< Psalmorum 25 >
1 In finem. Psalmus David. Ad te, Domine, levavi animam meam:
Drottinn, ég sendi bæn mína upp til þín.
2 Deus meus, in te confido; non erubescam.
Hafnaðu mér ekki, Drottinn, því að ég treysti þér. Láttu ekki óvini mína yfirbuga mig. Láttu þá ekki vinna sigur.
3 Neque irrideant me inimici mei: etenim universi qui sustinent te, non confundentur.
Sá sem treystir Drottni, mun ekki verða til skammar en hinir ótrúu verða það.
4 Confundantur omnes iniqua agentes supervacue. Vias tuas, Domine, demonstra mihi, et semitas tuas edoce me.
Drottinn, sýndu mér þann veg sem ég á að ganga, bentu mér á réttu leiðina.
5 Dirige me in veritate tua, et doce me, quia tu es Deus salvator meus, et te sustinui tota die.
Leiddu mig og kenndu mér því að þú ert sá eini Guð sem getur hjálpað. Á þig einan vona ég.
6 Reminiscere miserationum tuarum, Domine, et misericordiarum tuarum quæ a sæculo sunt.
Drottinn, minnstu ekki æskusynda minna. Líttu til mín miskunnaraugum og veittu mér náð.
7 Delicta juventutis meæ, et ignorantias meas, ne memineris. Secundum misericordiam tuam memento mei tu, propter bonitatem tuam, Domine.
Minnstu mín í elsku þinni og gæsku, Drottinn minn.
8 Dulcis et rectus Dominus; propter hoc legem dabit delinquentibus in via.
Drottinn er góður og fús að vísa þeim rétta leið, sem villst hafa.
9 Diriget mansuetos in judicio; docebit mites vias suas.
Hann sýnir þeim rétta leið sem leita hans með auðmjúku hjarta.
10 Universæ viæ Domini, misericordia et veritas, requirentibus testamentum ejus et testimonia ejus.
Þeir sem hlýða Drottni fá að ganga á hans vegum og upplifa elsku hans og trúfesti.
11 Propter nomen tuum, Domine, propitiaberis peccato meo; multum est enim.
En Drottinn, hvað um syndir mínar? Æ, þær eru svo margar! Fyrirgef þú mér vegna elsku þinnar og nafni þínu til dýrðar.
12 Quis est homo qui timet Dominum? legem statuit ei in via quam elegit.
Sá maður sem óttast Drottin – heiðrar hann og hlýðir honum – mun njóta leiðsagnar Guðs í lífinu.
13 Anima ejus in bonis demorabitur, et semen ejus hæreditabit terram.
Hann verður gæfumaður og börn hans erfa landið.
14 Firmamentum est Dominus timentibus eum; et testamentum ipsius ut manifestetur illis.
Drottinn sýnir trúnað og vináttu þeim sem óttast hann. Hann trúir þeim fyrir leyndarmálum sínum!
15 Oculi mei semper ad Dominum, quoniam ipse evellet de laqueo pedes meos.
Ég mæni á Drottin í von um hjálp, því að hann einn getur frelsað mig frá dauða.
16 Respice in me, et miserere mei, quia unicus et pauper sum ego.
Kom þú, Drottinn, og miskunna mér, því að ég er hrjáður og hjálparlaus og
17 Tribulationes cordis mei multiplicatæ sunt: de necessitatibus meis erue me.
vandi minn fer stöðugt vaxandi. Ó, frelsaðu mig úr neyð minni!
18 Vide humilitatem meam et laborem meum, et dimitte universa delicta mea.
Líttu á eymd mína og sársauka og fyrirgefðu mér syndir mínar!
19 Respice inimicos meos, quoniam multiplicati sunt, et odio iniquo oderunt me.
Sjáðu óvini mína og hve þeir hata mig!
20 Custodi animam meam, et erue me: non erubescam, quoniam speravi in te.
Frelsaðu mig frá þessu öllu! Bjargaðu mér úr klóm þeirra! Láttu engan segja að ég hafi treyst þér án árangurs.
21 Innocentes et recti adhæserunt mihi, quia sustinui te.
Láttu hreinskilni og heiðarleika vernda mig – já vera lífverði mína! Ég reiði mig á vernd þína.
22 Libera, Deus, Israël ex omnibus tribulationibus suis.
Ó, Guð, frelsa þú Ísrael úr öllum nauðum hans.