< Psalmorum 45 >

1 In finem, pro iis qui commutabuntur. Filiis Core, ad intellectum. Canticum pro dilecto. Eructavit cor meum verbum bonum: dico ego opera mea regi. Lingua mea calamus scribæ velociter scribentis.
Hjarta mitt svellur af fögrum orðum. Ég vil flytja konungi ljóð. Tunga mín er penni hraðritarans, hún flytur langa sögu á augabragði:
2 Speciosus forma præ filiis hominum, diffusa est gratia in labiis tuis: propterea benedixit te Deus in æternum.
Þú ert fegurri en mannanna börn. Blessun streymir um varir þínar. Velþóknun Guðs er yfir þér að eilífu.
3 Accingere gladio tuo super femur tuum, potentissime.
Þú hetja, tak herklæði þín, máttugur ertu og krýndur ljóma
4 Specie tua et pulchritudine tua intende, prospere procede, et regna, propter veritatem, et mansuetudinem, et justitiam; et deducet te mirabiliter dextera tua.
Sæktu fram! Sigursæll ertu, vörður tryggðar og réttlætis. Gakk fram – máttarverk þín verði á allra vörum!
5 Sagittæ tuæ acutæ: populi sub te cadent, in corda inimicorum regis.
Örvar þínar eru hvesstar, óvinir falla að fótum þér.
6 Sedes tua, Deus, in sæculum sæculi; virga directionis virga regni tui.
Hásæti þitt, ó Guð, stendur um eilífð. Réttlætið er sproti þinn.
7 Dilexisti justitiam, et odisti iniquitatem; propterea unxit te Deus, Deus tuus, oleo lætitiæ, præ consortibus tuis.
Þú elskar hið góða hefur andstyggð á illsku. Því hefur Guð, þinn Guð, sveipað þig gleði sem engan annan.
8 Myrrha, et gutta, et casia a vestimentis tuis, a domibus eburneis; ex quibus delectaverunt te
Skikkja þín ilmar af myrru, alóe og kassíu. Hallir þínar eru skreyttar fílabeini og fyllast af ljúfum tónum.
9 filiæ regum in honore tuo. Astitit regina a dextris tuis in vestitu deaurato, circumdata varietate.
Konungadætur eru í hópi vinkvenna þinna. Drottningin stendur þér við hlið, fagurlega klædd og skreytt skíra gulli frá Ófír!
10 Audi, filia, et vide, et inclina aurem tuam; et obliviscere populum tuum, et domum patris tui.
„Dóttir mín, hlustaðu. Ég vil gefa þér ráð: Gleymdu heimþránni, vertu ekki döpur.
11 Et concupiscet rex decorem tuum, quoniam ipse est Dominus Deus tuus, et adorabunt eum.
Konungurinn elskar þig og gleðst yfir fegurð þinni. Sýndu honum lotningu því hann er herra þinn.
12 Et filiæ Tyri in muneribus vultum tuum deprecabuntur; omnes divites plebis.
Íbúar Týrus, baða þig í gjöfum og auðmenn þjóðarinnar leita hylli þinnar.“
13 Omnis gloria ejus filiæ regis ab intus, in fimbriis aureis,
Brúðurin – konungsdóttir – bíður í skrauthýsi sínu, íklædd fegursta djásni, kjól skreyttum gulli og perlum.
14 circumamicta varietatibus. Adducentur regi virgines post eam; proximæ ejus afferentur tibi.
Fögur er hún! Meyjarnar leiða hana á fund konungs.
15 Afferentur in lætitia et exsultatione; adducentur in templum regis.
Þær fara í skrúðgöngu gegnum hliðið. Þarna er höllin!
16 Pro patribus tuis nati sunt tibi filii; constitues eos principes super omnem terram.
„Synir þínir verða allir konungar og feta í fótspor föður síns. Þeir munu sitja á hásætum víðs vegar um heim!“
17 Memores erunt nominis tui in omni generatione et generationem: propterea populi confitebuntur tibi in æternum, et in sæculum sæculi.
„Ég mun gera nafn þitt kunnugt meðal allra kynslóða og þjóðir jarðarinnar munu hylla þig að eilífu.“

< Psalmorum 45 >