< Psalmorum 119 >
1 Alleluia. ALEPH. Beati immaculati in via: qui ambulant in lege Domini.
Sælir eru þeir sem breyta í öllu eftir lögum Guðs.
2 Beati, qui scrutantur testimonia eius: in toto corde exquirunt eum.
Sælir eru þeir sem leita Guðs og gera vilja hans í hvívetna,
3 Non enim qui operantur iniquitatem, in viis eius ambulaverunt.
þeir sem hafna málamiðlun við hið illa og ganga heilshugar á Guðs vegum.
4 Tu mandasti mandata tua custodiri nimis.
Þú, Drottinn, gafst okkur lög þín til þess að við hlýddum þeim
5 Utinam dirigantur viæ meæ, ad custodiendas iustificationes tuas.
– ó, hve ég þrái að breyta grandvarlega eftir þeim.
6 Tunc non confundar, cum perspexero in omnibus mandatis tuis.
Þá verð ég ekki til skammar, heldur hef hreinan skjöld.
7 Confitebor tibi in directione cordis: in eo quod didici iudicia iustitiæ tuæ.
Ég vil þakka þér leiðsögn þína og réttláta ögun, það hefur kennt mér að lifa lífinu rétt!
8 Iustificationes tuas custodiam: non me derelinquas usquequaque.
Ég vil vera þér hlýðinn! Og þá veit ég að þú munt alls ekki yfirgefa mig.
9 BETH. In quo corrigit adolescentior viam suam? in custodiendo sermones tuos.
Hvernig getur ungt fólk lifað hreinu lífi? Með því að hlusta á orð þín og fara eftir þeim.
10 In toto corde meo exquisivi te: ne repellas me a mandatis tuis.
Ég leitaði þín af öllu hjarta – láttu mig ekki villast burt frá boðum þínum.
11 In corde meo abscondi eloquia tua: ut non peccem tibi.
Ég hef íhugað orð þín af kostgæfni og varðveitt þau í hjarta mínu svo að þau verndi mig frá því að syndga.
12 Benedictus es Domine: doce me iustificationes tuas.
Lof sé þér Drottinn, kenndu mér lög þín.
13 In labiis meis, pronunciavi omnia iudicia oris tui.
Ég fer með lög þín upphátt
14 In via testimoniorum tuorum delectatus sum, sicut in omnibus divitiis.
– þau veita mér meiri gleði en mikil auðæfi.
15 In mandatis tuis exercebor: et considerabo vias tuas.
Ég vil íhuga þau og hafa þau í heiðri.
16 In iustificationibus tuis meditabor: non obliviscar sermones tuos.
Ég gleðst yfir þeim og gleymi þeim ekki.
17 GHIMEL. Retribue servo tuo, vivifica me: et custodiam sermones tuos.
Leyfðu mér að lifa langa ævi, og læra að hlýða þér meir og meir.
18 Revela oculos meos: et considerabo mirabilia de lege tua.
Opnaðu augu mín svo að ég sjái dásemdirnar í orði þínu.
19 Incola ego sum in terra: non abscondas a me mandata tua.
Ég er pílagrímur hér á jörðu – mikið vantar mig leiðsögn! Boðorð þín eru mér bæði leiðsögn og kort!
20 Concupivit anima mea desiderare iustificationes tuas, in omni tempore.
Ég þrái fyrirmæli þín meira en orð fá lýst!
21 Increpasti superbos: maledicti qui declinant a mandatis tuis.
Ávítaðu þá sem hafna boðum þínum. Þeir hafa kallað bölvun yfir sig.
22 Aufer a me opprobrium, et contemptum: quia testimonia tua exquisivi.
Láttu það ekki viðgangast að þeir spotti mig fyrir að hlýða þér.
23 Etenim sederunt principes, et adversum me loquebantur: servus autem tuus exercebatur in iustificationibus tuis.
Jafnvel þjóðhöfðingjar hallmæla mér, en samt vil ég halda lög þín.
