< Psalmorum 27 >
1 Psalmus David, priusquam liniretur. Dominus illuminatio mea et salus mea: quem timebo? Dominus protector vitæ meæ: a quo trepidabo?
Drottinn er ljós mitt og frelsari, hvern ætti ég að óttast? Hann er skjól mitt og vígi, og því hræðist ég ekki.
2 Dum appropiant super me nocentes ut edant carnes meas, qui tribulant me inimici mei, ipsi infirmati sunt et ceciderunt.
Þegar illmenni reyna að uppræta mig, þá hrasa þeir sjálfir og falla.
3 Si consistant adversum me castra, non timebit cor meum; si exsurgat adversum me prælium, in hoc ego sperabo.
Þótt voldugur her umkringi mig á alla vegu, þá óttast ég ekki hót! Ég er öruggur og veit að Guð mun frelsa mig.
4 Unam petii a Domino, hanc requiram, ut inhabitem in domo Domini omnibus diebus vitæ meæ; ut videam voluptatem Domini, et visitem templum ejus.
Drottinn, þetta þrái ég mest af öllu: Að hugleiða í helgidómi þínum, og vera frammi fyrir þér alla mína ævidaga. Þar vil ég gleðjast yfir dýrð hans og fullkomnun, hún er engu lík!
5 Quoniam abscondit me in tabernaculo suo; in die malorum protexit me in abscondito tabernaculi sui.
Þar verð ég öruggur á óheilladeginum – öruggur í skjóli Drottins. Hann lyftir mér upp á háan klett
6 In petra exaltavit me, et nunc exaltavit caput meum super inimicos meos. Circuivi, et immolavi in tabernaculo ejus hostiam vociferationis; cantabo, et psalmum dicam Domino.
þar sem óvinirnir ná ekki til mín. Þá mun ég færa honum fórnir og lofa hann fagnandi.
7 Exaudi, Domine, vocem meam, qua clamavi ad te; miserere mei, et exaudi me.
Drottinn, heyrðu hróp mitt! Ég kalla hátt! Sendu mér miskunn þína og hjálp!
8 Tibi dixit cor meum: Exquisivit te facies mea; faciem tuam, Domine, requiram.
Drottinn, ég minnist þess sem þú sagðir: „Þú þjóð mín, kom þú og leitaðu mín.“„Já, Drottinn! Ég kem!“svara ég.
9 Ne avertas faciem tuam a me; ne declines in ira a servo tuo. Adjutor meus esto; ne derelinquas me, neque despicias me, Deus salutaris meus.
Drottinn, hyl þig ekki fyrir mér. Hafnaðu ekki þjóni þínum í reiði. Þú varst mér skjól þegar á móti blés, yfirgefðu mig ekki. Hafnaðu mér ekki, þú Guð hjálpræðis míns.
10 Quoniam pater meus et mater mea dereliquerunt me; Dominus autem assumpsit me.
Þótt faðir minn og móðir vísuðu mér á bug, þá tækir þú mér tveim höndum og huggaðir mig.
11 Legem pone mihi, Domine, in via tua, et dirige me in semitam rectam, propter inimicos meos.
Drottinn, hvað á ég til bragðs að taka? Svaraðu mér fljótt! Óvinir umkringja mig!
12 Ne tradideris me in animas tribulantium me, quoniam insurrexerunt in me testes iniqui, et mentita est iniquitas sibi.
Láttu þá ekki ná mér, Drottinn! Láttu mig ekki falla þeim í hendur! Þeir ásaka mig að ástæðulausu og sitja á svikráðum við mig.
13 Credo videre bona Domini in terra viventium.
En ég treysti því að Drottinn frelsi mig og að ég sjái hjálp hans, því að enn er von, – enn er ég á lífi!
14 Expecta Dominum, viriliter age: et confortetur cor tuum, et sustine Dominum.
Þú, hver sem þú ert, misstu ekki vonina! Treystu Drottni og hann mun frelsa þig! Vertu hugrakkur og djarfur og óttastu ekki. Bíddu um stund og hann mun senda þér hjálp!