< Psalmorum 84 >

1 Psalmus, in finem, Pro torcularibus filiis Core. Quam dilecta tabernacula tua Domine virtutum:
Ó, hve musteri þitt er yndislegt, þú Drottinn hersveitanna.
2 concupiscit, et deficit anima mea in atria Domini: Cor meum, et caro mea exultaverunt in Deum vivum.
Mig langar svo mjög, já ég þrái, að nálgast þig, hinn lifandi Guð.
3 Etenim passer invenit sibi domum: et turtur nidum, ubi ponat pullos suos. Altaria tua Domine virtutum: rex meus, et Deus meus.
Jafnvel spörvum og svölum leyfist að búa sér hreiður innan um ölturu þín og eiga þar unga sína. Þú Drottinn hinna himnesku hersveita, konungur minn og Guð minn!
4 Beati, qui habitant in domo tua Domine: in saecula saeculorum laudabunt te.
Sælir eru þeir sem fá að búa í musteri þínu og syngja þér lof.
5 Beatus vir, cuius est auxilium abs te: ascensiones in corde suo disposuit,
Sælir eru þeir sem fá styrk frá þér og þrá það eitt að ganga veg þinn.
6 in valle lacrymarum in loco, quem posuit.
Þegar þeir ganga gegnum táradalinn, þá breytir þú honum í vatnsríka vin og haustregrúð færir þeim blessun.
7 Etenim benedictionem dabit legislator, ibunt de virtute in virtutem: videbitur Deus deorum in Sion.
Þeir styrkjast á göngunni og fá að lokum að ganga fram fyrir Drottin í musteri hans á Síon.
8 Domine Deus virtutum exaudi orationem meam: auribus percipe Deus Iacob.
Drottinn, Guð hersveitanna, heyrðu bæn mína! Hlusta þú Guð Ísraels.
9 Protector noster aspice Deus: et respice in faciem Christi tui.
Guð, þú ert vörn okkar, miskunna honum sem þú smurðir til konungs.
10 Quia melior est dies una in atriis tuis super millia. Elegi abiectus esse in domo Dei mei: magis quam habitare in tabernaculis peccatorum.
Einn dagur í musteri þínu er betri en þúsund aðrir sem eytt er á öðrum stað! Frekar vildi ég vera dyravörður í musteri Guðs míns, en búa í höllum óguðlegra.
11 Quia misericordiam, et veritatem diligit Deus: gratiam, et gloriam dabit Dominus.
Því að Drottinn er okkur ljós og skjöldur. Vegsemd og náð veitir hann. Hann neitar þeim ekki um nein gæði sem hlýða honum.
12 Non privabit bonis eos, qui ambulant in innocentia: Domine virtutum, beatus homo, qui sperat in te.
Drottinn hersveitanna, sæll er sá maður sem treystir þér.

< Psalmorum 84 >