24 Nam et testimonia tua meditatio mea est: et consilium meum iustificationes tuæ.
Lögmál þitt er mér bæði ljós og leiðsögn.
25 DALETH. Adhæsit pavimento anima mea: vivifica me secundum verbum tuum.
Ég er bugaður maður, alveg kominn á kné. Lífgaðu mig með orði þínu!
26 Vias meas enunciavi, et exaudisti me: doce me iustificationes tuas.
Ég sagði þér áform mín og þú svaraðir mér. Skýrðu nú fyrir mér leiðsögn þína,
27 Viam iustificationum tuarum instrue me: et exercebor in mirabilibus tuis.
svo að ég skilji hvað þú vilt og upplifi dásemdir þínar.
28 Dormitavit anima mea præ tædio: confirma me in verbis tuis.
Ég græt af hryggð, hjarta mitt er bugað af sorg. Uppörvaðu mig og lífga með orðum þínum.
29 Viam iniquitatis amove a me: et de lege tua miserere mei.
Leiddu mig burt frá öllu illu. Hjálpaðu mér, óverðugum, að hlýða lögum þínum,
30 Viam veritatis elegi: iudicia tua non sum oblitus.
því að ég hef valið að gera rétt.
31 Adhæsi testimoniis tuis Domine: noli me confundere.
Ég held mér við boðorð þín og hlýði þeim vandlega. Drottinn, forðaðu mér frá öllu rugli.
32 Viam mandatorum tuorum cucurri, cum dilatasti cor meum.
Ég vil kappkosta að fara eftir lögum þínum, því að þú hefur gert mig glaðan í sinni.
33 HE. Legem pone mihi Domine viam iustificationum tuarum: et exquiram eam semper.
Segðu mér, Drottinn, hvað mér ber að gera og þá mun ég gera það.
34 Da mihi intellectum, et scrutabor legem tuam: et custodiam illam in toto corde meo.
Ég vil hlýða þér af heilum hug svo lengi sem ég lifi.
35 Deduc me in semitam mandatorum tuorum: quia ipsam volui.
Ó, leiddu mig um réttan veg, – því hvað er betra en það?!
36 Inclina cor meum in testimonia tua: et non in avaritiam.
Gefðu að ég hlýði reglum þínum, en leiti ekki eftir rangfengnum gróða.
37 Averte oculos meos ne videant vanitatem: in via tua vivifica me.
Snúðu huga mínum frá öllu öðru en því að fylgja þér. Lífgaðu mig, hresstu mig, svo að ég geti horft til þín.
38 Statue servo tuo eloquium tuum, in timore tuo.
Minntu mig á það aftur og aftur að fyrirheit þín gilda fyrir mig! Já, ég treysti þér, heiðra þig og óttast!
39 Amputa opprobrium meum, quod suspicatus sum: quia iudicia tua iucunda.
Þaggaðu niður háðið og spottið sem beint er að mér, því að lög þín eru góð og þeim fylgi ég.
40 Ecce concupivi mandata tua: in æquitate tua vivifica me.
Ég þrái að hlýða þeim. Þess vegna, Drottinn, lífgaðu mig við!
41 VAU. Et veniat super me misericordia tua Domine: salutare tuum secundum eloquium tuum.
Þú lofaðir að frelsa mig! Miskunna mér nú í kærleika þínum,
42 Et respondebo exprobrantibus mihi verbum: quia speravi in sermonibus tuis.
og þá mun ég geta svarað þeim sem spotta mig, því að orðum þínum treysti ég.
43 Et ne auferas de ore meo verbum veritatis usquequaque: quia in iudiciis tuis supersperavi.
Gef að ég gleymi aldrei orðum þínum og treysti alltaf þínum réttláta úrskurði.
44 Et custodiam legem tuam semper: in sæculum et in sæculum sæculi.
Þess vegna vil ég hlýða þér um aldur
45 Et ambulabam in latitudine: quia mandata tua exquisivi.
og ævi og njóta þess frelsis sem lög þín veita.
