< Psalmorum 94 >
1 Psalmus ipsi David, Quarta Sabbati. Deus ultionum Dominus: Deus ultionum libere egit.
Drottinn, þú ert Guð hefndarinnar – sá Guð sem réttir hlut þeirra sem ranglæti eru beittir. Láttu dýrð þína birtast.
2 Exaltare qui iudicas terram: redde retributionem superbis.
Rís upp, þú dómari jarðar. Refsaðu ofstopamönnum fyrir illverk þeirra.
3 Usquequo peccatores Domine: usquequo peccatores gloriabuntur:
Drottinn, hve lengi eiga óguðlegir að hrósa sigri?
4 Effabuntur, et loquentur iniquitatem: loquentur omnes, qui operantur iniustitiam?
Þeir eru að springa af monti! Hlustaðu á grobbið í þeim!
5 Populum tuum Domine humiliaverunt: et hereditatem tuam vexaverunt.
Drottinn, líttu á hvernig þeir kúga þjóð þína og kvelja fólkið sem þú elskar.
6 Viduam, et advenam interfecerunt: et pupillos occiderunt.
Þeir myrða ekkjur og munaðarleysingja og líka útlendinga sem hér hafa sest að.
7 Et dixerunt: Non videbit Dominus, nec intelliget Deus Iacob.
„Drottinn sér þetta ekki, “segja þeir, „hann lætur sér fátt um finnast.“
8 Intelligite insipientes in populo: et stulti aliquando sapite.
Heimskingjar!
9 Qui plantavit aurem, non audiet? aut qui finxit oculum, non considerat?
Haldið þið að Guð sé blindur og heyrnarlaus, hann sem skapar bæði augu og eyru!
10 Qui corripit gentes, non arguet: qui docet hominem scientiam?
Hann refsar þjóðunum – og nú er komið að ykkur. Enginn hlutur er honum hulinn. Eins og hann viti ekki hvað þið hafið gert!
11 Dominus scit cogitationes hominum, quoniam vanæ sunt.
Drottinn þekkir skammsýni og hégómleika mannanna
12 Beatus homo, quem tu erudieris Domine: et de lege tua docueris eum.
og því agar hann okkur til góðs.
13 Ut mitiges ei a diebus malis: donec fodiatur peccatori fovea.
Það gerir hann til þess að við göngum á hans vegum og gefumst ekki upp í mótlæti.
14 Quia non repellet Dominus plebem suam: et hereditatem suam non derelinquet.
Drottinn afneitar ekki lýð sínum né yfirgefur þjóð sína.
15 Quoadusque iustitia convertatur in iudicium: et qui iuxta illam omnes qui recto sunt corde.
Dómar hans eru réttlátir og fylgjendur hans fagna af hreinu hjarta.
16 Quis consurget mihi adversus malignantes? aut quis stabit mecum adversus operantes iniquitatem?
Hver vill vernda mig fyrir illgjörðamönnum? Hver vill vera skjöldur minn?
17 Nisi quia Dominus adiuvit me: paulominus habitasset in inferno anima mea. ()
Án Drottins væri ég dauðans matur.
18 Si dicebam: Motus est pes meus: misericordia tua Domine adiuvabat me.
Ég æpti: „Drottinn, ég er að hrapa!“og af gæsku sinni frelsaði hann mig.
19 Secundum multitudinem dolorum meorum in corde meo: consolationes tuæ lætificaverunt animam meam.
Drottinn, þegar efasemdir ásækja mig og hjarta mitt er fullt af angist, þá gefðu mér frið þinn og endurnýjaðu gleði mína.
20 Numquid adhæret tibi sedes iniquitatis: qui fingis laborem in præcepto?
Vilt þú vernda og viðhalda spilltri valdsstjórn sem hallar réttlætinu? Leyfir þú slíkt?
21 Captabunt in animam iusti: et sanguinem innocentem condemnabunt.
Hefur þú þóknun á þeim sem dæma saklausa til dauða?
22 Et factus est mihi Dominus in refugium: et Deus meus in adiutorium spei meæ.
Nei! Drottinn, Guð minn, er vígi mitt, kletturinn þar sem ég leita skjóls.
23 Et reddet illis iniquitatem ipsorum: et in malitia eorum disperdet eos: disperdet illos Dominus Deus noster.
Guð lætur syndir óguðlegra koma þeim sjálfum í koll. Illverk þeirra verða þeim að falli.