< Thessalonicenses Ii 3 >
1 De cetero fratres orate pro nobis ut sermo Dei currat, et clarificetur, sicut et apud vos:
Kæru vinir, er ég nú lýk þessu bréfi, langar mig að biðja ykkur um eitt: Biðjið fyrir okkur! Biðjið fyrst að boðskapur Drottins fái að breiðast út og fara sigurför hvar sem hann heyrist, og að menn vinnist á sama hátt og gerðist meðal ykkar.
2 et ut liberemur ab importunis, et malis hominibus: non enim omnium est fides.
Biðjið einnig um að við frelsumst úr klóm vondra manna, því ekki elska allir Drottin.
3 Fidelis autem Deus est, qui confirmabit vos, et custodiet a malo.
Drottinn er trúfastur! Hann mun styrkja ykkur og vernda gegn öllum árásum Satans, hvers kyns sem þær eru.
4 Confidimus autem de vobis, in Domino, quoniam quæ præcepimus, et facitis, et facietis.
Drottins vegna treystum við því að þið, bæði nú og framvegis, farið eftir því sem við kenndum og sögðum.
5 Dominus autem dirigat corda vestra in charitate Dei, et patientia Christi.
Drottinn leiði ykkur til æ dýpri skilnings á kærleika Guðs og langlyndi Krists.
6 Denunciamus autem vobis fratres in nomine Domini nostri Iesu Christi, ut subtrahatis vos ab omni fratre ambulante inordinate, et non secundum traditionem, quam acceperunt a nobis.
Kæru vinir, hér er svo boðorð sem ég gef ykkur í nafni Drottins Jesú – í umboði hans og valdi: Forðist þá trúbræður ykkar sem, andstætt kenningu okkar, liggja í leti daginn út og inn og nenna ekki að vinna fyrir sér.
7 Ipsi enim scitis quemadmodum oporteat imitari nos: quoniam non inquieti fuimus inter vos:
Þið vitið að við gáfum ykkur gott fordæmi. Hvenær sáuð þið okkur slæpast? Aldrei.
8 neque gratis panem manducavimus ab aliquo, sed in labore, et in fatigatione, nocte et die operantes, ne quem vestrum gravaremus.
Við þáðum aldrei mat frá ykkur án þess að greiða fyrir, heldur unnum af kappi dag og nótt til að afla lífsviðurværis, svo að við yrðum engum ykkar byrði.
9 Non quasi non habuerimus potestatem, sed ut nosmetipsos formam daremus vobis ad imitandum nos.
Vissulega höfðum við rétt til að láta ykkur sjá fyrir okkur, en með þessu vildum við sýna hvernig þið eigið að vinna fyrir ykkur.
10 Nam et cum essemus apud vos, hoc denunciabamus vobis: quoniam si quis non vult operari, nec manducet.
Við sögðum við ykkur: „Sá sem ekki vill vinna, á ekki heldur að fá mat.“
11 Audivimus enim inter vos quosdam ambulare inquiete, nihil operantes, sed curiose agentes.
Engu að síður höfum við frétt að sumir ykkar séu óreglusamir, neiti að vinna, en séu þess í stað að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við.
12 Iis autem, qui eiusmodi sunt, denunciemus, et obsecramus in Domino Iesu Christo, ut cum silentio operantes, suum panem manducent.
Við biðjum þá menn, í nafni Drottins Jesú Krists, að hætta öllu slóri, koma sér að verki og vinna fyrir sér!
13 Vos autem fratres nolite deficere benefacientes.
Við ykkur hin, kæru vinir, segi ég: Þreytist aldrei á því að gera það sem gott er og rétt.
14 Quod si quis non obedit verbo nostro per epistolam, hunc notate, et ne commisceamini cum illo ut confundatur:
Neiti einhver að hlýða orðum okkar í þessu bréfi, þá fylgist með honum, en hafið ekki samband við hann, svo að hann sjái að sér.
15 et nolite quasi inimicum existimare, sed corripite ut fratrem.
Lítið ekki á hann sem óvin, heldur talið til hans sem bróður er fengið hefur aðvörun.
16 Ipse autem Dominus pacis det vobis pacem sempiternam in omni loco. Dominus sit cum omnibus vobis.
Guð friðarins gefi ykkur sinn frið! Drottinn sé með ykkur.
17 Salutatio, mea manu Pauli: quod est signum in omni epistola. ita scribo.
Hér er kveðja mín, rituð með eigin hendi, eins og í öllum mínum bréfum, og er það sönnun þess að bréfið sé frá mér. Þetta er mín eigin rithönd.
18 Gratia Domini nostri Iesu Christi cum omnibus vobis. Amen.
Blessun Drottins Jesú Krists sé yfir ykkur öllum. Páll