46 Et loquebar in testimoniis tuis in conspectu regum: et non confundebar.
Ég mun fræða konunga um gildi þeirra og þeir munu hlusta af áhuga og virðingu.
47 Et meditabar in mandatis tuis, quæ dilexi.
Ég elska lög þín! Ég gleðst yfir boðum þínum!
48 Et levavi manus meas ad mandata tua, quæ dilexi: et exercebar in iustificationibus tuis.
„Komið, komið til mín!“segi ég við þau; því að ég elska þau og þrái að íhuga þau.
49 ZAIN. Memor esto verbi tui servo tuo, in quo mihi spem dedisti.
Drottinn, gleymdu ekki fyrirheitum þeim sem þú gafst mér, þjóni þínum, – þau eru það sem ég treysti á.
50 Hæc me consolata est in humilitate mea: quia eloquium tuum vivificavit me.
Þau eru styrkur minn þegar á móti blæs – þau hressa mig og lífga!
51 Superbi inique agebant usquequaque: a lege autem tua non declinavi.
Ofstopamenn spotta mig fyrir hlýðni mína við Guð, en ég læt ekki haggast.
52 Memor fui iudiciorum tuorum a sæculo Domine: et consolatus sum.
Allt frá því ég var barn hef ég leitast við að hlýða þér, orð þín hafa verið mér huggun.
53 Defectio tenuit me, pro peccatoribus derelinquentibus legem tuam.
Ég reiðist hinum óguðlegu, þeim sem hafna og fyrirlíta lög þín.
54 Cantabiles mihi erant iustificationes tuæ, in loco peregrinationis meæ.
Því að þessi lög hafa verið uppspretta gleði minnar alla ævi.
55 Memor fui nocte nominis tui Domine: et custodivi legem tuam.
Um nætur hugsa ég til þín Drottinn og minnist laga þinna.
56 Hæc facta est mihi: quia iustificationes tuas exquisivi.
Það hefur veitt mér mikla blessun að halda fyrirmæli þín.
57 HETH. Portio mea Domine, dixi custodire legem tuam.
Drottinn, þú ert minn og ég hef ákveðið að hlýða orðum þínum.
58 Deprecatus sum faciem tuam in toto corde meo: miserere mei secundum eloquium tuum.
Ég þrái blessun þína af öllu hjarta. Miskunna mér eins og þú lofaðir mér.
59 Cogitavi vias meas: et converti pedes meos in testimonia tua.
Þegar ég sá að ég var á rangri leið,
60 Paratus sum, et non sum turbatus: ut custodiam mandata tua.
snéri ég við og flýtti mér aftur til þín.
61 Funes peccatorum circumplexi sunt me: et legem tuam non sum oblitus.
Óguðlegir menn hafa reynt að tæla mig til syndar, en ég er staðráðinn í að hlýða lögum þínum.
62 Media nocte surgebam ad confitendum tibi, super iudicia iustificationis tuæ.
Um miðnætti rís ég upp og þakka þér þín réttlátu ákvæði.
63 Particeps ego sum omnium timentium te: et custodientium mandata tua.
Sá er bróðir minn sem óttast og treystir Drottni og hlýðir orðum hans.
64 Misericordia tua Domine plena est terra: iustificationes tuas doce me.
Ó, Drottinn, jörðin er full af miskunn þinni! Kenndu mér lög þín!
65 TETH. Bonitatem fecisti cum servo tuo Domine, secundum verbum tuum.
Drottinn, blessun þín umlykur mig, eins og þú hafðir lofað mér.
66 Bonitatem, et disciplinam, et scientiam doce me: quia mandatis tuis credidi.
Kenndu mér góð hyggindi og þekkingu, því að lög þín vísa mér veginn.
67 Priusquam humiliarer ego deliqui: propterea eloquium tuum custodivi.
Áður var ég reikull, þar til þú refsaðir mér, en nú hlýði ég þér með glöðu geði.
68 Bonus es tu: et in bonitate tua doce me iustificationes tuas.
Þú ert góður og gerir aðeins gott, hjálpaðu mér að fylgja leiðsögn þinni.
