< Psalmorum 49 >

1 Psalmus David, in finem, filiis Core. Audite haec omnes Gentes: auribus percipite omnes, qui habitatis orbem:
Hlustið nú háir og lágir, ríkir og fátækir.
2 Quique terrigenae, et filii hominum: simul in unum dives et pauper.
Allir heimsbúar hlýðið á.
3 Os meum loquetur sapientiam: et meditatio cordis mei prudentiam.
Ég tala til ykkar vísdómsorð.
4 Inclinabo in parabolam aurem meam: aperiam in psalterio propositionem meam.
Með undirleik hörpu kveð ég um hyggindi, veiti svör við spurningum lífsins:
5 Cur timebo in die mala? iniquitas calcanei mei circumdabit me:
Láttu ekki ógæfuna hræða þig, né óvini sem umkringja þig með illsku!
6 Qui confidunt in virtute sua: et in multitudine divitiarum suarum gloriantur.
Auðæfum sínum treysta þeir og stæra sig af miklu ríkidæmi
7 Frater non redimit, redimet homo: non dabit Deo placationem suam.
en þó gæti enginn þeirra greitt Guði lausnargjald fyrir bróður sinn, keypt hann lausan.
8 Et pretium redemptionis animae suae: et laborabit in aeternum,
Sál mannsins er dýrmætari en svo að hún verði keypt fyrir fé.
9 et vivet adhuc in finem.
Auður alls heimsins hrekkur ekki til að kaupa einum manni líf og forða honum frá gröfinni.
10 Non videbit interitum, cum viderit sapientes morientes: simul insipiens, et stultus peribunt. Et relinquent alienis divitias suas:
Þið auðmenn og vitringar og aðrir sem hreykið ykkur hátt, þið munuð farast eins og aðrir menn. Þið hafið enga kröfu til lífsins fremur en fífl og fáráðlingar. Þið verðið að eftirláta öðrum auð ykkar.
11 et sepulchra eorum domus illorum in aeternum. Tabernacula eorum in progenie, et progenie: vocaverunt nomina sua in terris suis.
Hús og eignir bera nöfn ykkar rétt eins og þið ætlið að búa þar að eilífu!
12 Et homo, cum in honore esset, non intellexit: comparatus est iumentis insipientibus, et similis factus est illis.
Nei, maðurinn verður að deyja. Hann er eins og skepnurnar, þrátt fyrir frægð sína og frama.
13 Haec via illorum scandalum ipsis: et postea in ore suo complacebunt.
Slík verða afdrif hinna hrokafullu en samt mun þeirra getið með virðingu þegar þeir eru dauðir.
14 Sicut oves in inferno positi sunt: mors depascet eos. Et dominabuntur eorum iusti in matutino: et auxilium eorum veterascet in inferno a gloria eorum. (Sheol h7585)
En þeir fá ekki umflúið dauðann. Þegar upp er staðið verða hinir vondu að þjóna hinum góðu. Vald auðsins er þeim gagnslaust í dauðanum og ekki taka þeir auðæfi sín með sér. (Sheol h7585)
15 Verumtamen Deus redimet animam meam de manu inferi, cum acceperit me. (Sheol h7585)
En hvað um mig? Guð mun leysa sál mína frá dauða og frelsa mig úr helju. (Sheol h7585)
16 Ne timueris cum dives factus fuerit homo: et cum multiplicata fuerit gloria domus eius.
Vertu ekki gramur þótt einhver verði ríkur og reisi sér glæsihöll.
17 Quoniam cum interierit, non sumet omnia: neque descendet cum eo gloria eius.
Ekkert af því mun hann taka með sér í gröfina, ekki einu sinni frægð sína!
18 Quia anima eius in vita ipsius benedicetur: confitebitur tibi cum benefeceris ei.
Í lifanda lífi telur hann sig heppinn og heimurinn klappar honum lof í lófa,
19 Introibit usque in progenies patrum suorum: et usque in aeternum non videbit lumen.
en þó deyr hann eins og aðrir og hverfur inn í myrkrið.
20 Homo, cum in honore esset, non intellexit: comparatus est iumentis insipientibus, et similis factus est illis.
Sá sem elskar eigin lofstír deyr eins og skepnan, þrátt fyrir frægð sína og frama.

< Psalmorum 49 >