< Titum 3 >
1 Admone illos principibus, et potestatibus subditos esse, dicto obedire, ad omne opus bonum paratos esse:
Minntu hina kristnu á að hlýða yfirvöldum og embættismönnum, og vinna fúslega öll heiðarleg störf.
2 neminem blasphemare, non litigiosos esse, sed modestos, omnem ostendentes mansuetudinem ad omnes homines.
Þeir eiga ekki að tala illa um nokkurn mann, heldur vera friðsamir, sanngjarnir og hógværir við alla.
3 Eramus enim aliquando et nos insipientes, increduli, errantes, servientes desideriis, et voluptatibus variis, in malitia et invidia agentes, odibiles, odientes invicem.
Eitt sinn vorum við líka óskynsöm, óhlýðin og létum leiða okkur í villu og þrældóm margs konar illra fýsna og girnda. Líf okkar var fullt af vonsku og öfund, og við hötuðum hvert annað.
4 Cum autem benignitas, et humanitas apparuit Salvatoris nostri Dei:
En þegar gæska og kærleiki Guðs og frelsara okkar birtist,
5 non ex operibus iustitiæ, quæ fecimus nos, sed secundum suam misericordiam salvos nos fecit per lavacrum regenerationis, et renovationis Spiritus Sancti,
þá frelsaði hann okkur, ekki vegna þess hve góð við vorum, heldur vegna kærleika síns og miskunnar. Hann þvoði burt syndir okkar og endurfæddi okkur með heilögum anda.
6 quem effudit in nos abunde per Iesum Christum Salvatorem nostrum:
Hann úthellti anda sínum yfir okkur, og það ríkulega, vegna Jesú Krists, frelsara okkar.
7 ut iustificati gratia ipsius, heredes simus secundum spem vitæ æternæ. (aiōnios )
Þetta gerði hann til að geta úrskurðað okkur hrein og syndlaus í augum Guðs og gert okkur að erfingjum eilífs lífs. (aiōnios )
8 Fidelis sermo est: et de his volo te confirmare: ut curent bonis operibus præesse qui credunt Deo. Hæc sunt bona, et utilia hominibus.
Þetta er sannleikur og þú skalt leggja áherslu á það allt, svo að kristnir menn kappkosti að stunda góð verk, því að það er ekki aðeins rétt, heldur einnig gagnlegt.
9 Stultas autem quæstiones, et genealogias, et contentiones, et pugnas legis devita. Sunt enim inutiles, et vanæ.
Láttu engan leiða þig út í heimskulegar rökræður um einskisnýta hluti. Forðastu deilur og þras um lög Gyðinga, slíkt borgar sig ekki og er aðeins til tjóns.
10 Hæreticum hominem post unam, et secundam correptionem devita:
Sá sem veldur deilum og klofningi á meðal ykkar, skal áminntur einu sinni eða tvisvar ef þörf er á. Ef það dugar ekki, skuluð þið slíta sambandi við hann,
11 sciens quia subversus est, qui eiusmodi est, et delinquit, cum sit proprio iudicio condemnatus.
því að sá maður metur hlutina ranglega og syndgar af ásettu ráði. Hann er sjálfdæmdur.
12 Cum misero ad te Artemam, aut Tychicum, festina ad me venire Nicopolim: ibi enim statui hiemare.
Ég er að hugsa um að senda til þín Artemas eða Týkíkus, og þegar annar hvor þeirra kemur, skaltu reyna að hitta mig í Nikópólis, því að þar ætla ég að vera í vetur.
13 Zenam legisperitum, et Apollo solicite præmitte, ut nihil illis desit.
Gerðu allt sem þú getur til að aðstoða Senas lögfræðing og Apollós á ferð þeirra, og gættu þess að þá vanti ekki neitt.
14 Discant autem et nostri bonis operibus præesse ad usus necessarios: ut non sint infructuosi.
Okkar menn verða að læra að gera öðrum gott, svo að líf þeirra skili árangri.
15 Salutant te qui mecum sunt omnes: saluta eos, qui nos amant in fide. Gratia Dei cum omnibus vobis. Amen.
Allir sem hér eru, biðja að heilsa. Skilaðu kveðju til allra kristnu vinanna sem hjá þér eru. Blessun Guðs sé með ykkur öllum. Páll