< Psalmorum 2 >
1 Quare fremuerunt Gentes, et populi meditati sunt inania? Astiterunt reges terrae, et principes convenerunt in unum adversus Dominum, et adversus Christum eius.
Hvílík heimska að þjóðirnar skuli ráðast gegn Drottni! Furðulegt að menn láti sér detta í hug að þeir séu vitrari en Guð!
2 Dirumpamus vincula eorum: et proiiciamus a nobis iugum ipsorum.
Leiðtogar heimsins hittast og ráðgera samsæri gegn Drottni og Kristi konungi.
3 Qui habitat in caelis irridebit eos: et Dominus subsannabit eos.
„Komum, “segja þeir, „og vörpum af okkur oki hans. Slítum okkur lausa frá Guði!“
4 Tunc loquetur ad eos in ira sua, et in furore suo conturbabit eos.
En á himnum hlær Guð að slíkum mönnum! Honum er skemmt með þeirra fánýtu ráðagerðum.
5 Ego autem constitutus sum rex ab eo super Sion montem sanctum eius, praedicans praeceptum eius.
Hann ávítar þá í reiði sinni og skýtur þeim skelk í bringu. Drottinn lýsir yfir:
6 Dominus dixit ad me: Filius meus es tu, ego hodie genui te.
„Þennan konung hef ég útvalið og krýnt í Jerúsalem, minni helgu borg“. Hans útvaldi svarar:
7 Postula a me, et dabo tibi Gentes hereditatem tuam, et possessionem tuam terminos terrae.
„Ég mun kunngera áform Guðs, því að Drottinn sagði við mig: „Þú ert sonur minn. Í dag verður þú krýndur. Í dag geri ég þig dýrlegan“.“
8 Reges eos in virga ferrea, et tamquam vas figuli confringes eos.
„Bið þú mig og ég mun leggja undir þig öll ríki heimsins.
9 Et nunc reges intelligite: erudimini qui iudicatis terram.
Stjórnaðu þeim með harðri hendi og mölvaðu þau eins og leirkrukku!“
10 Servite Domino in timore: et exultate ei cum tremore.
Þið, konungar jarðarinnar! Hlustið meðan tími er til!
11 Apprehendite disciplinam nequando irascatur Dominus, et pereatis de via iusta.
Þjónið Drottni með óttablandinni lotningu og fagnið með auðmýkt.
12 Cum exarserit in brevi ira eius, beati omnes, qui confidunt in eo.
Fallið á kné fyrir syni hans og kyssið fætur hans svo að hann reiðist ekki og tortími ykkur! Gætið ykkar, því að senn mun blossa reiði hans. En munið þetta: Sæll er hver sá sem leitar ásjár hjá honum.