69 Multiplicata est super me iniquitas superborum: ego autem in toto corde meo scrutabor mandata tua.
Ofstopamenn hafa spunnið upp lygar um mig, en málið er, að ég hlýði lögum þínum af öllu hjarta.
70 Coagulatum est sicut lac cor eorum: ego vero legem tuam meditatus sum.
Þeir eru tilfinningalausir, skilja ekkert, en ég elska þig og fylgi orðum þínum.
71 Bonum mihi quia humiliasti me: ut discam iustificationes tuas.
Hirting þín var það besta sem fyrir mig gat komið, því að hún beindi augum mínum að lögum þínum.
72 Bonum mihi lex oris tui, super millia auri, et argenti.
Lög þín eru mér meira virði en hrúgur af gulli og silfri!
73 IOD. Manus tuæ fecerunt me, et plasmaverunt me: da mihi intellectum, et discam mandata tua.
Þú, Drottinn, ert skapari minn, gefðu mér vit til að halda lög þín.
74 Qui timent te videbunt me, et lætabuntur: quia in verba tua supersperavi.
Allir þeir sem óttast og elska þig, taka mér vel, þeir sjá að einnig ég treysti orðum þínum.
75 Cognovi Domine quia æquitas iudicia tua: et in veritate tua humiliasti me.
Ég veit, Drottinn, að ákvarðanir þínar eru réttar og að úrskurðir þínir gerðu mér gott.
76 Fiat misericordia tua ut consoletur me, secundum eloquium tuum servo tuo.
Huggaðu mig með miskunn þinni, eins og þú lofaðir mér.
77 Veniant mihi miserationes tuæ, et vivam: quia lex tua meditatio mea est.
Umvef mig náð þinni svo að ég haldi lífi. Lög þín eru unun mín.
78 Confundantur superbi, quia iniuste iniquitatem fecerunt in me: ego autem exercebor in mandatis tuis.
Lát hina stoltu verða til skammar, þá sem beita mig brögðum. En ég vil íhuga fyrirmæli þín.
79 Convertantur mihi timentes te: et qui noverunt testimonia tua.
Láttu þá sem treysta þér, þá sem heiðra þig, koma til mín og við munum ræða lög þín.
80 Fiat cor meum immaculatum in iustificationibus tuis, ut non confundar.
Gefðu mér náð til að þóknast vilja þínum svo að ég verði aldrei til skammar.
81 CAPH. Defecit in salutare tuum anima mea: et in verbum tuum supersperavi.
Ég þrái hjálp þína af öllu hjarta! Þú lofaðir að hjálpa mér!
82 Defecerunt oculi mei in eloquium tuum, dicentes: Quando consolaberis me?
Ég einblíni á þig, bíð eftir því að sjá loforð þitt rætast. Hvenær ætlar þú að hugga mig með hjálp þinni?
83 Quia factus sum sicut uter in pruina: iustificationes tuas non sum oblitus.
Ég er eins og hrukkóttur vínbelgur, skorpinn af reyk, uppgefinn af að bíða. Samt held ég fast við lög þín og hlýði þeim.
84 Quot sunt dies servi tui: quando facies de persequentibus me iudicium?
Hve lengi verð ég að bíða þess að þú refsir ofsækjendum mínum?
85 Narraverunt mihi iniqui fabulationes: sed non ut lex tua.
Ofstopamenn sem hata sannleika þinn og lög hafa grafið mér gryfju.
86 Omnia mandata tua veritas: inique persecuti sunt me, adiuva me.
Lygi þeirra hefur komið mér í mikinn vanda. Þú elskar sannleikann, hjálpaðu mér!
87 Paulominus consummaverunt me in terra: ego autem non dereliqui mandata tua.
Þeir höfðu næstum gert út af við mig, en ég neitaði að láta undan og óhlýðnast lögum þínum.
88 Secundum misericordiam tuam vivifica me: et custodiam testimonia oris tui.
Láttu mig halda lífi sakir miskunnar þinnar og ég mun halda áfram að fara eftir boðum þínum.
