< Psalmorum 69 >

1 In finem, pro iis, qui commutabuntur, David. Salvum me fac Deus: quoniam intraverunt aquæ usque ad animam meam.
Frelsaðu mig, ó Guð, því að vatnið hækkar sífellt
2 Infixus sum in limo profundi: et non est substantia. Veni in altitudinem maris: et tempestas demersit me.
og ég sekk æ dýpra í þessa botnlausu leðju.
3 Laboravi clamans, raucæ factæ sunt fauces meæ: defecerunt oculi mei, dum spero in Deum meum.
Ég er útgrátinn og örmagna, hálsinn þurr og sár og augun þrútin. Góði Guð, bjargaðu mér!
4 Multiplicati sunt super capillos capitis mei, qui oderunt me gratis. Confortati sunt qui persecuti sunt me inimici mei iniuste: quæ non rapui, tunc exolvebam.
Þeir eru margir sem hata mig að ástæðulausu, fjöldi manna sem brugga mér banaráð. Þó er ég saklaus. Þeir heimta að ég bæti það sem ég hef ekki brotið!
5 Deus tu scis insipientiam meam: et delicta mea a te non sunt abscondita.
Ó, Guð, þú þekkir heimsku mína og syndir.
6 Non erubescant in me qui expectant te Domine, Domine virtutum. Non confundantur super me qui quærunt te, Deus Israel.
Drottinn Guð, þú sem ræður hersveitum himnanna, láttu mig ekki verða til hneykslunar þeim sem treysta þér. Þú Guð Ísraels, forðaðu mér frá því að valda þeim vonbrigðum,
7 Quoniam propter te sustinui opprobrium: operuit confusio faciem meam.
þó svo að þín vegna sé ég hæddur og smáður.
8 Extraneus factus sum fratribus meis, et peregrinus filiis matris meæ.
Jafnvel bræður mínir sniðganga mig!
9 Quoniam zelus domus tuæ comedit me: et opprobria exprobrantium tibi, ceciderunt super me.
Guð, þú ert í huga mér öllum stundum og um musteri þitt hugsa ég. Og vegna þess að ég held uppi málstað þínum, hata þeir mig, rétt eins og þig.
10 Et operui in ieiunio animam meam: et factum est in opprobrium mihi.
Ég hef fastað og iðrast frammi fyrir þér, en þeir hæddu mig engu að síður.
11 Et posui vestimentum meum cilicium: et factus sum illis in parabolam.
Ég klæddist hærusekk – tákni auðmýktar og iðrunar – og þá ortu þeir um mig níðvísu!
12 Adversum me loquebantur qui sedebant in porta: et in me psallebant qui bibebant vinum.
Ég er nýjasta fréttin í bænum og jafnvel rónarnir spotta mig!
13 Ego vero orationem meam ad te Domine: tempus beneplaciti Deus. In multitudine misericordiæ tuæ exaudi me, in veritate salutis tuæ:
En ég held áfram að biðja til þín, Drottinn, og gefst ekki upp, því að þú hlustar! Svaraðu mér með blessun þinni og miskunnaðu mér.
14 Eripe me de luto, ut non infigar: libera me ab iis, qui oderunt me, et de profundis aquarum.
Dragðu mig upp úr leðjunni, Drottinn, ég finn að ég er að sökkva! Forðaðu mér frá óvinum mínum, úr þessum hræðilega pytti!
15 Non me demergat tempestas aquæ, neque absorbeat me profundum: neque urgeat super me puteus os suum.
Láttu ekki flóðið taka mig, hringiðuna svelgja mig!
16 Exaudi me Domine, quoniam benigna est misericordia tua: secundum multitudinem miserationum tuarum respice in me.
Ó, Drottinn, svaraðu bænum mínum, vegna gæsku þinnar og náðar við mig.
