< Psalmorum 57 >

1 Psalmus, in finem, ne corrumpas, David in tituli inscriptionem, cum fugeret a facie Saul in speluncam. Miserere mei Deus, miserere mei: quoniam in te confidit anima mea. Et in umbra alarum tuarum sperabo, donec transeat iniquitas.
Þennan sálm orti Davíð þegar hann flýði inn í hellinn undan Sál. (Sjá 1. Sam. 22:1‑2 og 24:1‑9). Ó Guð, vertu mér náðugur, því að ég treysti þér. Ég vil leita skjóls undir vængjum þínum uns storminn hefur lægt.
2 Clamabo ad Deum altissimum: Deum qui benefecit mihi.
Ég hrópa til Guðs hins hæsta, hans sem leysir öll mín mál.
3 Misit de caelo, et liberavit me: dedit in opprobrium conculcantes me. Misit Deus misericordiam suam, et veritatem suam,
Hann sendir mér hjálp frá himnum og frelsar mig vegna elsku sinnar og trúfesti. Hann mun bjarga mér frá lygurum sem sitja um líf mitt.
4 et eripuit animam meam de medio catulorum leonum: dormivi conturbatus. Filii hominum dentes eorum arma et sagittae: et lingua eorum gladius acutus.
Ég er umkringdur ofstopamönnum – glefsandi úlfum. Tennur þeirra eru hvassari en örvar og spjót og tungurnar beittari en sverð!
5 Exaltare super caelos Deus: et in omnem terram gloria tua.
Drottinn, lofað sé nafn þitt á himnum! Láttu dýrð þína líka birtast á jörðu!
6 Laqueum paraverunt pedibus meis: et incurvaverunt animam meam. Foderunt ante faciem meam foveam: et inciderunt in eam.
Óvinir mínir hafa lagt gildru fyrir mig. Þeir hafa grafið mér gryfju. Ég er mæddur og kvíðinn. En! Eitt veit ég: Þeir munu sjálfir falla í hana!
7 Paratum cor meum Deus, paratum cor meum: cantabo, et psalmum dicam.
Guð minn, nú er hjarta mitt rótt og ég treysti þér. Ég vil lofa þig!
8 Exurge gloria mea, exurge psalterium et cithara: exurgam diluculo.
Rís þú nú upp, sál mín! Vakna þú harpa og gígja! Bjóddu morgunroðann velkominn með söng!
9 Confitebor tibi in populis Domine: et psalmum dicam tibi in gentibus:
Allir landsbúar heyra þakkargjörð mína. Ég vil syngja þér lof meðal þjóðanna.
10 Quoniam magnificata est usque ad caelos misericordia tua, et usque ad nubes veritas tua.
Miskunn þín er há eins og himinninn og trúfesti þín nær til skýjanna.
11 Exaltare super caelos Deus: et super omnem terram gloria tua.
Þú ert hærri en hæstu himnar, ó, Guð. Láttu dýrð þína breiðast yfir gjörvalla jörðina.

< Psalmorum 57 >