89 LAMED. In æternum Domine, verbum tuum permanet in cælo.
Drottinn, á himnum stendur orð þitt óhaggað um eilífð.
90 In generationem et generationem veritas tua: fundasti terram, et permanet.
Trúfesti þín nær frá kynslóð til kynslóðar, hún stendur óhögguð eins og jörðin sem þú hefur skapað.
91 Ordinatione tua perseverat dies: quoniam omnia serviunt tibi.
Hún varir samkvæmt orðum þínum. Allir hlutir lúta þér.
92 Nisi quod lex tua meditatio mea est: tunc forte periissem in humilitate mea.
Ég hefði örvænt og farist ef lögmál þitt hefði ekki verið unun mín.
93 In æternum non obliviscar iustificationes tuas: quia in ipsis vivificasti me.
Ég mun aldrei yfirgefa lög þín, í þeim fann ég lífsgleði og góða heilsu.
94 Tuus sum ego, salvum me fac: quoniam iustificationes tuas exquisivi.
Ég tilheyri þér! Ég bið þig, varðveittu mig! Ég vil breyta eftir orðum þínum.
95 Me expectaverunt peccatores ut perderent me: testimonia tua intellexi.
Óguðlegir bíða færis til að drepa, en ég íhuga loforð þín og reglur.
96 Omnis consummationis vidi finem: latum mandatum tuum nimis.
Ekkert er fullkomið í þessum heimi nema eitt – orð þín.
97 MEM. Quomodo dilexi legem tuam Domine? tota die meditatio mea est.
Ég elska þau! Ég íhuga þau liðlangan daginn.
98 Super inimicos meos prudentem me fecisti mandato tuo: quia in æternum mihi est.
Þau hafa gert mig vitrari en óvini mína, veitt mér leiðsögn gegnum lífið.
99 Super omnes docentes me intellexi: quia testimonia tua meditatio mea est.
Ég er orðinn hyggnari en allir kennarar mínir, því að ég íhuga reglur þínar,
100 Super senes intellexi: quia mandata tua quæsivi.
skynsamari en öldungar, því að ég held fyrirmæli þín.
101 Ab omni via mala prohibui pedes meos: ut custodiam verba tua.
Ég hef hafnað vegum illskunnar, því að ég vil vera hlýðinn orðum þínum.
102 A iudiciis tuis non declinavi: quia tu legem posuisti mihi.
Ekki hef ég snúið baki við fyrirmælum þínum;
103 Quam dulcia faucibus meis eloquia tua, super mel ori meo!
orð þín eru sætari en hunang!
104 A mandatis tuis intellexi: propterea odivi omnem viam iniquitatis.
Orð þín ein veita mér skilning og vísdóm, er þá nokkur hissa þótt ég hati lygina?
105 NUN. Lucerna pedibus meis verbum tuum, et lumen semitis meis.
Þitt orð er lampi fóta minna, ljós á vegum mínum. Það forðar mér frá hrösun.
106 Iuravi, et statui custodire iudicia iustitiæ tuæ.
Ég hef sagt það áður og segi enn: „Ég vil hlýða lögum þínum, þau eru yndisleg!“
107 Humiliatus sum usquequaque Domine: vivifica me secundum verbum tuum.
Óvinum mínum hefur næstum tekist að koma mér á kné, frelsaðu mig eins og þú lofaðir mér!
108 Voluntaria oris mei beneplacita fac Domine: et iudicia tua doce me.
Hlustaðu á þakkargjörð mína og kenndu mér vilja þinn.
109 Anima mea in manibus meis semper: et legem tuam non sum oblitus.
Líf mitt hangir á bláþræði, samt vil ég ekki óhlýðnast boðum þínum.
110 Posuerunt peccatores laqueum mihi: et de mandatis tuis non erravi.
Illmenni hafa lagt gildrur fyrir mig, en ég mun ekki víkja af þínum vegi.
