< Apocalypsis 11 >
1 Et datus est mihi calamus similis virgæ, et dictum est mihi: Surge, et metire templum Dei, et altare, et adorantes in eo.
Nú var mér fengin mælistika og mér sagt að fara og mæla musteri Guðs, þar með talið svæðið umhverfis altarið. Auk þess átti ég að telja þá sem þar biðjast fyrir.
2 atrium autem, quod est foris templum, eiice foras, et ne metiaris illud: quoniam datum est Gentibus, et civitatem sanctam calcabunt mensibus quadraginta duobus:
„Þú skalt ekki mæla forgarðinn fyrir utan musterið, “var sagt við mig, „því að hann er fyrir heiðingjana og þeir munu fótum troða borgina heilögu í fjörutíu og tvo mánuði.
3 et dabo duobus testibus meis, et prophetabunt diebus mille ducentis sexaginta, amicti saccis.
Vottana mína tvo mun ég láta spá, tötrum klædda, í 1.260 daga.“
4 Hi sunt duæ olivæ, et duo candelabra in conspectu Domini terræ stantes.
Þessir tveir spámenn eru ólífutrén tvö og lamparnir tveir, sem standa frammi fyrir Guði allrar jarðarinnar.
5 Et si quis voluerit eos nocere, ignis exiet de ore eorum, et devorabit inimicos eorum: et si quis voluerit eos lædere, sic oportet eum occidi.
Eldtungurnar, sem ganga út af munni þeirra, munu deyða hvern þann sem reynir að valda þeim tjóni.
6 Hi habent potestatem claudendi cælum, ne pluat diebus prophetiæ ipsorum: et potestatem habent super aquas convertendi eas in sanguinem, et percutere terram omni plaga quotiescumque voluerint.
Þeir hafa vald til að loka himninum, svo að ekki rigni þau þrjú og hálft ár sem þeir eru að spá. Þeir mega líka breyta ám og höfum í blóð og leiða alls konar plágur yfir jörðina, eins oft og þeir vilja.
7 Et cum finierint testimonium suum, bestia, quæ ascendit de abysso, faciet adversum eos bellum, et vincet illos, et occidet eos. (Abyssos )
Þegar þeir hafa borið vitni í þrjú og hálft ár, mun harðstjórinn, sem stígur upp úr undirdjúpunum, lýsa yfir stríði gegn þeim, sigra þá og drepa. (Abyssos )
8 Et corpora eorum iacebunt in plateis civitatis magnæ, quæ vocatur spiritualiter Sodoma, et Ægyptus, ubi et Dominus eorum crucifixus est.
Líkamar þeirra munu verða til sýnis í Jerúsalem í þrjá og hálfan dag – borginni þar sem Drottinn þeirra var krossfestur (en henni má líkja við Sódómu eða Egyptaland). Enginn mun fá að jarða þá og fólk frá mörgum þjóðum mun þyrpast að til að skoða líkin.
9 Et videbunt de tribubus, et populis, et linguis, et Gentibus corpora eorum per tres dies, et dimidium: et corpora eorum non sinent poni in monumentis.
10 et inhabitantes terram gaudebunt super illos, et iucundabuntur: et munera mittent invicem, quoniam hi duo prophetæ cruciaverunt eos, qui habitabant super terram.
Fagnaðarlæti munu brjótast út um allan heim. Fólk mun gleðjast hvarvetna, gefa hvert öðru gjafir og halda hátíð vegna dauða spámannanna tveggja, sem svo mikið höfðu kvalið það.
11 Et post dies tres, et dimidium, spiritus vitæ a Deo intravit in eos. Et steterunt super pedes suos, et timor magnus cecidit super eos, qui viderunt eos.
En þegar þessir þrír og hálfi dagur eru liðnir, mun lífsandi frá Guði koma í þá og þeir munu rísa á fætur. Þá mun mikil skelfing grípa um sig meðal allra.
12 Et audierunt vocem magnam de cælo, dicentem eis: Ascendite huc. Et ascenderunt in cælum in nube: et viderunt illos inimici eorum.
Þá mun kallað frá himni sterkri röddu: „Komið hingað upp!“Mennirnir tveir munu þá stíga upp til himna í skýi og óvinir þeirra horfa á eftir þeim.
13 Et in illa hora factus est terræmotus magnus, et decima pars civitatis cecidit: et occisa sunt in terræmotu nomina hominum septem millia: et reliqui in timorem sunt missi, et dederunt gloriam Deo cæli.
Á sömu stundu mun gífurlegur jarðskjálfti verða og tíundi hluti borgarinnar jafnast við jörðu. Sjö þúsund manns munu láta lífið. Mikil skelfing grípur um sig meðal þeirra sem komast af og þeir munu gefa Guði himnanna dýrðina.
14 Væ secundum abiit: et ecce væ tertium veniet cito.
Önnur hörmungin er liðin hjá, en sú þriðja er skammt undan.
15 Et septimus angelus tuba cecinit: et factæ sunt voces magnæ in cælo dicentes: Factum est regnum huius mundi, Domini nostri et Christi eius, et regnabit in sæcula sæculorum: Amen. (aiōn )
Rétt í því blés engillinn í lúðurinn. Þá heyrðist hrópað hárri röddu frá himnum: „Nú er allur heimurinn á valdi Drottins og í hendi Krists og hann mun ríkja um aldir alda.“ (aiōn )
16 Et viginti quattuor seniores, qui in conspectu Dei sedent in sedibus suis, ceciderunt in facies suas, et adoraverunt Deum, dicentes:
Öldungarnir tuttugu og fjórir, sem sitja í hásætum sínum frammi fyrir Guði, fleygðu sér nú fram í tilbeiðslu og sögðu:
17 Gratias agimus tibi Domine Deus omnipotens, qui es, et qui eras, et qui venturus es: quia accepisti virtutem tuam magnam, et regnasti.
„Við þökkum þér, Drottinn Guð, þú hinn almáttki, sem ert og varst, því að nú hefur þú tekið völdin í þínar hendur og gjörst konungur að eilífu.
18 Et iratæ sunt Gentes, et advenit ira tua, et tempus mortuorum iudicari, et reddere mercedem servis tuis Prophetis, et sanctis, et timentibus nomen tuum pusillis, et magnis, et exterminandi eos, qui corruperunt terram.
Þjóðirnar reiddust þér, en nú er röðin komin að þér að reiðast! Nú er kominn tími til að dæma þá dauðu og gefa þjónum þínum launin – spámönnunum og þeim sem þú hefur helgað þér, stórum og smáum, öllum sem hlýða þér – og eyða þeim sem spillt hafa jörðinni.“
19 Et apertum est templum Dei in cælo: et visa est arca testamenti eius in templo eius, et facta sunt fulgura, et voces, et terræmotus, et grando magna.
Nú var musteri Guðs á himnum opnað og þar gat að líta sáttmálsörk hans! Og þrumur og eldingar komu og mikið hagl dundi yfir. Heimurinn nötraði í hrikalegum jarðskjálfta.