17 Et ne avertas faciem tuam a puero tuo: quoniam tribulor, velociter exaudi me.
Snúðu ekki við mér bakinu, því að ég er í nauðum staddur! Flýttu þér! Komdu og frelsaðu mig!
18 Intende animæ meæ, et libera eam: propter inimicos meos eripe me.
Drottinn, komdu og bjargaðu mér! Leystu mig undan ofríki óvina minna.
19 Tu scis improperium meum, et confusionem meam, et reverentiam meam.
Þú sérð þá og þekkir háðsglósur þeirra, hvernig þeir níða mig niður.
20 In conspectu tuo sunt omnes qui tribulant me, improperium expectavit cor meum et miseriam. Et sustinui qui simul contristaretur, et non fuit: et qui consolaretur, et non inveni.
Háðsyrði þeirra hafa sært mig djúpu sári og andi minn örmagnast. Ó, ef einhver hefði sýnt mér samúð og einhver viljað hugga mig!
21 Et dederunt in escam meam fel: et in siti mea potaverunt me aceto.
Þeir færðu mér eitraðan mat – malurt – og edik við þorstanum.
22 Fiat mensa eorum coram ipsis in laqueum, et in retributiones, et in scandalum.
Verði gleði þeirra að sorg og friður þeirra að skelfingu.
23 Obscurentur oculi eorum ne videant: et dorsum eorum semper incurva.
Myrkur komi yfir þá, blinda og ringulreið.
24 Effunde super eos iram tuam: et furor iræ tuæ comprehendat eos.
Reiði þín upptendrist gegn þeim og eldur þinn tortími þeim.
25 Fiat habitatio eorum deserta: et in tabernaculis eorum non sit qui inhabitet.
Leggðu hús þeirra í rúst svo að þar búi enginn framar.
26 Quoniam quem tu percussisti, persecuti sunt: et super dolorem vulnerum meorum addiderunt.
Því að þeir ofsækja þann sem þú hefur slegið og hlæja að kvöl þess sem þú hefur gegnumstungið.
27 Appone iniquitatem super iniquitatem eorum: et non intrent in iustitiam tuam.
Skráðu hjá þér allar syndir þeirra, já láttu enga gleymast.
28 Deleantur de Libro viventium: et cum iustis non scribantur.
Strikaðu þá út af listanum yfir þá sem fá að lifa, leyfðu þeim ekki að njóta lífsins með réttlátum.
29 Ego sum pauper et dolens: salus tua Deus suscepit me.
Ó, Guð, frelsaðu mig úr þessari neyð! Ég veit að þú munt bjarga mér!
30 Laudabo nomen Dei cum cantico: et magnificabo eum in laude:
Ég lofa Guð í ljóði, mikla hann með lofsöng.
31 Et placebit Deo super vitulum novellum: cornua producentem et ungulas.
Það mun gleðja hann meira en margs konar fórnir.
32 Videant pauperes et lætentur: quærite Deum, et vivet anima vestra:
Hinir auðmjúku munu sjá að Drottinn hjálpar mér og þeir munu gleðjast. Já, gleðjist, þið sem leitið Guðs!
33 Quoniam exaudivit pauperes Dominus: et vinctos suos non despexit.
Því að Drottinn heyrir hróp hinna snauðu, og snýr ekki við þeim bakinu.
34 Laudent illum cæli et terra, mare, et omnia reptilia in eis.
Himinn og jörð, lofið Drottin, og hafið og allt sem í því er!
35 Quoniam Deus salvam faciet Sion: et ædificabuntur civitates Iuda. Et inhabitabunt ibi, et hereditate acquirent eam.
Því að Guð mun frelsa Jerúsalem og endurreisa borgirnar í Júda og þjóð hans mun búa við öryggi.
36 Et semen servorum eius possidebit eam, et qui diligunt nomen eius, habitabunt in ea.
Börnin munu erfa landið og þeir sem elska Drottin njóta þar friðar og velgengni.

< Psalmorum 69 >