< Psalmorum 71 >
1 Psalmus David, Filiorum Ionadab, et eorum, qui primi captivi ducti sunt. In te Domine speravi, non confundar in aeternum:
Drottinn, þú ert skjól mitt! Ekki yfirgefa mig!
2 in iustitia tua libera me, et eripe me. Inclina ad me aurem tuam, et salva me.
Frelsaðu mig frá óvinum mínum, því að þú er réttlátur. Bjargaðu mér! Snúðu eyra þínu að mér og hlustaðu á mína einlægu bæn.
3 Esto mihi in Deum protectorem, et in locum munitum: ut salvum me facias, Quoniam firmamentum meum, et refugium meum es tu.
Vertu mér vígi og skjól gegn öllum árásum.
4 Deus meus eripe me de manu peccatoris, et de manu contra legem agentis et iniqui:
Já, bjargaðu mér ó Guð, frá svikum þessara illmenna.
5 Quoniam tu es patientia mea Domine: Domine spes mea a iuventute mea.
Drottinn, þú ert mín síðasta von. Allt frá barnsaldri treysti ég á þig.
6 In te confirmatus sum ex utero: de ventre matris meae tu es protector meus: In te cantatio mea semper:
Frá fæðingu hefur þú vakað yfir mér og verndað mig – skyldi ég ekki vegsama þig?!
7 tamquam prodigium factus sum multis: et tu adiutor fortis.
Velgengni mína, sem margir undrast, á ég vernd þinni að þakka.
8 Repleatur os meum laude, ut cantem gloriam tuam: tota die magnitudinem tuam.
Ég vil lofa þig liðlangan daginn, ó Guð, því að alls góðs hef ég notið úr hendi þinni.
9 Ne proiicias me in tempore senectutis: cum defecerit virtus mea, ne derelinquas me.
Nú þegar aldurinn færist yfir, þá vísa mér ekki frá. Hafnaðu mér ekki þegar þrekið minnkar.
10 Quia dixerunt inimici mei mihi: et qui custodiebant animam meam, consilium fecerunt in unum,
Óvinir mínir hvísla:
11 Dicentes: Deus dereliquit eum, persequimini, et comprehendite eum: quia non est qui eripiat.
„Guð hefur yfirgefið hann! Nú er hann auðveld bráð. Hann hefur engan sér til hjálpar!“
12 Deus ne elongeris a me: Deus meus in auxilium meum respice.
Guð minn, farðu ekki frá mér! Komdu fljótt og hjálpaðu mér!
13 Confundantur, et deficiant detrahentes animae meae: operiantur confusione, et pudore qui quaerunt mala mihi.
Útrýmdu þeim. Láttu þá verða til skammar sem óska mér óhamingju.
14 Ego autem semper sperabo: et adiiciam super omnem laudem tuam.
En ég mun áfram treysta þér og ekki draga úr lofgjörð minni!
15 Os meum annunciabit iustitiam tuam: tota die salutare tuum. Quoniam non cognovi litteraturam,
Oftsinnis frelsaðir þú mig úr bráðri hættu. Ég vitna og rifja upp gæsku þína og daglega umhyggju.
16 introibo in potentias Domini: Domine, memorabor iustitiae tuae solius.
Drottinn, styrkur þinn heldur mér uppi. Það skulu allir vita að þú einn ert góður og réttlátur.
17 Deus docuisti me a iuventute mea: et usque nunc pronunciabo mirabilia tua.
Guð minn, allt frá æsku hjálpaðir þú mér – um dásemdarverk þín hef ég ekki þagað.
18 Et usque in senectam et senium: Deus ne derelinquas me, Donec annunciem brachium tuum generationi omni, quae ventura est: Potentiam tuam,
Nú er ég orðinn gamall og hárin grá, en Drottinn yfirgefðu mig ekki! Láttu mig lifa enn um stund, svo að unga kynslóðin fái að heyra um máttarverk þín.
19 et iustitiam tuam Deus usque in altissima, quae fecisti magnalia: Deus quis similis tibi?
Kraftur þinn og kærleikur, Drottinn, nær til himna. Ó, hve það er dásamlegt! Hvar er slíkan Guð að finna sem þig?!
20 Quantas ostendisti mihi tribulationes multas, et malas: et conversus vivificasti me: et de abyssis terrae iterum reduxisti me:
Þú hefur sent okkur margvíslegt mótlæti – en ég veit að þú munt frelsa á ný og leyfa okkur að lifa!
21 Multiplicasti magnificentiam tuam: et conversus consolatus es me.
Þú munt auka við heiður minn og hugga mig að nýju.
22 Nam et ego confitebor tibi in vasis psalmi veritatem tuam: Deus psallam tibi in cithara, sanctus Israel.
Ég leik á hörpu mína og lofa þig, því að öll þín orð og fyrirheit hafa staðist, þú hinn heilagi í Ísrael.
23 Exultabunt labia mea cum cantavero tibi: et anima mea, quam redemisti.
Ég vil lofa þig hárri röddu, því að þú hefur frelsað mig!
24 Sed et lingua mea tota die meditabitur iustitiam tuam: cum confusi et reveriti fuerint qui quaerunt mala mihi.
Liðlangan daginn vitna ég um ást þína og réttlæti, því að óvinir mínir sem óskuðu mér ógæfu, voru auðmýktir og roðnuðu af skömm.