< Iohannem 6 >
1 Post hæc abiit Iesus trans mare Galilææ, quod est Tiberiadis:
Eftir þetta fór Jesús til landsvæðisins hinum megin Galíleuvatnsins, sem kennt er við Tíberías,
2 et sequebatur eum multitudo magna, quia videbant signa, quæ faciebat super his, qui infirmabantur.
og fylgdi honum gífurlegur mannfjöldi. Margt af þessu fólki var pílagrímar á leið til Jerúsalem á páskahátíðina,
3 Subiit ergo in montem Iesus: et ibi sedebat cum discipulis suis.
en það langaði til að sjá Jesú lækna hina sjúku og því fylgdi það honum hvert fótmál.
4 Erat autem proximum Pascha dies festus Iudæorum.
Jesús gekk upp á fjallið ásamt lærisveinum sínum og settist, og sá þá að mannfjöldinn var að koma.
5 Cum sublevasset ergo oculos Iesus, et vidisset quia multitudo maxima venit ad eum, dixit ad Philippum: Unde ememus panes, ut manducent hi?
Hann sneri sér að Filippusi og sagði: „Filippus, hvar getum við keypt brauð til að gefa fólkinu að borða?“
6 Hoc autem dicebat tentans eum: ipse enim sciebat quid esset facturus.
(Jesús hafði ákveðið með sjálfum sér hvað hann ætlaði að gera, en með þessu var hann að reyna Filippus.)
7 Respondit ei Philippus: Ducentorum denariorum panes non sufficiunt eis, ut unusquisque modicum quid accipiat.
Filippus svaraði: „Þótt við keyptum ekki nema handa hluta þeirra, mundi það kosta mikla peninga!“
8 Dicit ei unus ex discipulis eius, Andreas frater Simonis Petri:
Þá sagði Andrés, bróðir Símonar Péturs:
9 Est puer unus hic, qui habet quinque panes ordeaceos, et duos pisces: sed hæc quid sunt inter tantos?
„Hér er ungur drengur með fimm byggbrauð og tvo fiska, en það dugar að vísu skammt handa öllum þessum fjölda.“
10 Dixit ergo Iesus: Facite homines discumbere. Erat autem fœnum multum in loco. Discumberunt ergo viri, numero quasi quinque millia.
„Látið fólkið setjast niður, “sagði Jesús. Þá settist allt fólkið niður í grasigróna brekkuna og voru karlmennirnir einir um fimm þúsund.
11 Accepit ergo Iesus panes: et cum gratias egisset, distribuit discumbentibus: similiter et ex piscibus quantum volebant.
Því næst tók hann brauðin, flutti þakkarbæn og skipti þeim meðal fólksins, og fengu allir eins mikið og þeir vildu.
12 Ut autem impleti sunt, dixit discipulis suis: Colligite quæ superaverunt fragmenta, ne pereant.
Þegar allir höfðu borðað nægju sína sagði Jesús: „Tínið nú saman leifarnar svo að ekkert fari til spillis.“
13 Collegerunt ergo, et impleverunt duodecim cophinos fragmentorum ex quinque panibus ordeaceis, quæ superfuerunt his, qui manducaverant.
Það var gert og afgangs urðu tólf sneisafullar körfur!
14 Illi ergo homines cum vidissent quod Iesus fecerat signum, dicebant: Quia hic est vere propheta, qui venturus est in mundum.
Þegar fólkinu varð ljóst hvílíkt kraftaverk hafði gerst hrópaði það: „Hann er áreiðanlega spámaðurinn, sem við höfum beðið eftir!“
15 Iesus ergo cum cognovisset quia venturi essent ut raperent eum, et facerent eum regem, fugit iterum in montem ipse solus.
Þegar Jesús sá að fólkið ætlaði að taka hann með valdi og gera hann að konungi, gekk hann enn hærra upp á fjallið, einn síns liðs.
16 Ut autem sero factum est, descenderunt discipuli eius ad mare.
Um kvöldið fóru lærisveinarnir niður að vatninu og biðu hans.
17 Et cum ascendissent navim, venerunt trans mare in Capharnaum: et tenebræ iam factæ erant: et non venerat ad eos Iesus.
Þegar myrkrið skall á og Jesús var enn ókominn, stigu þeir í bátinn, héldu út á vatnið og stefndu til Kapernaum.
18 Mare autem, vento magno flante, exurgebat.
En á leiðinni hvessti skyndilega svo vatnið varð mjög úfið.
