< Psalmorum 103 >

1 Ipsi David. Benedic anima mea Domino et omnia, quæ intra me sunt, nomini sancto eius.
Ég vil lofa Guð af öllu hjarta.
2 Benedic anima mea Domino: et noli oblivisci omnes retributiones eius:
Ég vil vegsama Drottin og minnast allra velgjörða hans við mig.
3 Qui propitiatur omnibus iniquitatibus tuis: qui sanat omnes infirmitates tuas.
Hann fyrirgefur syndir mínar. Hann læknar mig.
4 Qui redimit de interitu vitam tuam: qui coronat te in misericordia et miserationibus.
Hann frelsar mig frá dauða. Hann umlykur mig náð og miskunn.
5 Qui replet in bonis desiderium tuum: renovabitur ut aquilæ iuventus tua:
Hann hleður á mig gjöfum! Hann endurnýjar lífsþrótt minn og gerir mig sterkan sem örn.
6 Faciens misericordias Dominus: et iudicium omnibus iniuriam patientibus.
Hann réttir hlut þeirra sem misrétti þola.
7 Notas fecit vias suas Moysi, filiis Israel voluntates suas.
Hann opinberaði Móse vilja sinn og hver hann væri og einnig þjóð sinni Ísrael.
8 Miserator, et misericors Dominus: longanimis, et multum misericors.
Hann er miskunnsamur og mildur við þá sem eiga það ekki skilið. Hann er seinn til reiði og fullur náðar og kærleika.
9 Non in perpetuum irascetur: neque in æternum comminabitur.
Hann er ekki langrækinn né eilíflega reiður.
10 Non secundum peccata nostra fecit nobis: neque secundum iniquitates nostras retribuit nobis.
Hann hefur ekki refsað okkur fyrir syndir okkar eins og sanngjarnt var
11 Quoniam secundum altitudinem cæli a terra: corroboravit misericordiam suam super timentes se.
því að miskunn hans við þá sem óttast hann og heiðra, er eins há og himinninn er yfir jörðinni.
12 Quantum distat Ortus ab occidente: longe fecit a nobis iniquitates nostras.
Hann fleygði burt syndum okkar og það langt, já, eins langt og austrið er frá vestrinu!
13 Quomodo miseretur pater filiorum, misertus est Dominus timentibus se:
Eins og faðir miskunnar börnum sínum, eins hefur Drottinn miskunnað þeim sem óttast hann,
14 quoniam ipse cognovit figmentum nostrum. Recordatus est quoniam pulvis sumus:
því hann veit að við erum bara dauðlegir menn
15 homo, sicut fœnum dies eius, tamquam flos agri sic efflorebit.
og að ævi okkar er stutt og líður hratt. Við erum eins og jurt sem vex og blómgast
16 Quoniam spiritus pertransibit in illo, et non subsistet: et non cognoscet amplius locum suum.
en skrælnar fyrr en varir í brennheitum vindinum, deyr og gleymist.
17 Misericordia autem Domini ab æterno, et usque in æternum super timentes eum. Et iustitia illius in filios filiorum,
En miskunn Drottins endist að eilífu fyrir þá sem reiða sig á orð hans og óttast hann.
18 his qui servant testamentum eius: Et memores sunt mandatorum ipsius, ad faciendum ea.
Og hjálpræði hans nær til barnabarnanna ef við höldum sáttmála hans og hlýðum boðum hans.
19 Dominus in cælo paravit sedem suam: et regnum ipsius omnibus dominabitur.
Drottinn hefur reist sér hásæti á himnum og þaðan stjórnar hann heiminum.
20 Benedicite Domino omnes angeli eius: potentes virtute, facientes verbum illius, ad audiendam vocem sermonum eius.
Lofið Drottin, þið voldugu englar sem framkvæmið skipanir hans og takið við fyrirmælum hans.
21 Benedicite Domino omnes virtutes eius: ministri eius, qui facitis voluntatem eius.
Lofið Drottin, þið hersveitir englanna sem framfylgið vilja hans.
22 Benedicite Domino omnia opera eius: in omni loco dominationis eius, benedic anima mea Domino.
Öll verk Drottins, um víða veröld, lofa hann! Einnig ég vil lofa hann!

< Psalmorum 103 >