< Mattheum 24 >
1 Et egressus Iesus de templo, ibat. Et accesserunt discipuli eius, ut ostenderent ei ædificationes templi.
Þegar Jesús gekk út úr helgidóminum langaði lærisveinana að fá hann með sér í skoðunarferð um musterissvæðið.
2 Ipse autem respondens dixit illis: Videtis hæc omnia? Amen dico vobis, non relinquetur hic lapis super lapidem, qui non destruatur.
En hann sagði við þá: „Þessar byggingar verða allar lagðar í rúst svo að ekki mun standa steinn yfir steini!“
3 Sedente autem eo super Montem oliveti, accesserunt ad eum discipuli secreto, dicentes: Dic nobis, quando hæc erunt? et quod signum adventus tui, et consummationis sæculi? (aiōn )
Stuttu seinna þegar Jesús sat í hlíð Olíufjallsins gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann um þetta: „Hvenær verður það og hvaða atburðir verða á undan endurkomu þinni og endi veraldar?“ (aiōn )
4 Et respondens Iesus, dixit eis: Videte ne quis vos seducat.
„Látið engan blekkja ykkur, “svaraði Jesús,
5 multi enim venient in nomine meo, dicentes: Ego sum Christus: et multos seducent.
„því margir munu koma og segjast vera Kristur og leiða marga í villu.
6 Audituri enim estis prælia, et opiniones præliorum. Videte ne turbemini. oportet enim hæc fieri, sed nondum est finis.
Þið munuð heyra stríðsfréttir, en þær eru ekki tákn um endurkomu mína. Því að styrjaldir halda áfram eins og verið hefur, en endirinn er ekki þar með kominn.
7 consurget enim gens in gentem, et regnum in regnum, et erunt pestilentiæ, et fames, et terræmotus per loca.
Þjóðir og ríki jarðarinnar munu heyja styrjaldir sín á milli og hungursneyð og jarðskjálftar geisa víða.
8 hæc autem omnia initia sunt dolorum.
Þetta er aðeins byrjun hörmunganna sem koma.
9 Tunc tradent vos in tribulationem, et occident vos: et eritis odio omnibus gentibus propter nomen meum.
Þið verðið pyntaðir og líflátnir, og allir munu hata ykkur vegna þess að þið tilheyrið mér.
10 Et tunc scandalizabuntur multi, et invicem tradent, et odio habebunt invicem.
Þá munu margir falla frá trúnni, og hata og svíkja hverjir aðra.
11 Et multi pseudoprophetæ surgent, et seducent multos.
Margir falsspámenn munu koma og leiða marga í villu.
12 Et quoniam abundavit iniquitas, refrigescet caritas multorum.
Afbrot aukast er kærleikur flestra kólnar,
13 qui autem perseveraverit usque in finem, hic salvus erit.
en sá sem stöðugur stendur allt til enda mun frelsast.
14 Et prædicabitur hoc Evangelium regni in universo orbe, in testimonium omnibus gentibus: et tunc veniet consummatio.
Gleðiboðskapurinn um guðsríki verður fluttur öllum þjóðum heimsins, og þá loks mun endirinn koma.“
15 Cum ergo videritis abominationem desolationis, quæ dicta est a Daniele propheta, stantem in loco sancto, qui legit, intelligat:
„Þegar þið sjáið viðurstyggð eyðingarinnar, sem Daníel spámaður talaði um, standandi á helgum stað – lesandinn athugi það!
16 tunc qui in Iudæa sunt, fugiant ad montes:
Þá verða þeir sem eru í Júdeu að flýja til fjalla,
17 et qui in tecto, non descendat tollere aliquid de domo sua:
þeir sem staddir eru á svölunum heima hjá sér, fari þá ekki inn til að taka saman föggur sínar áður en þeir flýja.
18 et qui in agro, non revertatur tollere tunicam suam.
Þeir sem þá verða á ökrum fari ekki heim eftir nauðsynjum.
19 Væ autem prægnantibus, et nutrientibus in illis diebus.
Neyð þeirra sem þá verða barnshafandi eða hafa fyrir ungbörnum að sjá, mun verða mikil.
20 Orate autem ut non fiat fuga vestra in hieme, vel sabbato.
Biðjið að flótti ykkar verði ekki um vetur eða á helgidegi,
21 erit enim tunc tribulatio magna, qualis non fuit ab initio mundi usque modo, neque fiet.
því þá verða meiri ofsóknir en nokkru sinni fyrr.
22 Et nisi breviati fuissent dies illi, non fieret salva omnis caro: sed propter electos breviabuntur dies illi.
Sannleikurinn er sá að yrði þessi tími ekki styttur, myndi allt mannkynið farast, en vegna hinna útvöldu mun tíminn verða styttur.
23 Tunc si quis vobis dixerit: Ecce hic est Christus, aut illic: nolite credere.
Ef einhver segir þá við þig: „Kristur er kominn á þennan eða hinn staðinn, “eða „hann hefur birst hér eða þar, “þá trúið því ekki.
24 Surgent enim pseudochristi, et pseudoprophetæ: et dabunt signa magna, et prodigia, ita ut in errorem inducantur (si fieri potest) etiam electi.
Falskristar munu koma fram og einnig falsspámenn, sem gera munu mikil kraftaverk til að blekkja fólk, jafnvel þá sem Guð hefur kallað.
Munið að ég hef varað ykkur við.