19 Cum remigassent ergo quasi stadia viginti quinque aut triginta, vident Iesum ambulantem supra mare, et proximum navi fieri, et timuerunt.
Þeir höfðu róið um sex kílómetra þegar þeir sáu Jesú koma gangandi í átt til sín. Þeir urðu skelkaðir,
20 Ille autem dicit eis: Ego sum, nolite timere.
en þá kallaði hann til þeirra og sagði: „Verið óhræddir, þetta er ég!“
21 Voluerunt ergo accipere eum in navim: et statim navis fuit ad terram, in quam ibant.
Þeir tóku hann upp í bátinn og um leið sáu þeir að þeir voru komnir þangað sem þeir ætluðu sér.
22 Altera die, turba, quæ stabat trans mare, vidit quia navicula alia non erat ibi nisi una, et quia non introisset cum discipulis suis Iesus in navim, sed soli discipuli eius abiissent:
Morguninn eftir fór fólkið að safnast saman á ströndinni hinum megin vatnsins (í von um að hitta Jesú), því það vissi að hann hafði komið þangað með lærisveinum sínum, og að lærisveinarnir höfðu síðan farið á sínum bát, en skilið Jesú eftir.
23 aliæ vero supervenerunt naves a Tiberiade iuxta locum ubi manducaverunt panem, gratias agente Domino.
Þarna voru margir smábátar frá Tíberías.
24 Cum ergo vidisset turba quia Iesus non esset ibi, neque discipuli eius, ascenderunt in naviculas, et venerunt Capharnaum quærentes Iesum.
Þegar fólkinu varð ljóst að hvorki Jesús né lærisveinar hans voru þar, þá steig það í bátana og fór yfir vatnið til Kapernaum, til að leita hans.
25 Et cum invenissent eum trans mare, dixerunt ei: Rabbi, quando huc venisti?
Þegar fólkið kom þangað og fann hann, spurði það: „Herra, hvernig komstu hingað?“
26 Respondit eis Iesus, et dixit: Amen, amen dico vobis: quæritis me non quia vidistis signa, sed quia manducastis ex panibus, et saturati estis.
Jesús svaraði: „Ég segi ykkur satt, þið leitið mín vegna þess að ég gaf ykkur að borða, en ekki vegna þess að þið trúið á mig.
27 Operamini non cibum, qui perit, sed qui permanet in vitam æternam, quem Filius hominis dabit vobis. Hunc enim Pater signavit Deus. (aiōnios )
Hugsið ekki um það sem eyðist, eins og til dæmis mat. Leitið heldur eilífa lífsins sem ég, Kristur, get gefið ykkur, og einmitt þess vegna sendi Guð mig hingað.“ (aiōnios )
28 Dixerunt ergo ad eum: Quid faciemus ut operemur opera Dei?
„Hvað eigum við þá að gera til að þóknast Guði?“spurði fólkið.
29 Respondit Iesus, et dixit eis: Hoc est opus Dei, ut credatis in eum quem misit ille.
„Guðs vilji er að þið trúið þeim sem hann sendi, “svaraði Jesús.
30 Dixerunt ergo ei: Quod ergo tu facis signum ut videamus, et credamus tibi? quid operaris?
„Þá verður þú að sýna okkur fleiri kraftaverk, ef þú vilt að við trúum því að þú sért Kristur, “svaraði fólkið.
31 Patres nostri manducaverunt manna in deserto, sicut scriptum est: Panem de cælo dedit eis manducare.
„Gefðu okkur ókeypis brauð á hverjum degi eins og forfeður okkar fengu á leið sinni yfir eyðimörkina. Það stendur í Biblíunni að Móse hafi gefið þeim brauð frá himni.“
32 Dixit ergo eis Iesus: Amen, amen dico vobis: Non Moyses dedit vobis panem de cælo, sed Pater meus dat vobis panem de cælo verum.
„Það var ekki Móse, sem gaf þeim það, “svaraði Jesús, „heldur faðir minn. En nú vill hann gefa ykkur hið sanna brauð af himni.
33 Panis enim Dei est, qui de cælo descendit, et dat vitam mundo.
Brauð Guðs er sá sem Guð sendi frá himni og gefur heiminum líf.“
34 Dixerunt ergo ad eum: Domine, semper da nobis panem hunc.
„Herra, “sögðu þeir, „gefðu okkur slíkt brauð á hverjum degi!“
35 Dixit autem eis Iesus: Ego sum panis vitæ: qui venit ad me, non esuriet: et qui credit in me, non sitiet umquam.
„Ég er brauð lífsins, “svaraði Jesús, „þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir.
