< Psalmorum 95 >
1 Laus cantici ipsi David. Venite, exsultemus Domino; jubilemus Deo salutari nostro;
Komið! Við skulum lofsyngja Drottni! Hrópum gleðióp til heiðurs kletti hjálpræðisins!
2 præoccupemus faciem ejus in confessione, et in psalmis jubilemus ei:
Komum fram fyrir hann með þakkargjörð, syngjum honum lofgjörðarsálm.
3 quoniam Deus magnus Dominus, et rex magnus super omnes deos.
Því að Drottinn er mikill Guð og æðri öllum sem menn kalla guði.
4 Quia in manu ejus sunt omnes fines terræ, et altitudines montium ipsius sunt;
Hann hefur upphugsað djúp jarðar og hannað hin hæstu fjöll.
5 quoniam ipsius est mare, et ipse fecit illud, et siccam manus ejus formaverunt.
Hann gerði hafið og myndaði þurrlendið, allt er hans!
6 Venite, adoremus, et procidamus, et ploremus ante Dominum qui fecit nos:
Komið! Föllum fram fyrir Drottni, skapara okkar,
7 quia ipse est Dominus Deus noster, et nos populus pascuæ ejus, et oves manus ejus.
því að hann er okkar Guð. Við erum hjörðin hans og hann er hirðir okkar. Ó, að þið vilduð heyra kall hans í dag og koma til hans.
8 Hodie si vocem ejus audieritis, nolite obdurare corda vestra
Forherðið ekki hjörtu ykkar eins og Ísraelsmenn gerðu hjá Meriba og Massa í eyðimörkinni.
9 sicut in irritatione, secundum diem tentationis in deserto, ubi tentaverunt me patres vestri: probaverunt me, et viderunt opera mea.
Þar drógu feður ykkar orð mín í efa – sömu menn og sáu mig gera mörg kraftaverk. Þeir freistuðu mín, kvörtuðu og reyndu á þolinmæði mína.
10 Quadraginta annis offensus fui generationi illi, et dixi: Semper hi errant corde.
„Í fjörutíu ár hafði ég viðbjóð á þessari kynslóð, “segir Drottinn Guð. „Hjörtu þeirra allra voru langt í burtu frá mér og ekki vildu þeir halda lög mín.
11 Et isti non cognoverunt vias meas: ut juravi in ira mea: Si introibunt in requiem meam.
Þá hét ég því að þeir skyldu aldrei komast inn í fyrirheitna landið, staðinn sem ég hafði ætlað þeim til hvíldar.“