< Psalmorum 116 >
1 Alleluia. Dilexi, quoniam exaudiet Dominus vocem orationis meae.
Ég elska Drottin, því að hann heyrir bænir mínar – og svarar þeim.
2 Quia inclinavit aurem suam mihi: et in diebus meis invocabo.
Meðan ég dreg andann mun ég biðja til hans, því að hann lítur niður og hlustar á mig.
3 Circumdederunt me dolores mortis: et pericula inferni invenerunt me. Tribulationem et dolorem inveni: (Sheol )
Ég horfðist í augu við dauðann – var hræddur og hnípinn. (Sheol )
4 et nomen Domini invocavi. O Domine libera animam meam:
Þá hvíslaði ég: „Drottinn, frelsaðu mig!“
5 misericors Dominus, et iustus, et Deus noster miseretur.
Náðugur er Drottinn og góður er hann!
6 Custodiens parvulos Dominus: humiliatus sum, et liberavit me.
Drottinn hlífir vondaufum og styrkir hjálparvana.
7 Convertere anima mea in requiem tuam: quia Dominus benefecit tibi.
Nú get ég slakað á og verið rór, því að Drottinn hefur gert mikla hluti fyrir mig.
8 Quia eripuit animam meam de morte: oculos meos a lacrymis, pedes meos a lapsu.
Hann hefur bjargað mér frá dauða, augum mínum frá gráti og fótum mínum frá hrösun.
9 Placebo Domino in regione vivorum.
Ég fæ að lifa! Já, lifa með honum hér á jörðu!
10 Alleluia. Credidi, propter quod locutus sum: ego autem humiliatus sum nimis.
Þegar ég átti erfitt hugsaði ég:
11 Ego dixi in excessu meo: Omnis homo mendax.
Þeir segja ósatt, að allt muni snúast mér í hag.
12 Quid retribuam Domino, pro omnibus, quae retribuit mihi?
En nú, hvernig get ég nú endurgoldið Drottni góðverk hans við mig?
13 Calicem salutaris accipiam: et nomen Domini invocabo.
Ég vil lyfta bikarnum og vínberjalegi að fórn, þakka honum lífið.
14 Vota mea Domino reddam coram omni populo eius:
Fórnina sem ég lofaði Drottni, færi ég nú í allra augsýn.
15 pretiosa in conspectu Domini mors Sanctorum eius:
Hann elskar vini sína og lætur þá ekki deyja án gildrar ástæðu.
16 O Domine quia ego servus tuus: ego servus tuus, et filius ancillae tuae. Dirupisti vincula mea:
Drottinn, þú hefur leyst fjötra mína, því vil ég þjóna þér af öllu hjarta.
17 tibi sacrificabo hostiam laudis, et nomen Domini invocabo.
Ég vil lofa þig og færa þér þakkarfórn.
18 Vota mea Domino reddam in conspectu omnis populi eius:
Í forgörðum musteris Drottins í Jerúsalem vil ég –
19 in atriis domus Domini, in medio tui Ierusalem.
og það í augsýn allra – færa honum allt sem ég hafði lofað. Dýrð sé Drottni!