36 Sed dixi vobis quia et vidistis me, et non creditis.
Ég segi enn: Vandi ykkar er að þið trúið ekki á mig þótt þið hafið séð mig.
37 Omne quod dat mihi Pater, ad me veniet: et eum, qui venit ad me, non eiiciam foras:
Allir þeir sem faðirinn gefur mér, koma til mín, og þann sem til mín kemur, mun ég alls ekki reka burt.
38 quia descendi de cælo, non ut faciam voluntatem meam, sed voluntatem eius, qui misit me.
Ég kom hingað frá himni til að gera vilja Guðs sem sendi mig, en ekki minn eigin vilja.
39 Hæc est autem voluntas eius, qui misit me, Patris: ut omne, quod dedit mihi, non perdam ex eo, sed resuscitem illud in novissimo die.
Vilji Guðs er sá að ég týni ekki neinum þeirra sem hann hefur gefið mér, heldur veki þá til eilífs lífs á dómsdegi.
40 Hæc est autem voluntas Patris mei, qui misit me: ut omnis, qui videt Filium, et credit in eum, habeat vitam æternam, et ego resuscitabo eum in novissimo die. (aiōnios )
Það er vilji föður míns að allir sem sjá soninn og trúa á hann, eignist eilíft líf og að ég reisi þá upp á efsta degi.“ (aiōnios )
41 Murmurabant ergo Iudæi de illo, quia dixisset: Ego sum panis vivus, qui de cælo descendi,
Þegar Gyðingarnir heyrðu hann segja að hann væri brauð frá himni, gagnrýndu þeir hann sín á milli og hrópuðu:
42 et dicebant: Nonne hic est Iesus filius Ioseph, cuius nos novimus patrem, et matrem? Quomodo ergo dicit hic: Quia de cælo descendi?
„Ha? Hvað á hann við? Þetta er bara hann Jesús Jósefsson! Við þekkjum föður hans og móður. Hvernig getur hann sagt að hann hafi komið niður af himni?“
43 Respondit ergo Iesus, et dixit eis: Nolite murmurare in invicem:
„Verið ekki með þennan kurr, “svaraði Jesús.
44 nemo potest venire ad me, nisi Pater, qui misit me, traxerit eum: et ego resuscitabo eum in novissimo die.
„Enginn getur komið til mín, nema faðirinn, sem sendi mig, leiði hann og á efsta degi mun ég reisa hann upp frá dauðum.
45 Est scriptum in Prophetis: Et erunt omnes docibiles Dei. Omnis, qui audivit a Patre, et didicit, venit ad me.
Svo segir Biblían um þá: „Guð mun sjálfur fræða þá.“Þeir sem hlusta á föðurinn og læra sannleikann hjá honum, munu dragast að mér.
46 Non quia Patrem vidit quisquam, nisi is, qui est a Deo, hic vidit Patrem.
Ekki svo að skilja að þeir sjái föðurinn í raun og veru, ég er sá eini sem það hef gert.
47 Amen, amen dico vobis: Qui credit in me, habet vitam æternam. (aiōnios )
Ég segi ykkur satt: „Hver sem trúir á mig, mun þegar í stað eignast eilíft líf!“ (aiōnios )
49 Patres vestri manducaverunt manna in deserto, et mortui sunt.
Það var ekkert líf í brauðinu sem féll af himni og forfeður ykkar átu í eyðimörkinni – þeir dóu allir um síðir.
50 Hic est panis de cælo descendens: ut si quis ex ipso manducaverit, non moriatur.
Það er aðeins til eitt himneskt brauð og þeir sem þess neyta munu ekki deyja.
51 Ego sum panis vivus, qui de cælo descendi. Si quis manducaverit ex hoc pane, vivet in æternum: et panis, quem ego dabo, caro mea est pro mundi vita. (aiōn )
Ég er þetta lifandi brauð, sem kom niður af himni, og sá sem neytir þess mun lifa að eilífu. Þetta brauð er ég sjálfur – hold mitt sem gefið er heiminum til lífs.“ (aiōn )
52 Litigabant ergo Iudæi ad invicem, dicentes: Quomodo potest hic nobis carnem suam dare ad manducandum?
Þá tóku Gyðingarnir að þrátta sín á milli um það hvað hann ætti við og spurðu: „Hvernig getur þessi maður gefið okkur hold sitt að borða?“
53 Dixit ergo eis Iesus: Amen, amen dico vobis: Nisi manducaveritis carnem Filii hominis, et biberitis eius sanguinem, non habebitis vitam in vobis.
