< Psalmorum 65 >

1 In finem. Psalmus David, canticum Jeremiæ et Ezechielis populo transmigrationis, cum inciperent exire. Te decet hymnus, Deus, in Sion, et tibi reddetur votum in Jerusalem.
Ó, þú Guð á Síon, við lofum þig og vegsömum og efnum heit okkar við þig.
2 Exaudi orationem meam; ad te omnis caro veniet.
Þú heyrir bænir og því leita allir menn til þín.
3 Verba iniquorum prævaluerunt super nos, et impietatibus nostris tu propitiaberis.
Margar freistingar urðu mér að falli, ég gerði margt rangt, en þú fyrirgafst mér allar þessar syndir.
4 Beatus quem elegisti et assumpsisti: inhabitabit in atriis tuis. Replebimur in bonis domus tuæ; sanctum est templum tuum,
Sá er heppinn sem þú hefur útvalið, sá sem fær að búa hjá þér í forgörðum helgidóms þíns og njóta allsnægta í musteri þínu.
5 mirabile in æquitate. Exaudi nos, Deus, salutaris noster, spes omnium finium terræ, et in mari longe.
Með krafti þínum sýnir þú réttlæti þitt, þú Guð, frelsari okkar. Þú ert skjól öllum mönnum, allt að endimörkum jarðar.
6 Præparans montes in virtute tua, accinctus potentia;
Þú reistir fjöllin í mætti þínum,
7 qui conturbas profundum maris, sonum fluctuum ejus. Turbabuntur gentes,
þú stöðvar brimgný hafsins og háreysti þjóðanna.
8 et timebunt qui habitant terminos a signis tuis; exitus matutini et vespere delectabis.
Þeir sem búa við ysta haf óttast tákn þín og austrið og vestrið kætast yfir þér!
9 Visitasti terram, et inebriasti eam; multiplicasti locupletare eam. Flumen Dei repletum est aquis; parasti cibum illorum: quoniam ita est præparatio ejus.
Þú vökvar jörðina og eykur frjósemi hennar. Ár þínar og uppsprettur munu ekki þorna. Þú gerir jörðina hæfa til sáningar og gefur þjóð þinni ríkulega uppskeru.
10 Rivos ejus inebria; multiplica genimina ejus: in stillicidiis ejus lætabitur germinans.
Með steypiregni vökvar þú plógförin og mýkir jarðveginn – útsæðið spírar og vex!
11 Benedices coronæ anni benignitatis tuæ, et campi tui replebuntur ubertate.
Landið klæðist grænni kápu.
12 Pinguescent speciosa deserti, et exsultatione colles accingentur.
Heiðarnar blómstra og hlíðarnar brosa, allt er loðið af gróðri!
13 Induti sunt arietes ovium, et valles abundabunt frumento; clamabunt, etenim hymnum dicent.
Hjarðirnar liðast um hagana og dalirnir fyllast af korni. Allt fagnar og syngur!

< Psalmorum 65 >