111 Hereditate acquisivi testimonia tua in æternum: quia exultatio cordis mei sunt.
Lög þín eru það besta sem ég á! – Þau eru fjársjóður minn og endast mér að eilífu!
112 Inclinavi cor meum ad faciendas iustificationes tuas in æternum, propter retributionem.
Ég er ákveðinn í að hlýða þér allt þar til ég dey.
113 SAMECH. Iniquos odio habui: et legem tuam dilexi.
Þeir finnst mér andstyggilegir sem haltra til beggja hliða – þeir sem ófúsir eru að hlýða þér. Mitt val er klárt: Ég elska boðorð þín.
114 Adiutor, et susceptor meus es tu: et in verbum tuum supersperavi.
Þú ert skjól mitt og skjöldur og ég treysti orðum þínum.
115 Declinate a me maligni: et scrutabor mandata Dei mei.
Burt frá mér, þið illgjörðamenn! Reynið ekki að fá mig til að óhlýðnast boðorðum Guðs.
116 Suscipe me secundum eloquium tuum, et vivam: et non confundas me ab expectatione mea.
Drottinn, þú lofaðir að halda í mér lífinu. Láttu engan geta sagt að þú hafir brugðist mér.
117 Adiuva me, et salvus ero: et meditabor in iustificationibus tuis semper.
Hjálpaðu mér svo að ég megi frelsast og halda áfram að íhuga orðin þín.
118 Sprevisti omnes discedentes a iudiciis tuis: quia iniusta cogitatio eorum.
Þú snýrð þér frá þeim sem afneita lögum þínum. Þeir verða sjálfum sér til skammar.
119 Prævaricantes reputavi omnes peccatores terræ: ideo dilexi testimonia tua.
Illgjörðamennirnir eru eins og sorp í þínum augum. Ég vil ekki vera einn af þeim, og þess vegna elska ég þig og hlýði lögum þínum.
120 Confige timore tuo carnes meas: a iudiciis enim tuis timui.
Ég skelf af hræðslu við þig; óttast að þú dæmir mig sekan.
121 AIN. Feci iudicium et iustitiam: non tradas me calumniantibus me.
Ofursel mig ekki duttlungum óvina minna, því að ég hef iðkað réttlæti og verið heiðarlegur í öllu.
122 Suscipe servum tuum in bonum: non calumnientur me superbi.
Lofaðu mér einu: Að blessa mig! Láttu ekki hina hrokafullu kúga mig.
123 Oculi mei defecerunt in salutare tuum: et in eloquium iustitiæ tuæ.
Ó, Drottinn, hvenær ætlar þú að efna loforð þitt og frelsa mig?
124 Fac cum servo tuo secundum misericordiam tuam: et iustificationes tuas doce me.
Drottinn, gerðu við mig eftir gæsku þinni og kenndu mér, þjóni þínum, hlýðni.
125 Servus tuus sum ego: da mihi intellectum, ut sciam testimonia tua.
Ég er þjónn þinn, gefðu mér því vit til að fara eftir reglum þínum í öllu sem ég geri.
126 Tempus faciendi Domine: dissipaverunt legem tuam.
Drottinn, láttu nú til skarar skríða! Þessi illmenni hafa brotið lög þín.
127 Ideo dilexi mandata tua, super aurum et topazion.
Ég elska boðorð þín meira en skíra gull!
128 Propterea ad omnia mandata tua dirigebar: omnem viam iniquam odio habui.
Öll eru þau réttlát, boðorð Guðs, sama um hvað þau fjalla. Aðrar reglur vil ég ekki sjá.
129 PHE. Mirabilia testimonia tua: ideo scrutata est ea anima mea.
Lögmál þitt er yndislegt! Er einhver hissa á að ég vilji hlýða því?
130 Declaratio sermonum tuorum illuminat: et intellectum dat parvulis.
Þú útskýrir fyrir okkur orð þín og jafnvel einfeldningurinn skilur þau.
131 Os meum aperui, et attraxi spiritum: quia mandata tua desiderabam.
Orð þín vekja áhuga minn, ég hlusta á þau með opnum munni!