Jesús sagði því aftur: „Ég segi ykkur satt og legg á það áherslu: Þið getið ekki átt eilíft líf í ykkur, nema þið etið hold Krists og drekkið blóð hans.
54 Qui manducat meam carnem, et bibit meum sanguinem, habet vitam æternam: et ego resuscitabo eum in novissimo die. (aiōnios )
Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt hefur eilíft líf, og ég mun vekja hann upp á efsta degi. (aiōnios )
55 Caro enim mea, vere est cibus: et sanguis meus, vere est potus.
Hold mitt er sönn fæða og blóð mitt sannur drykkur.
56 qui manducat meam carnem, et bibit meum sanguinem, in me manet, et ego in illo.
Hver sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt, er í mér og ég í honum.
57 Sicut misit me vivens Pater, et ego vivo propter Patrem: et qui manducat me, et ipse vivet propter me.
Ég lifi í krafti föðurins, hans sem lifir, og á sama hátt munu þeir lifa sem hlutdeild eiga í mér.
58 Hic est panis, qui de cælo descendit. Non sicut manducaverunt patres vestri manna, et mortui sunt. Qui manducat hunc panem, vivet in æternum. (aiōn )
Ég er hið sanna brauð sem kom niður af himni og hver sem etur þetta brauð, mun lifa að eilífu en ekki deyja eins og forfeður ykkar, sem átu brauð frá himni.“ (aiōn )
59 Hæc dixit in synagoga docens, in Capharnaum.
Þessa ræðu hélt Jesús í samkomuhúsinu í Kapernaum.
60 Multi ergo audientes ex discipulis eius, dixerunt: Durus est hic sermo, et quis potest eum audire?
Þá sögðu sumir lærisveina hans: „Þetta var hörð ræða! Hver getur hlýtt á annað eins?“
61 Sciens autem Iesus apud semetipsum quia murmurarent de hoc discipuli eius, dixit eis: Hoc vos scandalizat?
Jesús vissi með sjálfum sér að lærisveinarnir voru óánægðir og sagði því við þá: „Hneykslar þetta ykkur?
62 Si ergo videritis Filium hominis ascendentem ubi erat prius?
Hvað mynduð þið segja ef þið sæjuð mig, Krist, fara aftur til himins?
63 Spiritus est, qui vivificat: caro non prodest quidquam. verba, quæ ego locutus sum vobis, spiritus et vita sunt.
Það er aðeins heilagur andi sem getur lokið þessu upp fyrir ykkur, þið getið aldrei skilið það af eigin mætti. Nú hef ég sagt ykkur hvernig þið getið eignast þetta sanna líf,
64 Sed sunt quidam ex vobis, qui non credunt. Sciebat enim ab initio Iesus qui essent non credentes, et quis traditurus esset eum.
en sumir ykkar trúa mér samt ekki.“(Jesús vissi frá byrjun hverjir það voru sem ekki trúðu, og hann vissi einnig hver mundi svíkja hann.)
65 Et dicebat: Propterea dixi vobis, quia nemo potest venire ad me, nisi fuerit ei datum a Patre meo.
Hann bætti við og sagði: „Þetta átti ég við þegar ég sagði að enginn gæti komið til mín nema faðirinn leiddi hann til mín.“
66 Ex hoc multi discipulorum eius abierunt retro: et iam non cum illo ambulabant.
Eftir þessi orð Jesú, fóru margir lærisveina hans frá honum fyrir fullt og allt.
67 Dixit ergo Iesus ad duodecim: Numquid et vos vultis abire?
Jesús sagði þá við þá tólf: „En þið, ætlið þið líka að fara?“
68 Respondit ergo ei Simon Petrus: Domine, ad quem ibimus? verba vitæ æternæ habes. (aiōnios )
Símon varð fyrir svörum: „Meistari, hvert ættum við að fara? Þú ert sá eini sem hefur orð eilífs lífs, (aiōnios )
69 et nos credidimus, et cognovimus quia tu es Christus Filius Dei.
við trúum þér og vitum að þú ert hinn heilagi sonur Guðs.“
70 Respondit eis Iesus: Nonne ego vos duodecim elegi: et ex vobis unus diabolus est?
Þá sagði Jesús: „Ég útvaldi ykkur tólf, en einn ykkar er djöfull.“
71 Dicebat autem Iudam Simonis Iscariotem: hic enim erat traditurus eum, cum esset unus ex duodecim.
Hér átti hann við Júdas, son Símonar Ískaríot, einn þeirra tólf, en sá varð síðar til þess að svíkja hann.