26 Si ergo dixerint vobis, Ecce in deserto est, nolite exire: ecce in penetralibus, nolite credere.
Ef einhver kemur og segir ykkur að Kristur sé kominn aftur og sé úti í eyðimörkinni, þá sinnið því ekki og farið ekki þangað. Ef sagt er að hann sé í felum á tilteknum stað, þá trúið því ekki!
27 Sicut enim fulgur exit ab Oriente, et paret usque in Occidentem: ita erit et adventus Filii hominis.
Ég, Kristur, mun koma jafn óvænt og eldingin sem leiftrar frá austri til vesturs!
28 Ubicumque fuerit corpus, illic congregabuntur et aquilæ.
Reynið að skilja tákn tímanna á sama hátt og þið skiljið að þar muni hræið vera sem gammarnir safnast.“
29 Statim autem post tribulationem dierum illorum sol obscurabitur, et luna non dabit lumen suum, et stellæ cadent de cælo, et virtutes cælorum commovebuntur:
„Eftir þessar ofsóknir mun sólin myrkvast og tunglið hætta að lýsa. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar alheimsins ganga úr skorðum!
30 et tunc parebit signum Filii hominis in cælo: et tunc plangent omnes tribus terræ: et videbunt Filium hominis venientem in nubibus cæli cum virtute multa, et maiestate.
Þá mun tákn komu minnar sjást á himninum og allir jarðarbúar skelfast. Þeir munu sjá mig koma í skýjum himinsins með mætti og mikilli dýrð.
31 Et mittet angelos suos cum tuba, et voce magna: et congregabunt electos eius a quattuor ventis, a summis cælorum usque ad terminos eorum.
Þegar lúðurinn hljómar, munu englar mínir safna saman þeim sem ég hef valið, úr öllum áttum, heimshorna á milli.“
32 Ab arbore autem fici discite parabolam: cum iam ramus eius tener fuerit, et folia nata, scitis quia prope est æstas:
„Lærið af fíkjutrénu: Þegar greinar þess eru orðnar mjúkar og laufið fer að springa út, þá vitið þið að sumarið er í nánd.
33 ita et vos cum videritis hæc omnia, scitote quia prope est in ianuis.
Eins skuluð þið vita að þegar þið sjáið allt þetta, þá er endurkoma mín í nánd,
34 Amen dico vobis, quia non præteribit generatio hæc, donec omnia hæc fiant.
og þá fyrst mun þessi kynslóð líða undir lok.“
35 Cælum, et terra transibunt, verba autem mea non præteribunt.
„Himinn og jörð munu hverfa, en mín orð standa að eilífu.
36 De die autem illa, et hora nemo scit, neque angeli cælorum, nisi solus Pater.
Enginn veit þann dag eða stund er endirinn verður, hvorki englarnir né sonur Guðs, aðeins faðirinn einn.
37 Sicut autem in diebus Noe, ita erit et adventus Filii hominis.
Fólk mun almennt taka öllu með ró eins og allt sé í lagi – það verða veisluhöld, mannfagnaðir og brúðkaup – rétt eins og var á dögum Nóa áður en flóðið kom.
38 sicut enim erant in diebus ante diluvium comedentes et bibentes, nubentes et nuptum tradentes, usque ad eum diem, quo intravit Noe in arcam,
39 et non cognoverunt donec venit diluvium, et tulit omnes: ita erit et adventus Filii hominis.
Menn trúðu ekki orðum Nóa fyrr en flóðið skall á og hreif þá alla burt. Þannig fer einnig við komu mína.
40 Tunc duo erunt in agro: unus assumetur, et unus relinquetur.
Tveir munu vinna á akri, annar verður tekinn en hinn skilinn eftir.
41 duæ molentes in mola: una assumetur, et una relinquetur.
Tvær verða við heimilisstörf, önnur verður tekin en hin skilin eftir.
42 Vigilate ergo, quia nescitis qua hora Dominus vester venturus sit.
Verið viðbúnir! Þið vitið ekki hvaða dag Drottinn kemur.
43 Illud autem scitote, quoniam si sciret paterfamilias qua hora fur venturus esset, vigilaret utique, et non sineret perfodi domum suam.
Innbrotsþjófur gerir ekki boð á undan sér, þess vegna verða menn að vera á verði.
44 Ideo et vos estote parati: quia qua nescitis hora Filius hominis venturus est.
Þess vegna verðið þið að vera stöðugt viðbúnir endurkomu minni.“
45 Quis, putas, est fidelis servus, et prudens, quem constituit dominus suus super familiam suam, ut det illis cibum in tempore?
„Hver er trúr og hygginn þjónn, sem húsbóndinn hefur falið umsjónarstarfið svo að allir fái fæðu sína á réttum tíma?
46 Beatus ille servus, quem cum venerit dominus eius, invenerit sic facientem.
Sæll er sá þjónn sem húsbóndinn finnur að breytir þannig þegar hann kemur. Víst er að hann mun fela honum umsjón með öllu sem hann á.
47 amen dico vobis, quoniam super omnia bona sua constituet eum.
48 Si autem dixerit malus servus ille in corde suo: Moram fecit dominus meus venire:
En segi svikull þjónn við sjálfan sig: „Húsbóndinn kemur ekki strax, “
49 et cœperit percutere conservos suos, manducet autem, et bibat cum ebriosis:
og tekur að berja samstarfsmenn sína og stunda veislur og drykkjuskap
50 veniet dominus servi illius in die, qua non sperat, et hora, qua ignorat:
þá kemur húsbóndi hans honum að óvörum
51 et dividet eum, partemque eius ponet cum hypocritis. illic erit fletus, et stridor dentium.
og refsar honum sviksemina.“