132 Aspice in me, et miserere mei, secundum iudicium diligentium nomen tuum.
Komdu og miskunnaðu mér, eins og öðrum þeim sem elska þig.
133 Gressus meos dirige secundum eloquium tuum: et non dominetur mei omnis iniustitia.
Leiðbeindu mér með lögum þínum, svo að hið illa nái ekki tökum á mér.
134 Redime me a calumniis hominum: ut custodiam mandata tua.
Bjargaðu mér úr klóm vondra manna svo að ég geti farið eftir fyrirmælum þínum.
135 Faciem tuam illumina super servum tuum: et doce me iustificationes tuas.
Líttu til mín í náð þinni og kenndu mér lög þín.
136 Exitus aquarum deduxerunt oculi mei: quia non custodierunt legem tuam.
Ég græt því að lög þín eru fótum troðin.
137 SADE. Iustus es Domine: et rectum iudicium tuum.
Drottinn, þú ert réttvís og refsing þín sanngjörn.
138 Mandasti iustitiam testimonia tua: et veritatem tuam nimis.
Skipanir þínar góðar og réttlátar.
139 Tabescere me fecit zelus meus: quia obliti sunt verba tua inimici mei.
Ég er í uppnámi og reiðin sýður í mér, því að óvinir mínir hafa forsmáð lög þín.
140 Ignitum eloquium tuum vehementer: et servus tuus dilexit illud.
Ég hef séð að orð þín eru sönn og hrein, og þess vegna elska ég þau!
141 Adolescentulus sum ego, et contemptus: iustificationes tuas non sum oblitus.
Ég er lítilmótlegur og fyrirlitinn en boðorðum þínum hef ég ekki gleymt.
142 Iustitia tua, iustitia in æternum: et lex tua veritas.
Réttlæti þitt varir að eilífu, og lög þín eru byggð á trúfesti.
143 Tribulatio, et angustia invenerunt me: mandata tua meditatio mea est.
Boðorð þín eru huggun mín í andstreymi og neyð.
144 Æquitas testimonia tua in æternum: intellectum da mihi, et vivam.
Lög þín eru réttlát í öllum greinum. Hjálpaðu mér að skilja þau svo að ég haldi lífi.
145 COPH. Clamavi in toto corde meo, exaudi me Domine: iustificationes tuas requiram.
Ég ákalla þig af öllu hjarta! Bænheyrðu mig, Drottinn! Þá mun ég hlýða lögum þínum.
146 Clamavi ad te, salvum me fac: ut custodiam mandata tua.
„Bjargaðu mér!“hrópa ég, „svo að ég geti hlýtt þér.“
147 Præveni in maturitate, et clamavi: quia in verba tua supersperavi.
Fyrir sólarupprás var ég á fótum, ég bað til þín og beið svars.
148 Prævenerunt oculi mei ad te diluculo: ut meditarer eloquia tua.
Já, ég vaki um nætur og íhuga fyrirheit þín.
149 Vocem meam audi secundum misericordiam tuam Domine: et secundum iudicium tuum vivifica me.
Hlustaðu á bæn mína og miskunna mér, bjargaðu lífi mínu eins og þú hefur heitið mér.
150 Appropinquaverunt persequentes me iniquitati: a lege autem tua longe facti sunt.
Nú koma illmennin, nú gera þau árás! Orð þitt þekkja þeir ekki, nei alls ekki.
151 Prope es tu Domine: et omnes viæ tuæ veritas.
En þú Drottinn ert mér nærri, í trúfesti eru orð þín sögð.
152 Initio cognovi de testimoniis tuis: quia in æternum fundasti ea.
Ég heyrði orð þín í bernsku og veit að þau breytast ekki.
153 RES. Vide humilitatem meam, et eripe me: quia legem tuam non sum oblitus.
Líttu á sorg mína og bjargaðu mér, því að boðum þínum hef ég hlýtt.
154 Iudica iudicium meum, et redime me: propter eloquium tuum vivifica me.
Já, frelsaðu mig frá dauða samkvæmt orði þínu.
