< Psalmorum 34 >

1 Davidi, cum immutavit vultum suum coram Achimelech, et dimisit eum et abiit. Benedicam Dominum in omni tempore: semper laus eius in ore meo.
Ég vil lofa Drottin öllum stundum, vegsama hann seint og snemma.
2 In Domino laudabitur anima mea: audiant mansueti, et lætentur.
Ég hrósa mér af Drottni. Hinir hógværu hlusta og öðlast nýjan kjark.
3 Magnificate Dominum mecum: et exaltemus nomen eius in idipsum.
Lofið Drottin ásamt mér, tignum í sameiningu nafn hans.
4 Exquisivi Dominum, et exaudivit me: et ex omnibus tribulationibus meis eripuit me.
Ég hrópaði til hans og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu því sem ég hræddist.
5 Accedite ad eum, et illuminamini: et facies vestræ non confundentur.
Lítið til hans og gleðjist og þið munuð ekki verða til skammar.
6 Iste pauper clamavit, et Dominus exaudivit eum: et de omnibus tribulationibus eius salvavit eum.
Ég var vesæll og aumur, en ég hrópaði til Drottins. Drottinn heyrði hróp mitt og frelsaði frá öllu því sem ég hræddist.
7 Immittet angelus Domini in circuitu timentium eum: et eripiet eos.
Engill Drottins stendur vörð um þá sem óttast hann, og hann bjargar þeim.
8 Gustate, et videte quoniam suavis est Dominus: beatus vir, qui sperat in eo.
Finndu og sjáðu hve Guð er góður! Sæll er sá sem leitar hælis hjá honum.
9 Timete Dominum omnes sancti eius: quoniam non est inopia timentibus eum.
Treystið Drottni og sýnið honum lotningu – óttist hann – því að þeir sem óttast hann líða engan skort.
10 Divites eguerunt et esurierunt: inquirentes autem Dominum non minuentur omni bono.
Ung ljón búa við skort en þeir sem leita Drottins fara einskis góðs á mis.
11 Venite filii, audite me: timorem Domini docebo vos.
Börnin góð, komið og ég mun kenna ykkur að óttast Drottin. Það er mikilvægt.
12 Quis est homo qui vult vitam: diligit dies videre bonos?
Viljið þið lifa langa og góða ævi?
13 Prohibe linguam tuam a malo: et labia tua ne loquantur dolum.
Gætið þá tungu ykkar! Segið aldrei ósatt orð.
14 Diverte a malo, et fac bonum: inquire pacem, et persequere eam.
Haldið ykkur frá öllu illu og ástundið það sem gott er. Reynið að lifa í sátt við aðra menn og keppið eftir friði.
15 Oculi Domini super iustos: et aures eius in preces eorum.
Því að augu Drottins hvíla á hinum réttlátu og hann hlustar eftir bænum þeirra.
16 Vultus autem Domini super facientes mala: ut perdat de terra memoriam eorum.
En öllum óguðlegum mun Drottinn eyða og afmá minningu þeirra af jörðinni.
17 Clamaverunt iusti, et Dominus exaudivit eos: et ex omnibus tribulationibus eorum liberavit eos.
Þegar réttlátir hrópa, þá heyrir Drottinn og frelsar þá úr nauðum.
18 Iuxta est Dominus iis, qui tribulato sunt corde: et humiles spiritu salvabit.
Já, Drottinn er nálægur öllum þeim sem hafa auðmjúkt hjarta. Hann frelsar þá sem í einlægni og auðmýkt iðrast synda sinna.
19 Multæ tribulationes iustorum: et de omnibus his liberabit eos Dominus.
Góður maður kemst oft í vanda – fær sinn skammt af mótlæti – en Drottinn á lausn við öllu slíku.
20 Custodit Dominus omnia ossa eorum: unum ex his non conteretur.
Jafnvel gegn slysum verndar Drottinn hann.
21 Mors peccatorum pessima: et qui oderunt iustum delinquent.
Ógæfan eltir og drepur óguðlegan mann og þeir sem hata réttláta bíða síns dóms.
22 Redimet Dominus animas servorum suorum: et non delinquent omnes qui sperant in eo.
En Drottinn frelsar líf þjóna sinna. Enginn sem leitar hælis hjá honum verður dæmdur sekur.

< Psalmorum 34 >