicium meum et causam meam: sedisti super thronum qui iudicas iustitiam.
Þú hefur látið mig ná rétti mínum, ábyrgst verk mín og sagt frá hásæti þínu að þau séu góð.
5 Increpasti Gentes, et periit impius: nomen eorum delesti in aeternum et in saeculum saeculi.
Þú hefur ávítað þjóðirnar og eytt illvirkjunum, þurrkað út nöfn þeirra að eilífu.
6 Inimici defecerunt frameae in finem: et civitates eorum destruxisti. Periit memoria eorum cum sonitu:
Þið, óvinir mínir, eruð búnir að vera, og eigið ykkur ekki viðreisnar von. Drottinn mun eyða borgum ykkar og minning þeirra mun gleymast.
7 et Dominus in aeternum permanet. Paravit in iudicio thronum suum:
En Drottinn lifir að eilífu. Hann situr í hásæti sínu,
8 et ipse iudicabit orbem terrae in aequitate, iudicabit populos in iustitia.
sker úr málum þjóðanna og dæmir þær með réttvísi.
9 Et factus est Dominus refugium pauperi: adiutor in opportunitatibus, in tribulatione.
Allir kúgaðir komi til hans. Hann er skjól þeirra og athvarf á neyðarstundu.
10 Et sperent in te qui noverunt nomen tuum: quoniam non dereliquisti quaerentes te Domine.
Allir þeir sem þekkja miskunn þína, Drottinn, treysta á hjálp þína. Þú hefur aldrei yfirgefið þá sem treysta þér.
11 Psallite Domino, qui habitat in Sion: annunciate inter Gentes studia eius:
Lofsyngið Guði, honum sem býr í Jerúsalem! Víðfrægið dáðir hans um allan heiminn!
12 Quoniam requirens sanguinem eorum recordatus est: non est oblitus clamorem pauperum.
Hann sem refsar morðingjum. Hann hlustar eftir þeim sem hrópa á réttlæti. Hann daufheyrist ekki við hrópum þeirra sem eru í nauðum staddir.
13 Miserere mei Domine: vide humilitatem meam de inimicis meis.
Og nú, Drottinn, miskunna þú mér, þú sérð hvernig óvinir mínir kvelja mig. Hríf mig úr þessari dauðans hættu.
14 Qui exaltas me de portis mortis, ut annunciem omnes laudationes tuas in portis filiae Sion.
Frelsa mig að ég geti lofað þig í allra áheyrn í hliðum Jerúsalem og glaðst yfir því að þú bjargaðir mér.
15 Exultabo in salutari tuo: infixae sunt Gentes in interitu, quem fecerunt. In laqueo isto, quem absconderunt, comprehensus est pes eorum.
Þjóðirnar falla sjálfar í gryfjuna sem þær hafa grafið öðrum, þær hafa lent í eigin gildru.
16 Cognoscetur Dominus iudicia faciens: in operibus manuum suarum comprehensus est peccator.
Drottinn lætur svikráð þeirra koma þeim sjálfum í koll!
17 Convertantur peccatores in infernum, omnes Gentes quae obliviscuntur Deum. (Sheol )
Illmennin munu hrapa til heljar og eins verða örlög þeirra þjóða sem gleyma Drottni. (Sheol )
18 Quoniam non in finem oblivio erit pauperis: patientia pauperum non peribit in finem.
Því að ekki verður skortur hinna snauðu umborinn endalaust og né hjálp fátæklinganna látin dragast lengur.
19 Exurge Domine, non confortetur homo: iudicentur Gentes in conspectu tuo:
Ó, Drottinn, rís þú upp, dæm þjóðirnar og refsa þeim. Lát þær ekki hrósa sigri yfir þér!
20 Constitue Domine legislatorem super eos: ut sciant Gentes quoniam homines sunt.
Lát þá skjálfa af ótta og skilja að þeir eru aðeins dauðlegir menn.