< Psalmorum 44 >

1 In finem, Filiis Core ad intellectum.
Guð, við höfum heyrt um máttarverk þín á dögum forfeðra okkar. Þeir hafa sagt:
2 Deus auribus nostris audivimus: patres nostri annunciaverunt nobis. Opus, quod operatus es in diebus eorum: et in diebus antiquis.
Hann rak heiðnu þjóðirnar úr landinu og gaf okkur það, lét Ísrael setjast hér að.
3 Manus tua gentes disperdidit, et plantasti eos: afflixisti populos, et expulisti eos:
Ekki sigruðu þeir af eigin krafti, heldur vegna máttar þíns og velþóknunar þinnar á þeim.
4 Nec enim in gladio suo possederunt terram, et brachium eorum non salvavit eos: Sed dextera tua, et brachium tuum, et illuminatio vultus tui: quoniam complacuisti in eis.
Þú ert konungur minn og Guð. Láttu þjóð þína vinna sigur!
5 Tu es ipse rex meus et Deus meus: qui mandas salutes Iacob.
Aðeins í þínum krafti og nafni sigrum við óvininn.
6 In te inimicos nostros ventilabimus cornu, et in nomine tuo spernemus insurgentes in nobis.
Vopnin duga skammt, þau tryggja ekki sigur.
7 Non enim in arcu meo sperabo: et gladius meus non salvabit me.
Aðeins með þinni hjálp getum við sigrað.
8 Salvasti enim nos de affligentibus nos: et odientes nos confudisti.
Guð, aftur og aftur hrósa ég mér af þér. Hvernig get ég þakkað þér sem skyldi!
9 In Deo laudabimur tota die: et in nomine tuo confitebimur in sæculum.
En þó hefur þú, Drottinn, nú um stund yfirgefið okkur og ekki stutt í orustum.
10 Nunc autem repulisti et confudisti nos: et non egredieris Deus in virtutibus nostris.
Já, þú hefur barist gegn okkur og við höfum flúið. Óvinir okkar gerðu árás. Þeir rændu og rupluðu.
11 Avertisti nos retrorsum post inimicos nostros: et qui oderunt nos, diripiebant sibi.
Þú hefur farið með okkur eins og sláturfé, tvístrað okkur meðal þjóðanna.
12 Dedisti nos tamquam oves escarum: et in Gentibus dispersisti nos.
Þú selur þjóð þína fyrir lítið, metur hana einskis virði.
13 Vendidisti populum tuum sine pretio: et non fuit multitudo in commutationibus eorum.
Nágrannarnir hæða okkur og spotta vegna alls sem þú lætur á okkur dynja.
14 Posuisti nos opprobrium vicinis nostris, subsannationem et derisum his, qui sunt in circuitu nostro.
Þín vegna er „Gyðingur!“háðsyrði og hneyksli meðal þjóðanna, öllum til ama.
15 Posuisti nos in similitudinem Gentibus: commotionem capitis in populis.
Ég verð fyrir stöðugum skömmum,
16 Tota die verecundia mea contra me est, et confusio faciei meæ cooperuit me,
mér er formælt og ég fyrirlitinn af hefnigjörnum óvinum.
17 a voce exprobrantis, et obloquentis: a facie inimici, et persequentis.
Og þetta hefur gerst, Drottinn, þrátt fyrir tryggð okkar við þig. Sáttmála þinn höfum við ekki rofið.
18 Hæc omnia venerunt super nos, nec obliti sumus te: et inique non egimus in testamento tuo.
Ekki höfum við snúið okkur gegn þér, ekki vikið eitt skref af vegi þínum!
19 Et non recessit retro cor nostrum: et declinasti semitas nostras a via tua:
Væri svo, gætum við skilið refsingu þína, landauðn og niðdimmu dauðans.
20 Quoniam humiliasti nos in loco afflictionis, et cooperuit nos umbra mortis.
Ef við hefðum hætt að tilbiðja Guð og snúið okkur að hjáguðadýrkun,
21 Si obliti sumus nomen Dei nostri, et si expandimus manus nostras ad deum alienum:
hefði honum þá ekki verið kunnugt um það? Hann sem þekkir alla hluti og leyndarmál mannanna.
22 Nonne Deus requiret ista? ipse enim novit abscondita cordis. Quoniam propter te mortificamur tota die: æstimati sumus sicut oves occisionis.
En það höfum við ekki gert. Við erum í dauðans hættu fyrir það eitt að þjóna þér! Við erum eins og lömb leidd til slátrunar!
23 Exurge, quare obdormis Domine? exurge, et ne repellas in finem.
Vakna þú! Rís þú á fætur! Hvers vegna sefur þú, Drottinn? Hefur þú hafnað okkur fyrir fullt og allt?
24 Quare faciem tuam avertis, oblivisceris inopiæ nostræ et tribulationis nostræ?
Hvers vegna horfir þú í aðra átt? Af hverju er þér sama um sorg okkar og neyð?
25 Quoniam humiliata est in pulvere anima nostra: conglutinatus est in terra venter noster.
Við erum fallnir og liggjum hér endilangir.
26 Exurge Domine, adiuva nos: et redime nos propter nomen tuum.
Rís þú upp, Drottinn, komdu og hjálpaðu okkur! Frelsaðu okkur vegna eilífrar elsku þinnar.

< Psalmorum 44 >