< Psalmorum 91 >

1 Laus cantici David. Qui habitat in adjutorio Altissimi, in protectione Dei cæli commorabitur.
Sæll er sá sem nýtur verndar hins hæsta og hvílir í skjóli hins almáttuga,
2 Dicet Domino: Susceptor meus es tu, et refugium meum; Deus meus, sperabo in eum.
sá sem getur sagt við Drottin: „Þú ert skjól mitt og vörn! Þú ert minn Guð, ég treysti þér!“
3 Quoniam ipse liberavit me de laqueo venantium, et a verbo aspero.
Hann frelsar þig úr snörunni og bjargar þér undan plágunni.
4 Scapulis suis obumbrabit tibi, et sub pennis ejus sperabis.
Hann mun skýla þér undir vængjum sínum. Þar muntu finna öruggt skjól! Hann hefur lofað að vernda þig og frelsa.
5 Scuto circumdabit te veritas ejus: non timebis a timore nocturno;
Nú þarftu ekki lengur að óttast ógnir myrkursins, né örina sem þýtur að morgni.
6 a sagitta volante in die, a negotio perambulante in tenebris, ab incursu, et dæmonio meridiano.
Heldur ekki drepsótt næturinnar né skelfingu um hábjartan dag.
7 Cadent a latere tuo mille, et decem millia a dextris tuis; ad te autem non appropinquabit.
Þótt þúsund falli mér við hlið og tíu þúsund mér til hægri handar, þá mun hið illa ekki ná til mín.
8 Verumtamen oculis tuis considerabis, et retributionem peccatorum videbis.
Ég mun horfa á þegar óguðlegum er refsað en sjálfur vera óhultur,
9 Quoniam tu es, Domine, spes mea; Altissimum posuisti refugium tuum.
því að Drottinn er skjól mitt! Ég hef valið hinn hæsta Guð mér til varnar.
10 Non accedet ad te malum, et flagellum non appropinquabit tabernaculo tuo.
Hvernig ætti þá ógæfa að yfirbuga mig eða plága að nálgast hús mitt?
11 Quoniam angelis suis mandavit de te, ut custodiant te in omnibus viis tuis.
Eins skipar hann englum sínum að vernda þig, hvar sem þú ert.
12 In manibus portabunt te, ne forte offendas ad lapidem pedem tuum.
Þeir munu styðja þig á göngunni og forða þér frá hrösun.
13 Super aspidem et basiliscum ambulabis, et conculcabis leonem et draconem.
Þótt þú mætir ljóni eða snák, þá er ekkert að óttast – þú munt jafnvel troða þau fótum!
14 Quoniam in me speravit, liberabo eum; protegam eum, quoniam cognovit nomen meum.
Hefur Drottinn ekki sagt: „Vegna þess að þú elskar mig, mun ég frelsa þig. Ég bjarga þér af því að þú þekkir mig og veist að mér er óhætt að treysta.
15 Clamabit ad me, et ego exaudiam eum; cum ipso sum in tribulatione: eripiam eum, et glorificabo eum.
Þegar þú kallar á mig, svara ég þér. Ég er með þér á hættustund, frelsa þig og held uppi heiðri þínum.
16 Longitudine dierum replebo eum, et ostendam illi salutare meum.
Ég mun gefa þér langa og góða ævi og láta þig sjá hjálpræði mitt.“

< Psalmorum 91 >