< Psalmorum 115 >
1 Non nobis, Domine, non nobis, sed nomini tuo da gloriam:
Drottinn, gefðu ekki okkur, heldur þínu nafni dýrðina. Gefðu að allir vegsami þig vegna miskunnar þinnar og trúfesti.
2 super misericordia tua et veritate tua; nequando dicant gentes: Ubi est Deus eorum?
Hvers vegna leyfir þú heiðingjunum að segja: „Guð þeirra er ekki til!“
3 Deus autem noster in cælo; omnia quæcumque voluit fecit.
Guð er á himnum og hann gerir það sem hann vill.
4 Simulacra gentium argentum et aurum, opera manuum hominum.
Guðir heiðingjanna eru mannaverk, smíðisgripir úr silfri og gulli.
5 Os habent, et non loquentur; oculos habent, et non videbunt.
Þeir hvorki tala né sjá, en hafa þó bæði munn og augu!
6 Aures habent, et non audient; nares habent, et non odorabunt.
Þeir heyra ekki, finna enga lykt
7 Manus habent, et non palpabunt; pedes habent, et non ambulabunt; non clamabunt in gutture suo.
og hreyfa hvorki legg né lið! Þeir geta ekki sagt eitt einasta orð!
8 Similes illis fiant qui faciunt ea, et omnes qui confidunt in eis.
Smiðirnir sem þau gera og tilbiðja, eru engu gáfaðri en þau!
9 Domus Israël speravit in Domino; adjutor eorum et protector eorum est.
Ísrael, treystu Drottni! Hann er hjálpari þinn, hann er skjöldur þinn.
10 Domus Aaron speravit in Domino; adjutor eorum et protector eorum est.
Þið prestar af Aronsætt, treystið Drottni! Hann er ykkar hjálp og hlíf.
11 Qui timent Dominum speraverunt in Domino; adjutor eorum et protector eorum est.
Þú lýður hans, þið öll, yngri sem eldri, treystið honum. Hann er hjálp og skjöldur.
12 Dominus memor fuit nostri, et benedixit nobis. Benedixit domui Israël; benedixit domui Aaron.
Drottinn mun ekki gleyma okkur og hann blessar okkur öll. Hann blessar Ísraels fólk og prestana af Arons ætt,
13 Benedixit omnibus qui timent Dominum, pusillis cum majoribus.
já, alla, bæði háa og lága – þá sem óttast hann.
14 Adjiciat Dominus super vos, super vos et super filios vestros.
Drottinn blessi þig og börnin þín.
15 Benedicti vos a Domino, qui fecit cælum et terram.
Drottinn, hann sem skapaði himin og jörð, mun blessa þig – já, þig!
16 Cælum cæli Domino; terram autem dedit filiis hominum.
Himinninn tilheyrir Drottni, en jörðina gaf hann mönnunum.
17 Non mortui laudabunt te, Domine, neque omnes qui descendunt in infernum: ()
Ekki geta andaðir menn lofað Drottin hér á jörðu,
18 sed nos qui vivimus, benedicimus Domino, ex hoc nunc et usque in sæculum.
en það getum við! Við lofum hann að eilífu! Hallelúja! Lof sé Drottni!