155 Longe a peccatoribus salus: quia iustificationes tuas non exquisierunt.
Óguðlegir munu ekki frelsast því að þeim er sama um boðorð þín.
156 Misericordiæ tuæ multæ Domine: secundum iudicium tuum vivifica me.
Drottinn, mikil er miskunn þín, bjargaðu lífi mínu!
157 Multi qui persequuntur me, et tribulant me: a testimoniis tuis non declinavi.
Margir eru óvinir mínir og fjendur, en frá reglum þínum hvika ég ekki.
158 Vidi prævaricantes, et tabescebam: quia eloquia tua non custodierunt.
Þarna eru svikararnir – mér býður við þeim! Þeim er alveg sama um orð þitt.
159 Vide quoniam mandata tua dilexi Domine: in misericordia tua vivifica me.
Drottinn, það skaltu vita, að ég elska boðorð þín. Miskunnaðu mér og leyfðu mér að halda lífi og heilsu.
160 Principium verborum tuorum, veritas: in æternum omnia iudicia iustitiæ tuæ.
Trúfestin er rauði þráðurinn í orðum þínum og reglur þínar vara að eilífu.
161 SIN. Principes persecuti sunt me gratis: et a verbis tuis formidavit cor meum.
Höfðingjar ofsækja mig án saka, hvað geri ég? – skoða lög þín með lotningu!
162 Lætabor ego super eloquia tua: sicut qui invenit spolia multa.
Ég fagna yfir lögum þínum eins fundnum fjársjóði.
163 Iniquitatem odio habui, et abominatus sum: legem autem tuam dilexi.
Ég hata lygi og fals, en elska lög þín.
164 Septies in die laudem dixi tibi, super iudicia iustitiæ tuæ.
Sjö sinnum á dag lofa ég þig vegna þinna réttlátu ákvæða.
165 Pax multa diligentibus legem tuam: et non est illis scandalum.
Þeir sem elska lögmál þitt eiga frið í hjarta og er ekki hætt við hrösun.
166 Expectabam salutare tuum Domine: et mandata tua dilexi.
Drottinn, ég þrái hjálp þína og þess vegna hlýði ég boðum þínum.
167 Custodivit anima mea testimonia tua: et dilexit ea vehementer.
Ég hef leitað og gætt boðorða þinna og elska þau af öllu hjarta.
168 Servavi mandata tua, et testimonia tua: quia omnes viæ meæ in conspectu tuo.
Þetta veistu, því að allt sem ég geri þekkir þú til fulls.
169 TAU. Appropinquet deprecatio mea in conspectu tuo Domine: iuxta eloquium tuum da mihi intellectum.
Drottinn, heyr þú hróp mitt og gefðu mér skilning á orði þínu.
170 Intret postulatio mea in conspectu tuo: secundum eloquium tuum eripe me.
Hlusta á bænir mínar og frelsaðu mig eins og þú lofaðir mér.
171 Eructabunt labia mea hymnum, cum docueris me iustificationes tuas.
Ég vegsama þig því að þú kenndir mér boðorð þín.
172 Pronunciabit lingua mea eloquium tuum: quia omnia mandata tua æquitas.
Efni þeirra er lofgjörð mín, öll eru þau réttlát.
173 Fiat manus tua ut salvet me: quoniam mandata tua elegi.
Veittu mér lið þegar ég þarfnast hjálpar, því að ég hef kosið að hlýða þér.
174 Concupivi salutare tuum Domine: et lex tua meditatio mea est.
Ó, Drottinn, ég þrái hjálpræði þitt og lög þín elska ég!
175 Vivet anima mea, et laudabit te: et iudicia tua adiuvabunt me.
Láttu sál mína lifa svo að ég geti lofað þig og orð þín styðja mig á göngu lífsins.
176 Erravi, sicut ovis, quæ periit: quære servum tuum, quia mandata tua non sum oblitus.
Ég villist eins og týndur sauður, leitaðu mín, því að boðorðum þínum hef ég ekki gleymt.