< Psalmorum 22 >

1 In finem, pro susceptione matutina. Psalmus David. Deus, Deus meus, respice in me: quare me dereliquisti? longe a salute mea verba delictorum meorum.
Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig? Hví ert þú þögull og hjálpar ekki þegar ég hrópa til þín í neyð minni?
2 Deus meus, clamabo per diem, et non exaudies; et nocte, et non ad insipientiam mihi.
Daga og nætur græt ég og ákalla þig, en fæ ekkert svar!
3 Tu autem in sancto habitas, laus Israël.
– En samt ert þú hinn heilagi og lofsöngvar Ísraels óma umhverfis hásæti þitt.
4 In te speraverunt patres nostri; speraverunt, et liberasti eos.
Feðurnir treystu þér og þú frelsaðir þá.
5 Ad te clamaverunt, et salvi facti sunt; in te speraverunt, et non sunt confusi.
Þú heyrðir er þeir hrópuðu til þín, brást við og bjargaðir þeim. Vonir þeirra brugðust ekki þegar þeir leituðu til þín.
6 Ego autem sum vermis, et non homo; opprobrium hominum, et abjectio plebis.
En ég er maðkur en ekki maður! Hræddur og fyrirlitinn af minni eigin þjóð – já öllum mönnum.
7 Omnes videntes me deriserunt me; locuti sunt labiis, et moverunt caput.
Þeir sem sjá mig hrista höfuðið og senda mér tóninn.
8 Speravit in Domino, eripiat eum: salvum faciat eum, quoniam vult eum.
„Er þetta sá sem treysti Drottni fyrir málum sínum?“segja þeir og hlæja. „Sá sem taldi sig öruggan um velþóknun Guðs? Því trúum við ekki fyrr en við sjáum Drottin hjálpa honum.“
9 Quoniam tu es qui extraxisti me de ventre, spes mea ab uberibus matris meæ.
Drottinn, oft hefur þú hjálpað mér. Móðir mín fæddi mig heilbrigðan í heiminn og þar varst þú til staðar og gættir mín, eins og öll mín bernskuár.
10 In te projectus sum ex utero; de ventre matris meæ Deus meus es tu:
Frá fæðingu hef ég átt allt undir þér. Þú varst minn Guð allt frá fyrstu stundu.
11 ne discesseris a me, quoniam tribulatio proxima est, quoniam non est qui adjuvet.
Yfirgef mig ekki nú, nei ekki núna á neyðarstundu þegar enginn getur hjálpað nema þú!
12 Circumdederunt me vituli multi; tauri pingues obsederunt me.
Ég er umkringdur illmennum. Þeir líkjast sterkum basan – uxum.
13 Aperuerunt super me os suum, sicut leo rapiens et rugiens.
Þeir æða að mér með opinn skoltinn, eins og öskrandi ljón sem ræðst á bráðina.
14 Sicut aqua effusus sum, et dispersa sunt omnia ossa mea: factum est cor meum tamquam cera liquescens in medio ventris mei.
Þrek mitt fjaraði út, rann út í sandinn og bein mín gliðnuðu sundur. Hjartað er bráðnað í brjósti mér
15 Aruit tamquam testa virtus mea, et lingua mea adhæsit faucibus meis: et in pulverem mortis deduxisti me.
og tungan þurr eins og brenndur leir. Þú lætur mig horfast í augu við dauðann.
16 Quoniam circumdederunt me canes multi; concilium malignantium obsedit me. Foderunt manus meas et pedes meos;
Hópur illvirkja hefur umkringt mig. Eins og hundar slá þeir hring um mig. Hendur mínar og fætur hafa þeir gegnumstungið.
17 dinumeraverunt omnia ossa mea. Ipsi vero consideraverunt et inspexerunt me.
Ég get talið öll mín bein. Þeir stara á mig og senda mér háðsglósur.
18 Diviserunt sibi vestimenta mea, et super vestem meam miserunt sortem.
Þeir skipta á milli sín klæðum mínum og varpa hlutkesti um kyrtil minn.
19 Tu autem, Domine, ne elongaveris auxilium tuum a me; ad defensionem meam conspice.
Ó, Drottinn, vertu ekki fjarri! Drottinn, styrkur minn, skunda mér til hjálpar!
20 Erue a framea, Deus, animam meam, et de manu canis unicam meam.
Bjargaðu mér frá dauða, frá því að falla fyrir hendi kúgarans.
21 Salva me ex ore leonis, et a cornibus unicornium humilitatem meam.
Frelsaðu mig úr gini þessara varga, undan hornum uxanna!
22 Narrabo nomen tuum fratribus meis; in medio ecclesiæ laudabo te.
Ég vil lofa þig meðal bræðra minna, standa upp í söfnuðinum og vitna um þín undursamlegu verk.
23 Qui timetis Dominum, laudate eum; universum semen Jacob, glorificate eum.
Ég segi: „Lofið Drottin, allir þið sem óttist hann, hver og einn ykkar heiðri hann og tigni. Allur Ísrael lofsyngi honum,
24 Timeat eum omne semen Israël, quoniam non sprevit, neque despexit deprecationem pauperis, nec avertit faciem suam a me: et cum clamarem ad eum, exaudivit me.
því að hann hefur ekki fyrirlitið ákall mitt um hjálp, ekki snúið við mér baki í eymd minni. Hann heyrði hróp mitt og kom!“
25 Apud te laus mea in ecclesia magna; vota mea reddam in conspectu timentium eum.
Ég vil rísa á fætur og vegsama þig fyrir augum þjóðar minnar. Heit mín vil ég efna í áheyrn allra þeirra sem elska þig og heiðra.
26 Edent pauperes, et saturabuntur, et laudabunt Dominum qui requirunt eum: vivent corda eorum in sæculum sæculi.
Fátæklingurinn mun eta sig saddan og allir þeir sem leita Drottins munu finna hann og vegsama nafn hans. Hjörtu þeirra munu fagna að eilífu.
27 Reminiscentur et convertentur ad Dominum universi fines terræ; et adorabunt in conspectu ejus universæ familiæ gentium:
Öll jörðin mun sjá það og snúa sér til Drottins, og fólk af öllum þjóðum mun vegsama hann.
28 quoniam Domini est regnum, et ipse dominabitur gentium.
Því að Drottinn er konungur yfir öllum þjóðum.
29 Manducaverunt et adoraverunt omnes pingues terræ; in conspectu ejus cadent omnes qui descendunt in terram.
Jafnt háir sem lágir, allir dauðlegir menn, lúti honum og lofi hann.
30 Et anima mea illi vivet; et semen meum serviet ipsi.
Og börnin okkar, – einnig þau munu þjóna honum því þau hafa heyrt vitnisburð okkar um hann.
31 Annuntiabitur Domino generatio ventura; et annuntiabunt cæli justitiam ejus populo qui nascetur, quem fecit Dominus.
Ófæddar kynslóðir munu heyra um máttarverk hans okkar á meðal.

< Psalmorum 22 >