< Psalmorum 26 >

1 In finem. Psalmus David. Judica me, Domine, quoniam ego in innocentia mea ingressus sum, et in Domino sperans non infirmabor.
Drottinn, láttu mig ná rétti mínum, því að ég hef kappkostað að halda boð þín og treyst þér af öllu hjarta.
2 Proba me, Domine, et tenta me; ure renes meos et cor meum.
Rannsakaðu mig yst sem innst, Drottinn, og prófaðu viðhorf mín og einlægni.
3 Quoniam misericordia tua ante oculos meos est, et complacui in veritate tua.
Afstaða mín til lífsins og allra hluta mótaðist hjá þér. Þú kenndir mér elsku og sannleika.
4 Non sedi cum concilio vanitatis, et cum iniqua gerentibus non introibo.
Ég forðast félagsskap hræsnara og þeirra sem tala lygi.
5 Odivi ecclesiam malignantium, et cum impiis non sedebo.
Ég hef andstyggð á samkundum syndaranna og stíg ekki fæti þar inn.
6 Lavabo inter innocentes manus meas, et circumdabo altare tuum, Domine:
Ég þvæ hendur mínar, gef til kynna sakleysi mitt og geng að altari þínu
7 ut audiam vocem laudis, et enarrem universa mirabilia tua.
með þakkargjörð á vörum, minnugur máttarverka þinna.
8 Domine, dilexi decorem domus tuæ, et locum habitationis gloriæ tuæ.
Drottinn, ég elska hús þitt – helgidóminn þar sem dýrð þín birtist!
9 Ne perdas cum impiis, Deus, animam meam, et cum viris sanguinum vitam meam:
Láttu mér ekki farnast eins og syndurum og morðingjum
10 in quorum manibus iniquitates sunt; dextera eorum repleta est muneribus.
eða þeim sem beita saklausa menn vélráðum og heimta mútur.
11 Ego autem in innocentia mea ingressus sum; redime me, et miserere mei.
Nei, með slíkum á ég enga samleið. Ég geng hinn beina, en bratta veg sannleikans. Miskunna mér og frelsa mig.
12 Pes meus stetit in directo; in ecclesiis benedicam te, Domine.
Opinskátt og í áheyrn allra lofa ég Drottin, hann sem ver mig hrösun og falli.

< Psalmorum 26 >