< Psalmorum 147 >
1 Alleluia. Laudate Dominum quoniam bonus est psalmus: Deo nostro sit iucunda, decoraque laudatio.
Hallelúja! Já, lofið Drottin! Það er gott að lofa Drottin! Indælt og rétt!
2 Aedificans Ierusalem Dominus: dispersiones Israelis congregabit.
Hann er að endurreisa Jerúsalem og flytja hina herleiddu heim.
3 Qui sanat contritos corde: et alligat contritiones eorum.
Hann reisir upp hina niðurbeygðu og bindur um sár þeirra.
4 Qui numerat multitudinem stellarum: et omnibus eis nomina vocat.
Hann þekkir fjölda stjarnanna, já og hverja fyrir sig með nafni!
5 Magnus Dominus noster, et magna virtus eius: et sapientiae eius non est numerus.
Mikill er Drottinn! Vald hans er stórkostlegt! Þekking hans er takmarkalaus.
6 Suscipiens mansuetos Dominus: humilians autem peccatores usque ad terram.
Drottinn styður auðmjúka, en varpar illmennum til jarðar.
7 Praecinite Domino in confessione: psallite Deo nostro in cithara.
Syngið honum þakkarljóð, lofið Guð með hörpuleik.
8 Qui operit caelum nubibus: et parat terrae pluviam. Qui producit in montibus foenum: et herbam servituti hominum.
Hann fyllir himininn skýjum, gefur steypiregn og klæðir fjöllin grænu grasi.
9 Qui dat iumentis escam ipsorum: et pullis corvorum invocantibus eum.
Hann fæðir hin villtu dýr og hrafnarnir krunka til hans eftir æti.
10 Non in fortitudine equi voluntatem habebit: nec in tibiis viri beneplacitum erit ei.
Í hans augum kemst sprettharður foli varla úr sporunum og máttur mannsins má sín lítils.
11 Beneplacitum est Domino super timentes eum: et in eis, qui sperant super misericordia eius.
En hann gleðst yfir þeim sem elska hann og reiða sig á kærleika hans og gæsku.
12 Alleluia. Lauda Ierusalem Dominum: lauda Deum tuum Sion.
Lofa þú hann, Jerúsalem! Vegsama Guð þinn, Síon!
13 Quoniam confortavit seras portarum tuarum: benedixit filiis tuis in te.
Því að hann hefur gert múra þína öfluga og blessað börnin þín.
14 Qui posuit fines tuos pacem: et adipe frumenti satiat te.
Hann lætur frið haldast í landinu og fyllir hlöður þínar af úrvals hveiti.
15 Qui emittit eloquium suum terrae: velociter currit sermo eius.
Hann sendir boð sín til jarðar, skipanir hans berast hratt eins og vindurinn.
16 Qui dat nivem sicut lanam: nebulam sicut cinerem spargit,
Skjannahvít mjöllin er frá honum komin og hrímið sem glitrar á jörðinni.
17 Mittit crystallum suam sicut buccellas: ante faciem frigoris eius quis sustinebit?
Haglélið er líka hans verk og frostið sem bítur í kinnarnar.
18 Emittet verbum suum, et liquefaciet ea: flabit spiritus eius, et fluent aquae.
En síðan sendir hann hlýjan vorvind, snjórinn þiðnar og árnar ryðja sig.
19 Qui annunciat verbum suum Iacob: iustitias, et iudicia sua Israel.
Hann kunngjörði Ísrael lögmál sitt og ákvæði
20 Non fecit taliter omni nationi: et iudicia sua non manifestavit eis. Alleluia.
– það hefur hann ekki gert við neina aðra þjóð, nei, þeim kennir hann ekki fyrirmæli sín. Hallelúja! Dýrð sé Drottni!