< Psalmorum 72 >

1 Psalmus, In Salomonem.
Guð, hjálpa þú konunginum, að hann fái skorið úr málum manna eftir vilja þínum og hjálpaðu syni hans til að gera rétt.
2 Deus iudicium tuum regi da: et iustitiam tuam filio regis: Iudicare populum tuum in iustitia, et pauperes tuos in iudicio.
Gefðu að hann dæmi þjóð þína með sanngirni og láti hina snauðu ná rétti sínum.
3 Suscipiant montes pacem populo: et colles iustitiam.
Stjórnspeki hans leiði af sér velferð og grósku.
4 Iudicabit pauperes populi, et salvos faciet filios pauperum: et humiliabit calumniatorem.
Styrktu hann að vernda fátæklinga og þurfandi og eyða kúgurum þeirra.
5 Et permanebit cum Sole, et ante Lunam, in generatione et generationem.
Þá mun hann lifa meðan sólin skín og tunglið gefur birtu. Já, að eilífu!
6 Descendet sicut pluvia in vellus: et sicut stillicidia stillantia super terram.
Stjórn hans verður mild og góð eins og gróðrarskúr á sprettutíma.
7 Orietur in diebus eius iustitia, et abundantia pacis: donec auferatur luna.
Á ríkisárum hans mun réttlætið blómgast og friður eflast, já, meðan veröldin er til.
8 Et dominabitur a mari usque ad mare: et a flumine usque ad terminos orbis terrarum.
Ríki hans mun ná frá hafi til hafs, frá Evfrat-fljóti til endimarka jarðar.
9 Coram illo procident Æthiopes: et inimici eius terram lingent.
Óvinir hans munu lúta honum og leggjast flatir á jörðina við fætur hans.
10 Reges Tharsis, et insulæ munera offerent: reges Arabum, et Saba dona adducent:
Konungarnir frá Tarsus og eylöndunum munu færa honum gjafir, og skatt þeir frá Saba og Seba.
11 Et adorabunt eum omnes reges terræ: omnes gentes servient ei:
Allir konungar munu lúta honum og þjóðir þeirra þjóna honum.
12 Quia liberabit pauperem a potente: et pauperem, cui non erat adiutor.
Hann mun bjarga hinum snauða er hrópar á hjálp, og hinum þjáða sem enginn réttir hjáparhönd.
13 Parcet pauperi et inopi: et animas pauperum salvas faciet.
Hann aumkast yfir bágstadda og þá sem ekkert eiga og liðsinnir fátæklingum.
14 Ex usuris et iniquitate redimet animas eorum: et honorabile nomen eorum coram illo.
Hann verndar þá og leysir frá ofríki og kúgun því að líf þeirra er dýrmætt í augum hans.
15 Et vivet, et dabitur ei de auro Arabiæ, et adorabunt de ipso semper: tota die benedicent ei.
Lífið blasir við honum og menn munu gefa honum gull frá Saba. Hann mun njóta fyrirbæna margra og fólk mun blessa hann liðlangan daginn.
16 Et erit firmamentum in terra in summis montium, superextolletur super Libanum fructus eius: et florebunt de civitate sicut fœnum terræ.
Landið mun gefa góða uppskeru, einnig til fjalla eins og í Líbanon. Fólki mun fjölga í borgunum eins og gras vex á engi!
17 Sit nomen eius benedictum in sæcula: ante Solem permanet nomen eius. Et benedicentur in ipso omnes tribus terræ: omnes gentes magnificabunt eum.
Nafn hans mun lofað að eilífu og meðan sólin skín mun orðstír hans aukast. Allir munu óska sér blessunar hans og þjóðirnar segja hann sælan.
18 Benedictus Dominus Deus Israel, qui facit mirabilia solus:
Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, hann einn gerir furðuverk.
19 Et benedictum nomen maiestatis eius in æternum: et replebitur maiestate eius omnis terra: fiat, fiat.
Lofað sé hans dýrlega nafn að eilífu! Öll jörðin fyllist dýrð hans! Amen, já amen!
20 Defecerunt laudes David filii Iesse.
(Hér enda sálmar Davíðs Ísaísonar.)

< Psalmorum 72 >