< Psalmorum 61 >
1 In finem. In hymnis David. Exaudi, Deus, deprecationem meam; intende orationi meæ.
Ó, Guð, heyrðu hróp mitt! Hlustaðu á bæn mína.
2 A finibus terræ ad te clamavi, dum anxiaretur cor meum; in petra exaltasti me. Deduxisti me,
Því að hvar sem ég fer, jafnvel um endimörk jarðar, þá hrópa ég eftir hjálp þinni. Þegar hjarta mitt örmagnast og ég get ekki meir, þá lyftu mér á klett, hjálpræðisbjargið þitt góða, mitt örugga skjól.
3 quia factus es spes mea: turris fortitudinis a facie inimici.
Þú ert skjól mitt, háreist borg, ókleif óvinum.
4 Inhabitabo in tabernaculo tuo in sæcula; protegar in velamento alarum tuarum.
Í helgidómi þínum mun ég búa að eilífu, öruggur í skjóli vængja þinna,
5 Quoniam tu, Deus meus, exaudisti orationem meam; dedisti hæreditatem timentibus nomen tuum.
Því að þú, ó Guð, hefur heyrt heit mín og uppfyllt óskir þeirra sem óttast þig og heiðra nafn þitt.
6 Dies super dies regis adjicies; annos ejus usque in diem generationis et generationis.
Þú munt lengja lífdaga mína og láta ævi konungsins vara frá kyni til kyns.
7 Permanet in æternum in conspectu Dei: misericordiam et veritatem ejus quis requiret?
Ég mun lifa frammi fyrir Drottni að eilífu! Lát elsku þína og trúfesti gæta mín,
8 Sic psalmum dicam nomini tuo in sæculum sæculi, ut reddam vota mea de die in diem.
þá mun ég lofa nafn þitt um aldur og ævi og efna heit mín dag eftir dag.